12.12.2007 | 18:30
Önnur leikaragetraun
Þar sem hún Guðríður snaraði síðustu getraun í rassvasann á mettíma - þrátt fyrir að hún sé stelpa - verð ég að henda fram annari getraun. Hér er hún.
Spurt er um leikara.
Hann flutti til Los Angeles upp úr 1960 og ætlaði að meika það sem leikari. Áður en hann hafði leikið nokkurn skapaðan hlut þar í bæ var hann að arka eftir Hollywood Blvd. og sá þar stjörnu með nafninu sínu. Kom honum mjög á óvart, en hann átti sumsé alnafna sem hafði verið mun frægari en hann. Hann breytti því nafninu sínu örlítið, lék í nokkrum myndum, gekk ekki nógu vel og ákvað því að snúa sér að öðru. Slysaðist svo aftur inn í bransann eftir að hafa unnið við ýmislegt, var t.d. rótari hjá mjög frægri hljómsveit á hippatímabilinu. Þá ákvað hann að breyta nafninu sínu aftur í upprunalegt horf.
Síðan þá hefur hann grætt milljónir á milljónir ofan, fráskilinn allavega tvisvar, á nokkur börn, er enn að leika og var bara nokkuð hress síðast þegar ég sá hann. Alnafninn, sem átti stjörnuna á Hollywoodgötu, er hinsvegar búinn að vera dauður í hálfa öld.
Hver er kallinn?
Athugasemdir
Ég gíska á Harrison Ford, bara smá gísk...var hann ekki rótari hjá the Doors?
Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 19:39
ekki tók þetta langan tíma heldur.. haha,. you are losing your touch
Guðríður Pétursdóttir, 12.12.2007 kl. 23:30
Laukrétt hjá Tryggva unglingi - Harrison Ford (sem gekkk undir nafninu Harrison J. Ford um tíma) er einmitt maðurinn. Var einmitt rótari hjá Doors. Tryggvi hefur unnið sér inn knús.
Ingvar Valgeirsson, 13.12.2007 kl. 10:29
Skrambanz! Af hverju sagðirðu ekki strax að það væri knús í boði?
Brynhildur (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:08
and most importantly afhverju fékk ég ENGIN verðlaun
Guðríður Pétursdóttir, 13.12.2007 kl. 14:18
Farðu bara í tónabúðina og þá færðu örugglega koss í verðlaun hjá litla froskinum sem er sískoppandi fyrir innan afgreiðsluborðið, það er Ingvar!
En til hans sja´lfs, er eitthvað varið í þetta nýja dót þarna, sjálfstillanlega "LesPallann" Kannski bara fyrir letingjana!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 16:50
Gibson hafa áður framleitt sjálfsstillta gítara, virkaði ekki þá og því sé ég ekki að það ætti að virka núna. Aðeins byrjendur myndu vilja svona nokkuð og ég sé ekki fyrir mér að byrjendur snari fram 200,000-kalli fyrir rafgítar. :)
Ef ég mætti velja mér Les Paul yrði þessi allavega ekki fyrstur á lista.
Ingvar Valgeirsson, 13.12.2007 kl. 18:29
Ég kem við hjá þér að rukka inn verðlaunin..
Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:57
Ja hvur fjandinn, 200000 kall!
Hlýtur þá að vera hugsað sérstaklega fyrir sífelt fleiri nýríka kínverja sem vita ekkert hvað á að gera fyrir óstýriláta syni, en sem eru að uppgötva rokkið!?
Magnús Geir Guðmundsson, 16.12.2007 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.