26.4.2007 | 12:29
Gleðilegasta bloggfærsla EVER!
Hvílíkur dýrðar og hamingjudagur, sem er í dag - mér er skapi næst að svipta mig klæðum og hlaupa um götur borgarinnar og lofa Guð og allt hans lið. Myndi gera það, en það er bara aðeins of kalt til þess.
Til að byrja með á Trausti, starfsmaður Tónabúðarinnar á Akureyri, ammæli í dag. Það eitt og sér er ákaflega gott og óska ég honum innilega til hamingju. Ég veit að hann er mikið jólabarn og því reikna ég fastlega með að afmæli veiti honum gleði einnig. Ég samgleðst honum með daginn.
Ekki nóg með það, heldur var samstarfsmaður okkar Trausta, sem og eiginlega yfirmaður, Haukur, að eignast (reyndar í félagi við Ósk, konu sína) litla stelpu í morgun. Ég á sumsé splunkunýja frænku, sem á sama afmælisdag og Trausti... og Rúdolf Hess. Óska ég þeim Hauki og Ósk innilega til lukku með barnið - og mér til hamingju með frænku mína!
Ekki nóg með alla þessa hrikalegu hamingju - mér bárust svo þær gleðifréttir að endanlegur reikningur frá Skattinum hefði borist - í stað þess að þurfa að borga þeim hátt í milljón vilja þeir núna fá sjöhundruðkallinn sinn. Sjö hundruð krónur! ÉG SKULDA SJÖ HUNDRUÐ KRÓNUR Í SKATT!!! JIBBÍ! Þetta ætti að kallast fullnaðarsigur á skrifstofubákninu.
Þetta er sama skuld og þeir voru næstum búnir að setja íbúðina mína á uppboð fyrir, híhíhí... (hysterískur hlátur).
Guð blessi ykkur öll, því nóg hefur Hann blessað mig í dag.
Athugasemdir
Til lukku
Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 15:44
ööö ... Ingvar ... er ekki allt í lagi? Er eitthvað að? ... nei sorrý ... ég er ekki vanur að sjá þig nema nöldrandi .... thíhíhí !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 17:06
Þú getur bara hlaupið um inni hjá þér eða í vinnunni.. þar er varla eins kalt
Guðríður Pétursdóttir, 26.4.2007 kl. 18:02
hvusslax leiðinda lukka og hamingja er þetta. nýbúinn að fáða? og samt svona langt komið fram í mánuðinn... Annars óska ég mér til hamingju með með fröken litlu tónabúð og þér til hamingju með skuldina. Mætti halda að Ögmundur væri orðinn forsætisráðherra og Eiki hefði unnið júró, þvílík er hamingja piltsins.
arnar valgeirsson, 26.4.2007 kl. 23:40
Æ, hvað það er nú gott að þú sért svona kátur... og til hamingju með þetta allt!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 27.4.2007 kl. 08:36
Arnljótur, ef Ögmundur væri forsætisráðherra myndi ég flytja mig um set, líklega til Bólivíu, hvar ástandið væri örugglega betra.
Þakka annars hamingjuóskir og kveðjur, en milljónin sem ég átti að borga í skattinn var aldrei á lausu, því hún var aldrei til. Þess utan er ég búinn að eyða henni í brennivín og dóp.
Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 10:59
Til hamingju með daginn Ingvar. Innleggið þitt um Björk á síðunni minni ætti heima sem sér blogg, brilliant! Vona að kætin þín endist allan daginn!
Haukur Nikulásson, 27.4.2007 kl. 13:54
Kæti mín er stöðug núna.
Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.