5.9.2007 | 11:07
Hver er hneykslaður?
Sá þessa auglýsingu, enda ekki annað hægt - hún var sýnd í fréttatímum Stöðvar 2 og Rúv og svo í Kastljósinu. Í Kastljósinu var viðtal við Jón Gnarr, sem er höfundur auglýsingarinnar, og talsmann Biskupsstofu. Mér fannst allan tímann sem menn væru að reyna að fá Biskupsstofumanninn til að koma með einhverjar stórkostlegar yfirlýsingar, segja eitthvað sláandi, en hann var hinn málefnalegasti. Sagðist sjálfur ekki vera hrifinn af auglýsingunni, en það væri jú bara hans skoðun - enda má hann alveg hafa skoðun. Fólk þyrfti ekkert að hafa sömu skoðun, enda væri Biskupsstofa engin valdastofnun sem slík.
Sjálfur var ég nú ekki baun hneykslaður, þrátt fyrir að vera trúaður maður sjálfur. Þekki mikið af trúuðu fólki, sem mér vitanlega hefur ekki hneyslast nokkurn skapaðan hlut yfir auglýsingunni. Ég er hinsvegar nokkuð hneykslaður á fréttamönnum að reyna að búa til einhverskonar ekkifrétt, storm í vatnsglasi, reyna að gera kristnu fólki sem hóp upp einhverja skoðun á málinu af því að það virðist vera svolítil gúrka í gangi. Þó svo Biskupi þyki auglýsingin smekklaus, en hann hefur að sjálfsögðu fullan rétt á þeirri skoðun sinni, er ekki þar með sagt að hinum kristna heimi finnist það í heild sinni. En fréttamenn þurfa að fjalla um eitthvað.
Mikið hafa þeir hlegið hjá Símanum vegna frírra birtinga á auglýsingunni í miðjum fréttatíma - á báðum stöðvum. Nema þeir hafi borgað sjónvarpsstöðvunum fyrir að fjalla um málið með tilheyrandi ofuráherslu á auglýsinguna, kæmi mér ekki á óvart.
Sjálfur skipti ég við Vodafone. Ekki af því að ég sé svo hneykslaður, heldur af því að ég er gríðarlega hamingjusamur með góða þjónustu þar á bæ.
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf ekki mikla auglýsingasnillinga til að sjá að það er vænlegt að pota í umdeilda hluti eins og trúna til að fá athygli. Hér virðist það takast bærilega. Mér finnst skondið að sjá tvo trúaða menn Karl biskup og Jón Gnarr á öndverðum meiði þarna.
Eitthvað finnst mér skrýtið ef Jón Gnarr hafi verið búinn að leggja þessa hugmynd fyrir biskupinn og hann síðan komi með þessa vandlætingu í framhaldinu. Hér lætur trúin að sér hæða.
Haukur Nikulásson, 5.9.2007 kl. 11:45
Jú, tveir trúaðir menn geta haft mismunandi skoðanir á einhverju - en er það efni í stórfrétt í öllum fréttatímum og fréttaskýringarþáttum landsins heilt kvöld? Held ekki.
Ingvar Valgeirsson, 5.9.2007 kl. 11:59
Sammála þér í þessu Ingvar, en Haukur hittir auðvitað naglan á höfuðið líka og Jón er nógu klár til að vita,að þetta gæti þróast svona, vitandi vits hefur hann fikrað sig inn á grensuna og nógu nálægt ystu mörkum til að eftir því yrði tekið!
En talandi um símaauglýsingar og Vodafon, sem ég skipti við eins og þú. Þeir og raunar margir fleiri hafa algjörlega farið offari í notkun á tónlist sem "Skrauti" eða sem umgjörð um auglýsingar sínar! Þetta nýja dæmi með "Vera mátt góður" er ömurlegt finnst mér!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 15:54
Nr 63
Ingvar til hamingju með að vera með comment nr. 63 um þessa frétt. Mér finnst þetta snilld hvað þessi frétt um þessa auglýsingu hefur valdið miklu fjaðrafoki og skriftum.
KV.
Björn Ingi
Björn Ingi (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:40
Ekki nennti ég að lesa öll hin bloggin - eru það ekki menn að lýsa því yfir hvað þeir hafi orðið nákvæmlega ekkert hneykslaðir?
Það væri nú aldeilis fjaðrafokið...
Ingvar Valgeirsson, 5.9.2007 kl. 18:18
Ég hef ekki lesið öll blogginn en þau sem ég hef skoðað að þá er ekki verið að hneikslast af auglýngunni sjálfri heldur fólk almennt ánægt með hana.
Kv.
Björn Ingi
Björn Ingi (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:57
Sjá bloggið mitt sven.blog.is um þetta mál
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 6.9.2007 kl. 00:04
Af öllum Ingvar, var ég alls ekki hneykslaður á þessari augýsingu. Mér finnst eins og Jón Gnarr sagði, að þetta sé nútímatrúboð, við hjónin erum ekki sammála um þessa auglýsingu - eins og þú getur rétt ímyndað þér, en ég er að þessu sinni hjartanlega sammála þér, og kemur það kannski mörgum á óvart því ég hef orð á mér sem bókstafstrúarmaður.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2007 kl. 12:57
Já, ég er alveg búinn að frétta af svona fimm manns sem hafa hneykslast. Biskupinn og talsmaður Biskupsstofu meðtaldir. Afgangur Kristinna hérlendis virðist hafa hlegið og fer að sjálfssögðu beint til HELVÍTIS fyrir vikið.
Annars kemur ekki á óvart að þið séuð ósammála hjónin - þessar kerlingar...
Ingvar Valgeirsson, 10.9.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.