30.8.2007 | 16:41
Jú, jú...
Bara að minna dygga lesendur á að ég og Ingi Valur - mögulega ásamt rosalega frægum gestum - erum að spila á Dubliner í kvöld. Gaman.
Annars er ekkert að frétta svosem, nema hvað að vinkona okkar hjónanna, sem kennir á skauta ásamt kerlu minni, flaug á hausinn á skautasvellinu um daginn og mölvaði einhver bein. Sama hefur jú komið fyrir kerlu mína, sem var um tíma fastakúnni uppi á slysó sökum íþróttameiðsla. Svo var gamall félagi minn að snúa á sér ökkla við fótboltaiðkun og verður víst frá vinnu í einhverjar vikur. Þegar maður svo hugsar um þá fótboltamenn úti í heimi sem nú hrynja niður þá óneitanlega fer maður að efast um gáfur þeirra sem halda því fram í fullri alvöru að svona smábarnalæti séu holl og góð fyrir mann. Svo er þessi vitleysa styrkt af ríki og sveitarfélögum þegar hver einasti heilvita maður hlýtur að sjá að það ætti að vera búið að banna þessa vitleysu fyrir löngu!
Lifið heil.
Athugasemdir
er ekki hægt að nota frístundakortið á barinn? fyrsti tólfþúsundkallinn frír?
er þetta ekki annars fyrir börn og ungmenni? við hljótum að fá kort.
arnar valgeirsson, 30.8.2007 kl. 18:14
Heyr heyr!!!
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:57
Ingvar, þú átt ekki að dissa íþróttir svona mikið. Ef þú iðkaðir eitthvert sport að ráði er ég viss um að þú yrðir alveg demantfallegur vegna þess.
Þær hristur sem þú iðkar með hægri hendinni eru ekki endilega hollar, þær valda nefnilega vöðvabólgu, sem og kreistið með vinstri hendinni.
Haukur Nikulásson, 31.8.2007 kl. 00:22
Ég er fallegri en flest. Því sé ég ekki tilganginn með að leggja líf mitt í stórhættu með einhverju bévítans sprikli.
Ég veit ei hvaða hristur þú ert að tala um, en greinilegt er að þú talar af reynslu. Segðu okkur nánar frá.
Ingvar Valgeirsson, 31.8.2007 kl. 10:44
Ég tek heilshugar undir þetta hja þér með fótboltaíþróttina. Mín rök: Hjólbeinóttir karlmenn sem labba eins og gamlir bændur, ónýt liðamót, íþróttafréttir eitt það leiðinlegasta sem ég veit um, bullur og íþróttaandinn er löngu horfinn vegna þess að allt of mikill peningur er kominn í þetta,
Ég er samt þess fylgjandi að fólk hreyfi sig - á heilbrigðan hátt. Ekki skemma kroppinn.
Olga Björt Þórðardóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 09:11
Eins og Barði sagði eitt sinn - hreyfing er holl og góð, en að horfa á aðra sprikla á vellinum er asnalegt. Svipað g að fara með flögur og bjór niður í World Class og horfa á fólk á hlaupabrettum.
Sjálfur held ég því fram að fótboltaáhuga karlmanna megi rekja til almennrar samkynhneygðar - hverjir aðrir en hommar hafa gaman af að horfa á hálfnakta karla hlaupa fram og aftur, eltandi leðurtuðru sem er full af engu?
Ingvar Valgeirsson, 2.9.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.