3.9.2010 | 14:34
Leikkonugetraun!
Jæja, best að koma með leikkonugetraun til að reyna að þykjast ekki vera skítsama um jafnréttisbull...
Spurt er um leikkonu.
Ekki bara er hún leikkona, hún er líka rithöfundur og hefur unnið við handritsgerð í Hollywood. Reyndar hefur hún alveg helling unnið í handritsgeiranum.
Hennar frægasta hlutverk segist hún hafa fengið á gamla, góða mátann - með því að leyfa einhverjum að ríða sér.
Mamma hennar er þekkt leik og söngkona. Eitt af hennar frægari lögum (mömmunnar, það er) hefur verið gefið út með íslenskum texta á barnaplötu.
Mamma hennar og pabbi skildu þegar hún var lítil stelpa. Mamma hennar giftist einhverjum krimma sem stal öllum peningunum hennar, pabbinn giftist frægri leikkonu. Mamman og fræga leikkona sem pabbinn giftist léku seinna saman í mynd - sú sem skrifaði handritið var einmitt sú sem spurt er um.
Hún var gift ákaflega þekktum tónlistarmanni, sem hefur líka leikið í bíó. Reyndar var hún þar áður trúlofuð vel þekktum leikara, sem líka hefur fengist við tónlist.
Hver er?
Athugasemdir
Carrie Fisher.
Pétur Örn Guðmundsson, 3.9.2010 kl. 14:43
Carrie Fisher
Berti (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 14:44
Híhíhí, rétt. Ekki lengi að þessu.
Ingvar Valgeirsson, 3.9.2010 kl. 15:22
Æ - of sein. Eða ekki....hafði ekki hugmynd! En frábært að hafa leikkonugetraun! Vúhú!
Orgelið (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.