22.2.2008 | 21:12
Júró
Á morgun munu þeir, sem hafa ekekrt skárra við peningana sína að gera, kjósa í undankeppni Júró. Gaman að því öllu saman og allt gott um það að segja svosem. Hinsvegar finnst mér eitt athugavert við framlög okkar til keppninnar.
Fyrir nokkrum árum fóru Einar Ágúst og Telma, dóttir Gústa í Ríó, út fyrir okkar hönd. Þau stóðu sig vel þrátt fyrir að klæðnaður ákveðinna aðila hafi vakið meiri athygli en lagið og flutningurinn. Sjálfum fannst mér það bara skemmtilegt.
Árið eftir fóru þeir Kristján Gíslason og Gunnar Ólason út og... ja, fengu ekki alveg jafnmörg atkvæði og Einsi og Telma. Þrátt fyrir að ég hafi lánað Gunnari þennan líka forláta MusicMan gítar til heilla. Gunnar þessi deildi á þessum tíma söngvarastöðu Skítamórals með Einari.
Ekki löngu síðar fór Birgitta Haukdal út, en meðal undirleikara hennar voru þáverandi unnusti hennar, Jóhann Bachmann, og Herbert Viðarsson - báðir meðlimir Skítamórals.
Hvers á Addi Fannar að gjalda? Meira að segja konan hans, sú ágæta manneskja, fékk að fara sem dansari eitt sinn, en hann er eini meðlimur Móralsins sem ekki hefur farið í keppnina. Þetta jaðrar við einelti og er hið versta mál.
Því legg ég til að við sendum hann ásamt fríðu föruneyti að ári með skotheldan hittara. Ef ekki verð ég að teljast sannfærður um að þjóðin sé að skilja hann útundan af því hann er rauðhærður.
Athugasemdir
Ertu að meina að hann hefði staðið sig betur en sá rauðhærði sem fór í fyrra?
Guðríður Pétursdóttir, 22.2.2008 kl. 21:27
Ingvar, þú verður að kjósa fyrir mig á morgun því ég verð í fjallagiggi og líklega ekki í símasambandi. Þú mátt kjósa Röggu Gröndal, Ceres 4, Baggalút eða ... bara eitthvað gott. Þér er hér með treyst fyrir atkvæðum okkar!
Haukur Nikulásson, 22.2.2008 kl. 21:37
Hahaha, þú bregst mér ekki, ert sannur drengskaparmaður og boðberi réttlætisins!
En veistu, hefði ekkert betra við peningana að gera, en í fyrsta sinn sem þetta dæmi fer fram mun ég ekki kjósa!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 22:15
Ég hef það fyrir reglu að kjósa, kjósi ég á annað borð, hvern þann sem ég þekki best persónulega. Það hefur glettilega oft, eins og t.d. nú, lík averið að mínu mati besta lagið. Buff og Gröndal - sófann til Serbíu.
Annars tel ég að eina lagið sem geti komið í veg fyrir að Heyheyheyhóhóhó taki þetta sé Jóróbandið.
Annars er þetta svosem ekki stórmál hjá mér.
Ingvar Valgeirsson, 23.2.2008 kl. 11:14
Þetta er klárlega vel skipulagt einelti. Sendum Adda Fannar út eftir ár, hvers þarf greyið maðurinn að gjalda? Hann er jú bróðir umboðsmanns Íslands, hann hlýtur að getað togað í nokkra spotta til að koma brósa að.
Matti sax, 23.2.2008 kl. 11:39
Vissulega fór Eiki út og er rauðhærður, en hann var kominn í Júrómafíuna áður en rasismi gegn rauðhærðum fór í gang... getur Bubbi ekki stofnað til tónleika vegna málsins?
Ingvar Valgeirsson, 23.2.2008 kl. 18:04
Bubbi er rauðbirkinn....
Svo held ég að sé rándýrt að senda svona sófa. Hvað ætli hafi kostað að senda sófann hans Palla hérna um árið?
Svo vann Friðrik ómar og Regína......"bylur hæst í tómri tunnu" sagði drengurinn í lokin. Þetta var bara fyndið. En hefði verið gaman að senda brúnkuliðið út.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 09:09
Jú, eftir blaðaauglýsingar, auglýsingar í bíó, samstarf við raftækjaverslun og stórar yfirlýsingar var svolítið gaman að sjá þá vinna ekki. En annað sæti er svosem ágætt.
Svo er Bubbi ekkert rauðbirkinn, hann er húrrandi sköllóttur. Var ljóshærður svona oftast. Batnaði mikið útlitslega við að verða sköllóttur eins og sumir gera.
Ingvar Valgeirsson, 24.2.2008 kl. 19:25
bíddu... var ekki stebbi stuð einu sinni í skímó... hvað með hann? Hann hefur ekki farið í júróvisjón svo ég viti til
magga hans einars (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:01
Ja... hann var ekki meðlimur, held ég, bara svona sessjónmaður. Hann fékk líka að taka þátt í undankeppninni, söng bakraddir í fjölda laga. Kannski er dúettinn "Stebbi og Addi Fannar" málið?
Ingvar Valgeirsson, 29.2.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.