Ánægjulegt

Hreint yndislegt - "strákarnir okkar" ná svona langt í keppni í póker - sem er um það bil bannaður á Íslandi. Ekki nóg með það, heldur er þetta ekki talið til íþrótta svo Sjónvarpið vill ekki sýna frá mótum í spilinu. En ef keppt er í golfi, boltasparki eða skák, sem einhverra hluta vegna teljast göfugri keppnisgreinar, má seinka fréttatímum og leggja heilu og hálfu dagana undir beinar útsendingar.

Pókerinn hefur það fram yfir aðrar íþróttir (fyrst skák er kölluð íþrótt hika ég ekki við að kalla póker íþrótt) að þar er jafnrétti í hávegum haft - konur og karlar sitja, allavega stundum, við sama borð og keppa hvert við annað. Af hverju er sér kvennaflokkur í skák?


mbl.is Íslendingar í úrslitum í heimsbikarmóti í póker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er örugglega skemmtilegra sjónvarpsefni en golf.

Ingvar Valgeirsson, 7.9.2007 kl. 11:17

2 identicon

Er í alvöru sér kvennaflokkur í skák?? Mér er stórlega misboðið

Húrra fyrir þér Ingvar 

Inga Þyri (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:49

3 identicon

Þessi færsla er í Bleðlinum í dag.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:45

4 identicon

ertu alveg búinn að tapa þér Ingvar? póker..... held það sé þá bara kvenna fata póker

RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband