Tolla í tísku

Maður verður að fylgjast með. Hafa fingur kreisíglúaðan á púls mannlífsins. Því fylgir að maður verður að skoða heitustu bloggin hér á Moggablogginu.

Lengi vel var Sigmar mest lesinn. Ég hef gaman af honum og finnst hann hress. En hann féll úr toppsætinu, lét einhverja stúlkukind bola sér þaðan.

Ég varð náttúrulega að líta á hvað sú feykivinsæla stúlka hefði að segja, enda verða menn að fylgjast með. Ekkert nema einhverjar bévítans bólfarir og þannig lagað. Hélt þetta væri tilfallandi, en onei - alltaf það sama, ítekningarsögur hvað eftir annað.

Væri ég kona myndi ég aldrei þora að koma nálægt þulunni góðu af einskærum ótta við að fólk teldi mig vera einhverja þeirra brókarsóttarsjúku kvenna sem koma við sögu hjá henni. Þó aðeins Framsóknarprósenta af þessum sögum sé sönn virðist sem svo að stækka þurfi bæði húð og kyn sem og geðdeildir landsins.

Svei mér þá ef þetta er ekki verra en Sex and the City (ísl. Þrjár mellur og mamma þeirra).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Valur Grétarsson

Sex and the city (ísl. Vergjarnar á vergangi)

Ingi Valur Grétarsson, 15.5.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Já mér fannst þetta fyndið þegar þetta voru eins og alvöru sögur í íslenskum saumaklúbbum, nú eru þetta bara klisjukenndar endurtekningar sem eiga að vera í anda Sex and the city en eru langt frá því.

En mér finnst Sigmar skemmtilegur

Telma Hrönn Númadóttir, 16.5.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Sveinn Waage

Bara ef vinsældir og gæði færu saman.. 

Sveinn Waage, 16.5.2007 kl. 11:35

4 identicon

Sex and the city (ísl. Gamlar á greddunni)

lolzermate. 

Jökull Logi Arnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband