Bíóblaður

48 dvd er skemmtilegt. Þrátt fyrir að aukaefni sé af skornum skammti og engar úrvalsútgáfur á ferð, þá er þetta alveg málið fyrir mann eins og mig, sem man aldrei eftir að skila myndum. Sökum plássleysis og almennra sparnaðaraðgerða tími ég ekki að eyða jafnmiklu í myndir og hér áður fyrr og því er tilvalið að nýta sér 48 dvd. Kippti tveimur með í heimilisinnkaupunum um daginn í 10-11. Hér kemur ákaflega vel ígrunduð gagnrýni á þær:

Breach. Af hverju fékk Chris Cooper ekki annan Óskar fyrir hana? Fín ræma, fínir leikarar. Cooper er æði.

Night Listener. Miklu mun skárri en ég þorði að vona. Yfir meðallagi.

Ég keypti líka jógúrt þegar ég keypti þessar myndir - hún er búin.

Sjálfur hef ég þessa líka fínu bissnisshugmynd - sjónvarpsstöð fyrir andvaka fólk. Aðeins sýnt þrautleiðinlegt sjónvarpsefni og bíómyndin Riddick aftur og aftur. Alveg gratínerað svefnmeðal, virkar örugglega betur en nokkur fabrikkutilbúin kemík. Fannst vanta svona þegar ég lá andvaka í alla nótt - og Riddick-diskurinn, mitt uppáhaldssvefnmeðal, í láni einhversstaðar. Bévað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Hvað með Kundun eftir Scorsese?

ZzzzzzZzzzzzZzzzzz............. 

Haukur Viðar, 16.1.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hef ei séð hana. Skilst að þá sé betra að horfa á gamla Ellen-þætti.

Ingvar Valgeirsson, 16.1.2008 kl. 19:48

3 identicon

Ef viljinn er fyrir hendi er alltaf hægt að bæta við dvd myndum og stórum bókum í safnið. Sjáðu bara hvað mér hefur tekist á eigin heimili á undanförnum árum. Ég myndi hins vegar aldrei fjárfesta í 48 dvd því að ég vil varðveita þær myndir sem ég eyði peningunum mínum í og dvd myndir eru yfirleitt harla ódýrar núna á þessum allra síðustu tímum. En hafa ber í huga að þú ert kvæntur og til þess eru eiginkonur að þeim sé gegnt, jafnvel hvað varðar tilhögun bóka- og kvikmyndasafna á viðkomandi heimilum.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: arnar valgeirsson

sammála bjarna, nema þetta með eiginkonurnar.

enda algjörlega síngúll þrátt fyrir fríðleika og mannkosti... en gegni ekki tjellingum. lengi...

fyrir hvað fékk cooperinn óskarinn? var það lone star eða??

hann er algjörlega súperleikari kallfjandinn. einn sá besti. sástu seabiscuit? besta hohomynd ever.

arnar valgeirsson, 16.1.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kúper fékk Óskar fyrir Adaptation. Held það hafi verið sama ár og Christopher Walken var tilnefndur fyrir Catch me if you can, þannig að ég hélt með honum. Cooper hefði vel mátt fá styttu fyrir Breach og/eða Lone Star.

Báðir eruð þið singlar, Bjarni af því hann er bókaormur og sérvitringur, Arnar af því hann er illa lyktandi kommaskratti.

Annars kaupi ég stundum 48-flokkinn ef það er eitthvað sem ég býst ekkert endilega við að horfa á aftur og aftur. Nóg er nú af myndum í safninu sem hafa bara ratað einu sinni í spilarann.

Ingvar Valgeirsson, 16.1.2008 kl. 21:16

6 identicon

horfðu á ingva hrafn þá sofnarðu pottþétt eða ómega

RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 01:57

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Að horfa á Omega er álíka gáfulegt og að reyna að sofna við Dumb and Dumber - ég hlæ mig yfirleitt máttlausan.

Ingvar Valgeirsson, 17.1.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband