Leikaragetraun

Menn hafa svolítið verið að skamma mig, er þeir hitta mig á förnum vegi, fyrir hvað ég sé leiðinlega pólítískur og hafi ekki verið með getraun lengi.

Hér er því leikaragetraun;

Spurt er um leikara. Fæddist fyrir æði mörgum árum á Bretladseyjum, nánar tiltekið Skotlandi, og byrjaði mjög ungur að leika á sviði. Þaðan lá leiðin í sjónvarp og svo í bíómyndir. Hann hefur leikið nasistaforingja í sannsögulegri mynd,  barnaníðing og sívinsælan raðmorðingja auk þess að leika í nýlegri ofurhetjumynd, tala inn á tölvuleiki og vera með fast hlutverk í ákaflega vinsælum sjónvarpsþáttum.

Hann hefur leikið í Woody Allen-mynd.

Sonur hans hefur leikið Dr. Watson í Sherlock Holmes-mynd.

Hver er kallinn?

Annars - olíuhreinsunarstöð á Westfjörðum... er það málið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Árni Tryggva

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, en æði nálægt... ekki.

Ingvar Valgeirsson, 17.4.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Ingi Valur Grétarsson

Ég ætla að taka sénsinn á að þetta sé enginn annar en Ian McKellan. Og nei, ég gúgglaði ekki (ef svo ólíklega vildi til að ég hefði rétt fyrir mér)

Ingi Valur Grétarsson, 17.4.2007 kl. 01:59

4 Smámynd: Haukur Viðar

Ég stend á gati

Haukur Viðar, 17.4.2007 kl. 02:43

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Allir að skíta á sig - Ingi Valur, Ian McKellan er rammsnælduöfugur og á enga krakka.

Ingvar Valgeirsson, 17.4.2007 kl. 10:16

6 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Brian Cox??

Telma Hrönn Númadóttir, 17.4.2007 kl. 10:27

7 Smámynd: Haukur Viðar

Ja hann lék allavega Hannibal Lecter, en er hann Skoti?

dúmmdúrúmmdúrumm *röltir niðrá wikipedia*

Jú heyrðu, þetta virðist allt passa 

Haukur Viðar, 17.4.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Haukur Viðar

Ja hann lék allavega Hannibal Lecter, en er hann Skoti?

dúmmdúrúmmdúrumm *röltir niðrá wikipedia*

Jú heyrðu, þetta virðist allt passa 

Haukur Viðar, 17.4.2007 kl. 11:18

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ha? Telma frænka að rústa kvikmyndagetrauninni minni?!?! En þú ert stelpa og átt þar af leiðandi ekki að vita svona...

Til lukku, litla frænka, þetta er laukrétt hjá þér!

Ingvar Valgeirsson, 17.4.2007 kl. 12:10

10 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Thank you

Telma Hrönn Númadóttir, 17.4.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband