22.10.2007 | 14:28
Fréttir og veður
Var að lesa Fréttablaðið áðan. Tróð gúllasi, súpu og nokkrum harðsoðnum eggjum í smettið á mér á meðan. Gaman að því. Margt er forvitnilegt í blaðinu. T.d. þetta:
Guðmundur Andri Thorsson segir í pistli sínum að Hannes Hólmsteinn sé nú þekktur sem einn helsti talsmaður mengunar í heiminum. Sannar þar með orð Hannesar að svo virðist sem allir, sem ekki skrifa hugsunarlaust undir það að heimurinn sé að farast, séu úthrópaðir villutrúarmenn og náttúruníðingar. Bendi enn og aftur á grein Hannesar.
Svo er ein fremur sorgleg frétt, hvar sagt er frá því að kona ein missti barn sitt og faldi líkið uppi á háalofti. Faðir barnsins fann það þegar hann "kom heim frá Írak þar sem hann sinnti herskyldu". Herskylda var afnumin í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.
Á sömu síðu er Vilhjálmur Einarsson beðinn afsökunar á að hafa verið kallaður Vilhjálmur heitinn í blaðinu í gær. Ég held að hann sé bara feginn að þetta er ekki satt.
Nú, annars var ég að spila á laugardaginn (þar fór fyrirhugað frí fyrir lítið) í einhverjum nýjum sal í keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Þar var eitthvað hresst og skemmtilegt fólk að gifta sig. Einhver var á síðasta snúning með hljómsveit í brúðkaupið og því var slegið saman hljómsveit um kvöldmat og látið vaða. Kynningin mín á sveitinni var að ég held ágæt - "Gott kvöld, við erum hljómsveitin Samviskubitarnir. Hljómsveitin var stofnuð fyrir þremur tímum síðan og við höfum engu gleymt". Salurinn er einn sá flottasti sem ég hef spilað í. Meira að segja sjónvarpsskjáir við pissuskálarnar á karlaklósettinu, sem ég verð að setja í "aðeins of mikið"-flokkinn.
Svo að lokum vil ég benda fólki á að Síessæ-Njú Jork-þátturinn í kvöld er fínn. Peintboll og geimverur, geðsjúklingar og gikkglaðar löggur. Verið svo hress.
Athugasemdir
Ekki eins glæsileg og setningin "Þegar maður er böstaður í tollinum eftir að hafa haft fyrir því að troða nokkrum kílóum af efnum upp í rassgatið á sér... ætli maður hugsi ekki: Hefði nú svo sem bara getað haft þetta í vasanum..."
Hún er Evrópumet.
Ingvar Valgeirsson, 22.10.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.