Hávaði og læti

Sé stuð. Var að spila ásamt Inga Val, Binna og Sigga Reynis á Amsterdam í gær... eða snemma í morgun öllu heldur, þar sem leikar hefjast ekki þar fyrr en upp úr tvö og svakastuð. Hávaði og læti.

Er óhætt að segja að sjaldan hefur verið jafn gestkvæmt á nokkurri ráðningu sem þessari. Andri í Tónabúðinni tók lagið, sem og Davíð Sigurgeirs, áður í Tónabúðinni, Bergur Geirs í Tríói Jóns Leifs, Eysteinn í Yrju, Ingimundur í Reggae on Ice, Jónbi í Brain Police, Jonni Richter, Rúnar í Drykkjum innbyrðis... biðst velvirðingar ef ég er að gleyma einhverjum.

Varla slökkt á fuzzinu allt kvöldið og sökum þess að prógram var ekki til staðar var brugðið á það ráð að taka sjö mínútna gítarsóló í flestum lögum (svoköluð typpastærðarkeppni). Féll það ekkert sérlega illa í kramið hjá gestum svosem og gaf mér þarna ágætis tækifæri til skalaæfinga.

Annars er ég í svolítilli fýlu af því að mouthtube-græjan mín er biluð. Lagar þó skap mitt og léttir lund mína að Mikki mús er núna á Disneyrásinni í þéttum fíling.

Ertu hress annars?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fegin? Ertu búinn... eða búin að fara í aðgerð?

Ingvar Valgeirsson, 22.7.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Annars man ég nú þá tið þegar þér þótti ekkert leiðinlegt að kíkja á téðan skemmtistað í einn eða nítján bjóra. Mjöður rann þarna ofan í okkur í brúttólestavís... en það er víst komið eitthvað á annan áratug síðan.

Annars verðurðu að viðurkenna að þetta er skemmtilegri vinna en flest annað, þó svo vinnutíminn sé hræðilegur, launin ekkert svakaleg, og almenn leiðindi með drukkna gesti séu svo til daglegt brauð - þetta er bara samt gaman.

Ingvar Valgeirsson, 22.7.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég gat aldrei náð að múta mínum gítarspilandi fyrrverandi í þetta.. að spila á pubbum þeas, ekki fara í aðgerð

Guðríður Pétursdóttir, 22.7.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband