Allt i klessu

Allt brjálað, allt vitlaust, allt að verða kreisí, allt í klessu...

Á kafi í vinnu, spileríi - sem er jú vinna líka - og svoleiðis. Olli taxabílstjóri, sem heitir reyndar réttu nafni Hilmar, er að fara að gifta sig á morgun og við í Swiss erum að leika þar fyrir dansi, auk þess sem ég á að vera veislustjóri. Það er reyndar létt verk. Held ég.

Þar sem Guðríður er klukkuð og klukkaði mig er ég að reyna að taka saman einhver atriði um mig til að svíkja ekki klukkið. Það gengur í sjálfu sér feykivel, nema hvað þau atriði sem ég er til í að setja fram í opinberum fjölmiðli eru ekki mörg. Margt skemmtilegt gæti ég sagt um mig, en það gæti skilað mér fangelsisvist, barsmíðum og varanlegri innlögn á hæli. Það er nú allt saman æðislegt.

En lífið er mikið stuð inn á milli, sérstaklega í dag þegar við familían (minni útgáfan af familíunni, án Eldri-Svepps) skelltum oss í tívolí og töpuðum stórfé. Samt gríðarstuð að fara í gubbutækin og heyra unglingsstúlkur garga meðan tækið sveiflar manni hátt upp í himininn og snýr manni í hringi á ógnarhraða svo ferskur andvarinn leikur um fagurskapaðan líkama minn. Já, þetta er allt saman æðislegt.

Lag dagsins er öll lögin með Rush. Já, öll. Þau eru öll æðisleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veislustjórn létt verk?

Þú hefur aldrei verið veislustjóri, er það?

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta var nú sett fram í þeim bjartsýnisanda sem einkennir færsluna. Reyndar verður veislustjórahlutverkið æði mikið takmarkaðra en venjulega í svona partýum, var góðfúslega beðinn um að sleppa leikjum og lyklaskilum.

Ingvar Valgeirsson, 14.7.2007 kl. 22:56

3 identicon

Ég var veislustjóri í brúðkaupi Símonar litla um daginn. Það átti líka að vera voða lítið, ekki leikir eða neitt flókið, en þú þarft að átta þig á því að veislustjórinn er ekki bara kynnir. Hann ber ábyrgð á öllu. Öllu... Hann þarf að sjá um að hlutirnir gerist á réttum tíma, skipuleggja hvenær á að skera köku, hvenær á að dansa, hvenær á að henda brúðarvendi, o.s.frv.

Þetta er aðeins flóknara og meira stressandi hlutverk en það hljómar.

Mæli með því að þú finnir lista yfir hlutverk veislustjóra á brudkaup.is ... Mjög gagnlegt.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hvaða, hvaða.. Ég hef fulla trú á að þú rúllir stjórnun á einni veislu upp! - Þú ert nú orðinn ansi vanur og hefur margra ára reynslu í að fanga athygli fullra Ísl- og útlendinga.

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.7.2007 kl. 05:45

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Enda gekk þetta feykivel - svona fyrir utan að ég stóð í sólskininu fyrir utan salinn í klukkutíma, í svörtum jakkafötum og innbakaði þar með fagurskapaðan líkama minn. Er enn með óráði.

Ingvar Valgeirsson, 16.7.2007 kl. 14:01

6 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Rush er ofmetnasta hljómsveit veraldar!!!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 16.7.2007 kl. 14:27

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, Hannes minn - það er Kiss.

Ingvar Valgeirsson, 16.7.2007 kl. 14:45

8 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Ég fer ekki út í þessa umræðu við þig Ingvar minn, Sjalli sem hlustar á Rush!!! Spes blanda!!!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 16.7.2007 kl. 15:51

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég er smekkmaður.

Ingvar Valgeirsson, 16.7.2007 kl. 16:39

10 Smámynd: arnar valgeirsson

veit ekki alveg með hverjum ég á að halda hér. rush er frábær en það er sjálfstæðisflokkurinn sko ekki. bara alls ekki. kynnti ingvar fyrir rush hér um árið. ekki svo langt síðan, kannski svona tuttugu ár. signals. what a snilld.

arnar valgeirsson, 16.7.2007 kl. 18:11

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, þú kynntir Rush ekki beint fyrir mér - ég fann víddjóspólu heima og horfði á hana og varð fullkomlega dolfallinn. Það var fyrir tuttugu og þremur árum síðan.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband