31.1.2008 | 16:18
Gjigg
Ég og Ingi Valur leikum okkur og fyrir aðra á Dubliner í kvöld. Þess má geta að staðurinn er í eldgömlu, forljótu og hálfónýtu húsi, eins og mjög eru í tísku þessa dagana hér í Reykjavík.
Rífum Sirkus - hlífum Dubliner!
Svo rennum við félagarnir í Swiss á Grundarfjörð á laugardaginn. Hressir. Þar höfum við leikið oft og aldrei verið leiðinlegt. Hlakka allverulega til.
Kannski, ef veður leyfir, skelli ég mér á Hverfisbarinn annað kvöld, hvar Hreimur og Einar Ágúst verða víst í stuði - Einar eflaust í meira stuði, enda á hann svo flottan gítar. Hann er svona, bara svona á litinn... gítarinn, það er - ekki Einar. Einar er allskonar á litinn. Var til dæmis einu sinni súkkulaðibrúnn, núna bara venjulegur.
Lag dagsins er hér. Jafnvel flottara hjá þessari kerlingu en hjá okkur Inga Val um daginn... nú eða hjá mér og Tryggva trúbba. Takið eftir munnhörpuleikaranum, sem sólóar þarna í nokkrum tónhæðum og skiptir um hörpu á milli. Vildi að ég væri jafnflinkur og hann.
Athugasemdir
ég hef líka spilað/sungið á grundarfirði.. það var þar sem ég komst að því að félagar mínir í bandinu höfðu látið mig hrista hristu án þess að halda takti, bara til þess ða hlæja að mér.. ég sjálf´tók ekki eftir því, en einhver glöggur grundfirðingur benti mér á það...
Good times
Guðríður Pétursdóttir, 31.1.2008 kl. 20:59
Jú, Grundfirðingar eru tónvissir og músíkalskir - gott fólk svona almennt. Þú reyndar líka, sko.
Ingvar Valgeirsson, 31.1.2008 kl. 21:45
Bendi á almenningssamgöngur landsins - það fer rúta til Grundarfjarðar!
Ingvar Valgeirsson, 31.1.2008 kl. 22:10
Kannski Einar muni flytja lag af nýju plötunni fyrir Ingvar og mig minnir að það heiti "Hvað ef við lokum" er það ekki Ingvar??
Svenni (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:09
taktu clapton fyrir mig, er á næturvöktum alla helgina en dilla mér samt í takt:-)
rabbabararúna (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 02:30
Mmmmmmm... dilla sér. Mmmmmmm...
Svenni, lagið heitir "Hvað ef við rífum þennan kumbalda og byggjum bara fallegt hús í staðinn".
Ingvar Valgeirsson, 1.2.2008 kl. 09:51
Hvað segirðu Ingvar, kenndi Lilli þér eitthvað á munnhörpu?
Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 22:35
Nei, Magnús, Lilli kenndi mér ekkert svosem á hörpuna, enda kann ég ekki neitt á hana. Hann hinsvegar kann vel að fara með hljóðfærið. Ég þarf endilega að fara að æfa mig eitthvað með hörpu.
Hallur, ég er að leika á Döbb alla þriðjudaga og með Inga Val þar alla fimmtudaga. Mættu bara vennever.
Ingvar Valgeirsson, 2.2.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.