3.9.2007 | 14:35
Datt enginn titill í hug á færsluna
Nokkrir punktar. Gersovel;
Horfði á Disturbia í gær, sem ég keypti fullkomlega löglega á dvd skömmu áður en hún var sýnd hér í bíó. Býsna skemmtileg mynd, sem sækir gríðarmikið í Rear Window, sem er jú alltaf ein af mínum uppáhaldsmyndum. Fjallar um strákling með Arons Pálma-ökklaband, sem má ekki fara út úr húsi heilt sumar af því að hann barði kennarann sinn. Hvern hefur ekki langað til þess?
Fór með Pétri og Einari Þór í gær, en þeir voru að spila í íþróttaheimili hér í bæ í einkasamkvæmi í gærkvöldi. Ég var tekinn með sem, ja, ekki beint hljóðmaður... meira hljóðkerfiseigandi. Lærði þar að það er ekki gott að borða mikið af wasabilöðrandi sushi, kjúklingaspjótum og kalkún í bland. Vindátt gæti hreinlega breyst og baðherbergið lyktað verr.
Eddie Izzard er fyndinn. Sjá hér.
Ég hló samt meira að þessu. Jú, þetta er smá lesning, en pönslænið er schnilld.
Athugasemdir
Já, Eddie er fyndinn, verst að ég þurfti að hætta að nota hluta af gríninu mínu þegar ég sá þetta fyrst vegna þess að það var of líkt því sem hann var að fara með þarna. Og þar sem ég er bara ófyndinn töfraræfill sem gerir sér fyllilega ljóst að fólk muni frekar kalla mig þjóf heldur en frumlegann grínista ákvað ég að sleppa því að hafa samband við Edda og biðja hann um að hætta með atriðið því það væri að skemma fyrir mér hérna á klakanum og hætti bara að nota þetta í mínu atriði í staðinn.
Annars er ég bara hress og kátur og bið innilega að heilsa þér Ingvar minn.
Varðandi fréttamenn og stjórnmála hollustu þeirra þá var Bogi Ágústsson sem sagði eitthvað svipað í þar síðustu sveitastjórnarkostningum "með þessu er ljóst að við...ehhh XXXXXflokkurinn hefur tapað fylgi....."
En ekki var hann rekinn. :)
Bjarni Töframaður (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:09
AMK held ég að það hafi verið Bogi Ágústsson og ef það var ekki hann þá biðst ég afsökunnar. Enda má manni alveg mismælast einstaka sinnum.
Bjarni Töframaður (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:11
Eddie er æði, mig dreymdi þar síðustu nótt að ég væri í hörku sleik við Eddie Izzard. En það er kannski ekki að marka þá var ég búinn að horfa á tvö "stand-up-gig" í einni beit og fór svo beint í háttinn út frá því. OG ég hef ekki farið í sleik í LANGAAANNN tíma. Konan keypti í úgglöndum handa mér 6 Eddie Izzard DooVDe. Svo á ég líka Ricky Gervais Animals og Politics. Horfði á þann síðarnefnda í gær. ÆÐI!!!
ást
Stefán Örn Gunnlaugsson aka. Steven the STUD (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:38
Það var mikið fjallað um það mál, enda held ég að maðurinn sé Sjalli. Það er líka mikið talað um að Steingrímur Ólafsson sé óhæfur því hann er Framsóknarmaður. En voðalega fáir minnast á Helga Seljan, fyrrum kosningastjóra Samfylkingarinnar, Róbert Marshall, frambjóðanda Samfylkingarinnar og svo téðan Heimi. Allavega hef ég engan séð né heyrt setja neitt út á ráðningar þeirra ellegar drottningarviðtöl Heimis og Helga við Ingibjörgu.
Ingvar Valgeirsson, 4.9.2007 kl. 14:23
4. komment á að koma á eftir númer 2, sko...
Mér lángar að sjá Rikkí Gervaís djóka - ég hef ekki einu sinni séð Office, nema bara þessa amerísku. Mér fannst það alltílæ, en skilst að það sé ekki nema brotabrot af því enska. Gott alltaf að eiga svona eftir.
Ingvar Valgeirsson, 4.9.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.