Grundarfjarðarfárviðrisferðalagstúr

Jú, við strákarnir skelltum oss á Grundarfjörð hvar við lékum á þorrablóti hjónaklúbbsins á staðnum. Það var sko stuð, ekki síst af því að Tryggvi litli trúbadúr kom með og var í gríðarlegu stuði. Við vorum reyndar næstum foknir út af svona sirka tólf sinnum á leiðinni, en það var nú bara gaman.

Eníhjú, ballið var fínt og stuð á mannskapnum. Sjaldan sem fólk, sem hefur setið snæðandi frá eðlilegum kvöldmatartíma með tilheyrandi sulli, endist svona lengi á dansgólfinu. Myndi segja ykkur hvað við spiluðum lengi, en lögfræðingurinn minn bannaði mér það. Gaman að hitta Edda og Unni Birnu, sem og Jón Frímann, sem ég hafði ekki séð alltof lengi. Hann gaf mér bjór og ég gaf honum knús.

Svo má segja frá því að í Hyrnunni í Borgarnesi má fá eitthvað sem lítur út eins og kjúklingaleggur, en bragðast eins og þurrt kex. Held ég hafi einhverntíma smakkað arinhillu sem bragðaðist betur. Afgreiðslustúlkan var samt voða sæt.

Svo er þetta alveg nógu fyndið fyrir minn smekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og lögfræðingurinn þinn heitir...?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hann bannaði mér líka að segja það.

Ingvar Valgeirsson, 5.2.2008 kl. 12:54

3 identicon

Ha ha ha.....Bagglútur klikkar ekki.

Olga Björt (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:23

4 identicon

BaggAlútur meinti ég.

Olga Björt (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:23

5 identicon

Já Baggalúturinn brext ekki en það breytir því ekki að þessi skúr hefur aldrei verið neitt fyrir mér hann má því alveg vera þarna mín vegna ef einhverjar örfáar fyllibittur vilja það.

Einhversstaðar verða vondir að vera.............í sleik og pizza út fyreeeer.

Brynhildur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Grumpa

það er margt sem bragðast mjög undarlega í Hyrnunni. eru eflaust Borgfirskir sælkeraréttir sem við malbiksfólkið kunnum ekki að meta

Grumpa, 7.2.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband