Klukkettíklukk

Ég var klukkaður. Ég er búinn að reyna að finna átta hluti um mig sem ekki allir vita, en það gengur illa. Verð því að taka þetta á afborgunum, svo hér er eitthvað.

1. Ég á við alvarlega áráttu að stríða. Ef ég sé byrjun á bíómynd, bara fyrstu mínútuna eða eitthvað, verð ég að klára hana. Þetta hefur reyndar lagast á síðustu misserum, en ég áttaði mig á að þetta gæti verið vandamál þegar ég sá byrjunina á Runaway Bride í matarboði og leigði hana seinna um kvöldið til að geta klárað hana. Hún er algerlega ömurleg.

2. Ég hata ketti. Hata þá. Finnst þeir ógeðsleg og loðin afkvæmi Satans. Eitt það heimskulegasta sem ég veit um er þegar fólk er að ota kattarófétunum sínum að manni og verður sármóðgað yfir því að maður vilji ekki klappa þeim. Tekur ekki mark á því þegar ég segist vera með ofnæmi fyrir þessum bévítans sníkjudýrum segir fólk stundum "nei, ekki þessum, hann er svo yndislegur" og reynir að troða viðbjóðnum í andlitið á mér. AAAARRRRRRRGH!

3. Ég þoli heldur ekki sumarbústaði og sérstaklega ekki heita potta við sumarbústaði. Hvað er eiginlega að því að fara í bað heima hjá sér? Hversvegna þarf fólk endilega að fara út úr bænum í bústað, sem er yfirleitt með sjónvarp, afruglara, vídeó, dvd og allt - því ekki bara að vera heima og slökkva á símanum? Svo er þetta með pottana - það er ógeðslegt, sóðalegt og óheilnæmt að liggja í soðningu ásamt fullt af öðru blindfullu fólki. Hættið´essu!

4. Mér finnst gaman að vaska upp.

Þá er helmingurinn kominn og ég er í stuði. Giftingin hans Olla tókst í gær og hann lék með oss Swissmönnum á Hótel Borg í síns eigins giftingarveislu. Þar var ég veislustjóri, stóð fyrir utan að taka á móti fólki í klukkutíma í steikjandi sólskini og svo fór ég inn, kófsveittur, í Gyllta salinn - sem er glugglaus - og var í stuði. Gat ekki sofið í nótt vegna snerts af sólsting og almennum leiðindum.

En það er í lagi því Ingvar Jóns hljóðmaður var í veislunni og hann er fallegasti maður í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er bara sammála með sumarbústaði, ég hef ekki nenn til að vera í svoleiðis.. ég hef ekki pælt í þessu með pottana, en geri það núna, thank you...

þá mátt svo vinna sjálboða starf heima hjá mér og vaska upp eftir matinn, það er svona um klukkan 6 á kvöldin takk fyrir og bæ

Guðríður Pétursdóttir, 16.7.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er smá misskilningur lebowski. það vantaði aðeins í setninguna. hún átti að vera svona: "mér finnst gaman að horfa á aðra vaska upp". ég meinaða, bjó einu sinni með drengnum.

arnar valgeirsson, 16.7.2007 kl. 18:08

3 identicon

Fatta samt ekki þetta með sumarbústaðina! En svona er smekkur manna misjafn. Þetta er nú líka svona svolítið félagslegt atriði skilurðu, fara í bústað með fólki og gista einhvers staðar annarsstaðar. Ef það er hægt að gista á gistieheimili á Sauðárkróki með fimm manna hljómsveit af hverju er svona hræðilegt að gista með góðum vinum eða fjölskyldu í sumarbústað út í sveit. Svo fer maður ekki í heitan pott til að baða sig beinlínis heldur vegna þess að mjög mörgum finnst það bara voðalega notalegt, svo ekki sé talað að drekka smá bjór með og spjalla fram eftir kvöldi, svaka skemmtileg stemning. En það get ég fullyrt af því að ég hef actually prófað það, og er nokkuð viss um að þú hefur það ekki, elsku kallinn minn. Það versta við sumarbústaðaferðir að mínu mati er frjókorna ofnæmið sem ég er haldin, getur orðið MJÖG slæmt en ég læt mig hafa það er ekki með neitt helv... væl. :) LOVE YOU!!!

Stefán Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 18:15

4 identicon

Fyrst þér finnst svona gaman að vaska upp, hví var þá vaskurinn kjaftfullur af óhreinu drasli þegar ég mætti í vinnunna í morgun eftir sumarfrí? Þú skalt sko fá að skemmta þér í vinnunni á næstunni : )

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: arnar valgeirsson

það var vegna þess að hann er lýginn, jón. klukkaður og lýgur. þetta nær ekki nokkurri átt og settu drenginn í eldhúsverkin, fram yfir jól.... og hann sem elskar bókstaflega ketti.

arnar valgeirsson, 16.7.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

busted....

Guðríður Pétursdóttir, 16.7.2007 kl. 22:00

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Margt hefur breyst síðan bræðurnir Valgeirsson bjuggu á stíg Rauðarár. Jú, og ástæðan fyrir því að vaskurinn var "fullur" af óhreinataui (Jón er þarna væntanlega að ýkja eilítið) er væntanlega sú að við höfðum margt annað að gera en vaska upp á laugardaginn. Eins má benda á að ég óhreinkaði EKKERT af því sem var í vaskinum.

Jú, Stebbi, frjókornaofnæmi er vissulega partur af því að mér líkar ekki vel við bústaði. Mér líkar hinsvegar miklu betur við gistiheimili og hótel, hvar dvalið er ásamt öðrum smápoppurum, fjörtíu hvítvínsflöskum og milljón kössum af bjór. Reyndar eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Óþarfi samt að liggja í einhverjum suðupotti meðan maður grillar í sér lifrina.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 00:13

8 identicon

Ég vissi þetta með kattóþolið, þannig að þú verður að koma með eitthvað annað.

T.d þegar þú mættir á sýru í vinnuna og reyndir að hita langloku með sinnepsósu í bassamagnara.

Það var fyndið.

Eða þegar þú gabbaðir hóruna til að borga þér

það var líka fyndið

já eða þegar þú prangaðir notaðri JCM 900 stæðu inn á gama kerlingu sem var að leita að harmonikku

soldið findið

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 00:44

9 identicon

Hehe. Nei - ég óhreinkaði ekkert af því heldur. Vaskaði samt upp - enda finnst mér það ekkert leiðinlegt. Sem er álitið alveg nógu skrýtið - að finnast ekki leiðinlegt að vaska upp. Það að finnast GAMAN að vaska upp er hinsvegar spooky. Sennilega samt í lagi, því það er nokkuð örugglega ekki alveg satt ; )

jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 01:09

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég eyddi skírnarveislu Nadíu Ingavalsdóttur við vaskinn. Fannst það fínt. Nú á ég uppþvottavél og er samt í stuði.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband