Vonn hitt vonders

Var bent á þennan lista - topp fimmtíu einsmellsundur. Hváði svo hátt að ég held það hafi mælst á jarðskjálftamælum. Hvaða erkiplebbi setur músíkanta eins og Gary Numan á lista yfir "one hit wonders"?. Maðurinn hefur gefið út tugi hljómplatna og átt fjölda laga á vinældarlistum - reyndar ekki í vel á þriðja áratug, en hittarar á sínum tíma samt.

A-ha - einsmellungar? Held nú ekki. Take on me er kannski vinsælasta lag þeirra, en að setja þá í þennan flokk ber vott um vankunnáttu, greindarskort og almenna dómadagsheimsku.

Frankie goes to Hollywood, Falco, Spandau Ballet... hvað er eiginlega að?

Skoðið listann samt, gaman að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

eins Sinead O'Connor og Bobby McFerrin

Guðríður Pétursdóttir, 22.10.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ætlaði einmitt að segja sinead o connor líka... en sá sem setur gary numan á lista yfir one hit wonders er réttdræpur. á bara ekki skilið að fá að anda og nærast.

í minum huga á hann hátt í tvö hundruð hittara. en down in the park og are friends electric voru þarna ofarlega, ef ekki bara efst, á listum fyrir, ja, nokkrum árum kannski. og svo stálu þær þarna sjúgabeibs frá onum..

annars spilaði norðlendingurinn knái fyrir okkur rush hér um helgina á ljósvakaöldum. og það sem betra er: the wizard.  ótrúlega glæst.... en reyndar var ekkert með numan...að þessu sinni

arnar valgeirsson, 22.10.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Numan er æði. Hann er samt ekkert sérlega þekktur í dag, nema hjá nördum eins og okkur. En að kalla hann vonnhittvonder er tær viðbjóður.

Hinsvegar ætti hverjum, sem nokkurntíma hefur átt útvarpsviðtæki, að vera ljóst að A-ha eru jafnlangt frá því að vera á þessum lista og Van Halen eða Pixies. Plebbar.

Norðlendingurinn knái er ljómandi. Enda að norðan.

Ingvar Valgeirsson, 22.10.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef voða gaman af svona listum.  En þessi er gallaður - eins og kannski flestir listar.  Þó að ég sé ekki aðdáandi Frankie Goes To Hollywood þá verða þeir og fleiri á listanum að njóta sannmælis.  FGTH var 3ja fyrirbærið til að eiga sömu vikuna lag nr. 1 og 2 á breska vinsældalistanum (hin voru John Lennon og Madonna).  Hljómsveit sem á samtímis lag nr. 1 og 2 á breska vinsældalistanum getur ekki fallið undir "eins lags undur".   

  Bara svo eitt dæmi sé nefnt umfram þau sem þið hafið nefnt. 

Jens Guð, 22.10.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta því við vegna þess að ég sá Europe illilega útbrunna hljómsveit spila í Færeyjum fyrir tveimur árum að sú hljómsveit átti annað vinsældalistalag,  Cherry.  Þó að Final Countdown sé í huga flestra í dag það sem Europe stendur fyrir þá var Cherry mjög vinsælt lag á sínum tíma.  En er flestum gleymt í dag.  Það gerir hljómsveitina samt ekki að "eins lags undri".

Jens Guð, 22.10.2007 kl. 23:16

6 identicon

Gary Numan er nánast eins lags undur of ef ekki væri fyrir Cars væri hann réttdræpur

Bubbi j. (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki nóg með að Frankie goes to Hollywood ætti lög samtímis í 1. og 2. sæti breska listans - þeir voru víst önnur hljómsveitin í veraldarsögunni til að koma fyrstu þremur smáskífunum sínum í fyrsta sæti sama lista - fyrsta hljómsveitin sem gjörði svo var víst Gerry and the Pacemakers.

Bubbi - minntu mig á að sparka duglega í rassgatið á þér fyrir þett akomment þitt um Numan. Hann er snillingur fyrir allan peninginn.

Hallur, Falco var snilli, átti ekki bara Kommissar og Amadesus - hann átti líka þrjú lög sem hétu öll Jeannie. Öll bönnuð í útvarpi og sjónvarpi meira og minna, en náðu samt gríðarlegum vinsældum. Skonrokk sýndi myndbandið við fyrsta lagið og urðum við þar með eina land Skandinavíu til þess.

Svo slær það mig verulega að Patrick Hernandez er ekki á einsmellsundralistanum með hittarann sinn Born to be Alive.

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 10:42

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hey - ég man eftir því... þoldi það ekki á sínum tíma, en myndi örugglega fíla það í dag sökum nostalklígjuheilkennisins míns. Jútjúba það.

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 13:19

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tarzan boy með Baltimora var líka ágætt. Eða ekki.

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 13:43

10 identicon

  Fyrirgefðu Ingvar minn það átti að standa rétttæpur, samanber máltækið "hann er rétttæpur þessi" því engan vil ég drepa og alls ekki eiga það á hættu að fá spark í afturendann frá Gary Newman aðdáenda næst þegar ég bregð mér í borgina.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 17:49

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Engin hætta á því - ég kem bara norður til þess að troða skónum á kaf upp í boruna á þér, svo andfýlunni verði skipt út fyrir kúkafýlu...

:)

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 20:05

12 Smámynd: Snorri Sturluson

Viðvera Numans á þessum lista

Snorri Sturluson, 23.10.2007 kl. 20:36

13 Smámynd: Snorri Sturluson

gerir það að verkum að hann dæmist dauður og ómerkur!

Annars er þetta skemmtileg pæling.  Hvar eru flytjendur á borð við Blue Zoo, Rene and Renato, Benny Mardones, Paul Hardcastle og jafnvel Aldo Nova?  Ekki má gleyma hinni tímalausu snilld Dancing On The Ceiling með Blancmange!

Snorri Sturluson, 23.10.2007 kl. 20:41

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Paul Hardcastle, maður... nanananana - na - na - nana - nanananana NÆNTÍN!

Svo vantar þarna gæjann sem söng We don´t have to take ur clothes off og Rockwell með Somebody´s watching me...

Annars á Aldo Nova varla heima á listanum heldur - hann átti nú nokkra hittara og hefur verið vinsæll sessjónspilari, bæði sem gítaristi og hljómbyrðingur. Einnig hefur hann pródúserað helling og samið lög fyrir aðra, nú síðast fyrir Clay Aiken ædolstjörnu.

Vissuði að hann spilaði með Bon Jovi, held hann hafi spilað fyrstu plötuna. Það var áður en Sambora var ráðinn. Aldo Nova spilaði meðal annars lagið Runaway, fyrsta hittara Bon Jovi.

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 21:55

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svo má ekki gleyma einsmellnungnum Joe Dolce með lagið Shaddap yo face, sem varð vinsælt í ársbyrjun 1981. Kom út skömmu seinna á íslensku og varð fyrsta útgefna lag góðvinar míns Eiríks Fjalar. Hét þá Æ og skammastu þín svo.

Norman Greenbaum átti svo einn smell, Spirit in the Sky. Það lag varð seinna eini smellur Doctor and the Medics. Gaman að því.

Fleiri einsmellungar - anyone?

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 22:07

16 identicon

Ram Jam með Leadbelly blúsbykkjuna Blakc betty

Bubbi j. (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:24

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mary Hopkin var saklaus ung stúlka og skjólstæðingur Paul McCartney fyrir 1970. Hún átti 1hittvondarann Those were the days.

The Knack með My Sharona.

Haukur Nikulásson, 23.10.2007 kl. 23:44

18 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sorry, sá að The Knack var á listanum

Haukur Nikulásson, 23.10.2007 kl. 23:45

19 Smámynd: Snorri Sturluson

Alveg rétt...amloðinn hann Jermaine Stewart!  Vinsældir lagsins voru að hluta raktar til þess að mæður táningsstúlkna keyptu plötuna og færðu dætrum sínum að gjöf...þar sem boðskapurinn var þeim að skapi.

Aldo Nova er vissulega flinkur og snjall, en líklega þekkja fæstir önnur verk hans en hið dásamlega stórvirki Fantasy.  Það var nú eiginlega á þeim forsendum sem mér datt í hug að setja hann í flokk einsmellunga. 
Ef mér skjöplast ekki spilaði Aldo Nova á gítarinn sinn í prufuupptökunni (demóinu) af Runaway, sem síðar rataði á fyrstu plötu Bon Jovi, en ég held að Sambora (frekar en Dave Sabo) hafi slegið á gígjustrengi í þeirri útgáfu sem heyra má á plötunni.  Þessi fyrsta plata Bon Jovi fer næst því í ansi stórum systkinahópi að geta talist áheyrileg...og það er í sjálfu sér svolítið sorglegt.  Það er svolítið merkilegt í sjálfu sér að jafn virtur gítarleikari og Nova skuli spila inn á prufuupptöku hjá New Jersey-gutta með hor, en skýringin liggur í því að gítargoðið eyddi talsverðum tíma í hina sögufræga hljóðveri Power Station, sem var í eigu Tony Bongiovi...náfrænda John Bongiovi, eins og hann hét í þá daga.

Þessi einsmellungapæling kemur líklega til með að halda fyrir mér vöku fram í miðjan nóvember.  Takk Ingvar.
Calloway (ekki Cab), Jane Child, var ekki Climie Fisher algjör einsmellungur?  Baltimora, Living In A Box, When In Rome...aaaaarrrrrrgggggggghhhhhhhh

Snorri Sturluson, 24.10.2007 kl. 00:17

20 Smámynd: arnar valgeirsson

one for you, one for me með la bionda. tímalaus snilld.

please don´t go away,

I´m ready and I´m able...

arnar valgeirsson, 24.10.2007 kl. 00:43

21 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvernig gat ég - og listinn - gleymt Cab Calloway. Hann fann upp einsmellinn. Nú er ég með Living in a box á heilanum og verð með það daginn á enda.

Climie Fisher áttu hittara á undan Love changes everything (sem er væntanlega lagið sem þú ert að meina). Það hét Rise to thje Occasion og var enn verra en megahittarinn, sem ég þoldi þó fremur illa þegar ég vann á birgðastöð KEA sumarið ´87.

Hvernig er með Two Unlimited og No Limits? Var það ekki þeirra eini hittari?

Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 10:36

22 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Limahl var náttúrulega í Kajagoogoo áður og átti þar hittara, t.d. Too Shy. Má telja svoleiðis með? Er þá ekki Phil Oakey úr Human League líka einsmellsundur með megahittarrann Electric Dreams, sem er jú líka úr eitísbíómynd?

Maður smyr sig...

Ingvar Valgeirsson, 24.10.2007 kl. 11:26

23 identicon

The Turtles - So Happy Together

Fool's garden - Lemon tree

Eru það ekki  von hit vonder?

Jökull Logi Litlifrændi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:21

24 identicon

Góðar pælingar hérna. Mér datt nú svo sum í hug lagið Touch Me með Samantha Fox en það var lag sem var barasta þrælgott á sínum tíma. Í dag veit ég náttlega betur Falco stóð alltaf fyrir sínu, og Europe lögin voru sungin hástöfum. En allar þessar pælingar fá mig til að hugsa til lagsins Spaceman með BabylonZoo eða eitthvað svoleiðis....... Munið þið hin eftir því lagi ?

Ingunn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 03:04

25 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Spaceman - var það ekki ´96 eða þar um bil? Var í Levi´s-auglýsingu ef ég man rétt. Gersamlega drap mig úrleiðindum, enda var ég ekki sérlega móttækilegur fyrir poppi á þessum tíma, var að hlusta á Jethro Tull, Rush og Yes - fannst allt vinsældapopp tær viðbjóður. Núna í "ellinni" hef ég fyllst umburðarlyndi og er allur rólegri.

Ingvar Valgeirsson, 26.10.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband