Æ, hvað það var gott

Ég get ekki annað en glaðst yfir þessari frétt. Ekki það að ég sé neinn fastakúnni á Goldfinger, hef komið þar inn fyrir dyr sárasjaldan og ríflega hálfur áratugur síðan. Fannst myndin skemmtilegri.

En þó svo ég sem slíkur sé ekkert sérlega svag fyrir þessari starfsemi er ekki þar með sagt að mér finnist hún ekki eiga rétt á sér. Hver sem skoðun mín eða annara er varðandi hvursu siðsamleg starfsemin er, þá er ekki þar með sagt að það eigi að stöðva starfsemina með lögum.

Allt tal hérlendra femínista um mansal og þrældóm (sjá t.d. Sóleyju Tómasdóttur) tel ég vel líklegt að flokkist undir ósannaðan rógburð - sem er, öfugt við vafasamt siðferði og klámþorsta, lögbrot. Ásgeir, eigandi Goldfinger, mætti vel íhuga að kæra eina eða tvær femínasískar vinstrigrænjöxlur sem hafa, bæði undir rós og ekki, ásakað hérlenda strípibúllueigendur um þrælahald. Gaman væri að sjá hvernig dómsvaldið tæki á því.

Sem skemmtikraftur á vinsælum túristabar hér í bæ hef ég hitt marga súludansmeyna og kynnst sumum ágætlega. Ekki ein þeirra hefur svo mikið sem ýjað að því að starf þeirra sé eitthvað sem þær vinni nauðugar. Þvert á móti hafa sumar verið feykiánægðar að fá að stíga sporið og feykja sér um súluna, léttklæddar og liðugar, fyrir upphæðir sem þykja feykiháar í þeirra heimalöndum og geta fleytt þeim gegnum nám þegar heim er komið á ný. Svo eru jú aðrar sem mér sýnist bara vera athyglissjúkar fyllibyttur, en ef það á að varða við lög má strax henda fjölmörgum starfsbræðrum mínum í grjótið.

Á myndinni, sem fylgir fréttinni, heldur eigandi Goldfinger á bók, sem ber, ef ég man rétt, heitið "Löstur er ekki glæpur". Mér finnst sú setning og sá titill tær snilld. Panta hana við tækifæri, en hún er fáanleg í bóksölu Andríkis.

Breytir þó ekki því að mér finnst Goldfinger ekki gott nafn á staðnum. Með tilliti til þjóðernis sumra starfskrafta staðarins hefði verið réttara að velja nafn á Bond-myndinni sem kom árið áður - From Russia with Love.


mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló

vannst þú einu sinni í fyrndinni í "Hljómdeild KEA" Akureyri... c.a.'91-2???

kveðja, Ljónynja

Ljónynja (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:31

2 identicon

uuhh.. ekki að það komi þessari frétt neitt við  

Ljónynja (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég vann þar. Nú er sú stofnun ekki til lengur, víst...

En jú, ég var þar ´92-´93. Þá var ég rekinn. :)

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: arnar valgeirsson

það var hann sem seldi þér græjurnar sem biluðu strax. það var hann. það var hann. hefðir átt að kaupa þær í tónabúðinni..........

arnar valgeirsson, 19.7.2007 kl. 22:23

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mikið andskoti er ég sammála þér drengur. 

Burt með siðferðislögreglu pólítískrar réttsýnar. Hún ein og sér er lögbrot þar sem friðhelgi fólks til einkalífs er vanvirt, frelsi fólk til ólíkra skoðanna er forsmáð og margbrotið er á tjáningarfrelsinu - svo ekki sé talað um hvað hún er leiðinleg og uppfull af hræsnurum og lopapeysukommum sem hafa enga frelsisvitund. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.7.2007 kl. 09:31

6 identicon

Mér finnst svo fyndið hvað þú lætur talsmenn femínista fara í taugarnar á þér, Ingvar.  

Það má ekki koma umfjöllum um álit þeirra þá færð þú rakettu í rassinn og bætir heitum eins og rauðsokkum og vinstrigrænjöxlum við það sem þær standa fyrir.

Áttu eitthvað óuppgert í samskiptum við einhverja þeirra út fyrndinni. Híhí 

Olga Björt (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:35

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

vá hvað ég hef oft hugsað þetta sama... þvílíkt og annað eins

Guðríður Pétursdóttir, 20.7.2007 kl. 13:41

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, ég hef ekkert á móti femínistum sem slíkum, sko, ekki persónulega - en ég hef mikið á móti þeim sem vilja hafa vit fyrir fólki og banna því að gera eitt og annað sem ekki skaðar neinn. Það fer líka óheyrilega í taugarnar á mér þegar fólk beygir og teygir sannleikann, nú eða fer alveg í kringum hann og hauglýgur, í opinberri umræðu.

Framkoma sumra, reyndar alltofmargra, femínista finnst mér hafa einkennst af þessu. Þær veifa framan í okkur ákaflega vafasömum "staðreyndum", fengnum með ákaflega vafasömum könnunum eða rannsóknum.

En fyrst og fremst þoli ég ekki forsjárhyggju og "boð-og-bönn" stefnuna, sem allt ætlar lifandi að drepa. Það nebblega plagar mig ekki rassgat þó einhver fái sér prívatsjó á Goldfinger, þrátt fyrir að ég sé ekki hrifinn af starfseminni endilega sjálfur og kjósi að eiga ekki viðskipti við fyrirtækið.

Ingvar Valgeirsson, 20.7.2007 kl. 14:19

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

og Olga - nei, ég á ekkert óuppgert við þær - ég læt þær ekki eiga neitt inni hjá mér, eins og þú sérð. Þessvegna röfla ég stundum út af þeim.

Ingvar Valgeirsson, 20.7.2007 kl. 14:20

10 identicon

Þú ert líka skemmtilegur röflari. Og dúlla.

Olga Björt (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:24

11 identicon

Ég er alltaf að lenda hingað inn... helvítis

Ragnar Ægir Fjölnisson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:32

12 identicon

Ég var víst ekki nema 14 ára þegar þú varst að vinna þar ..hehe og þvílíkt skotin í þér

wow.. Ísland er lítið.. freaky að ég skuli yfirleitt muna eftir þér

kveðja, Helga (ljónynja) 

Ljónynja (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 19:44

13 identicon

Hvurslags setning er nú þetta? Lendingaðinn!!!

Jæja hvað um  það..............Það verða alltaf að vera til öfga rauðsokkur með öfga fullyrðingar sem reyna koma í veg fyrir ofbeldi á konum sem á sér stað víða. Það breytir því þó ekki Ingvar minn að þú mátt alveg gagnrína þær rétt eins og þær gagnrína súlustaði því gagnríni er góð.

Gagnríni (svo ég noti orðið gagnríni aðeins meira) er af hinu góða og fær fólk til að huxa, mynda sér skoðun og pæla aðeins út fyrir hið daglega amstur.

Því segi ég gagnrínum hvort annað í gríð og erg og höfum gaman af.

Gagnríni dagsins hjá mér er á Ingvar og er sú að Ingvar er snargeðveikur öfgapinni með brjálaðar skoðanir og svör við öllu en það er einmitt það sem gerir hann svo einstaklega skemmtilegan karakter sem maður hættir aldrei að elska...JÁ ELSKA SEGI ÉG!

Knús og kram, Bryn.

Brynhildur (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 19:52

14 identicon

Vó Ingvar á aðdánda sem heitir það sama og konan hans en er samt ekki konan hans, MAGNAÐ! 

Brynhildur (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 19:56

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, og gerði ekkert í því þegar hún var skotin í mér... ussussuss. Gríðarlegur skortur á framtaksleysi...

Annars er ég alveg svakahress og þið eruð öll krúttubollur á heimsmælikvarða.

Ingvar Valgeirsson, 20.7.2007 kl. 23:54

16 Smámynd: Haukur Viðar

From Russia With Love

Haukur Viðar, 22.7.2007 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband