29.2.2008 | 16:19
Dúbb
Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því að ég byrjaði að spila á Dubliner. Tíu ár. Á þeim tíma fannst mér tónlistarferill minn lofa góðu, en sl. tíu ár hefur lítið til ferilsins spurst.
Eníhjú, við félagarnir í Swiss erum að spila á efri hæð Dubliner um helgina. Ætlum að skemmta sjálfum okkur og öðrum, jafnvel æfa eitthvað af lögum. Binni bössungur er reyndar að ana á Ísafjörð á morgun og mun þá Ingólfur "krulludýr" Magnússon leysa hann af, væntanlega gera það vel eins og annað. Sá er meira að segja að fara að fá bréf upp á kunnáttu sína, en hann er að útskrifast úr FÍH um þessar mundir.
Svo er ég bara almennt hress og óska Bíbí frænku og öðrum afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn - þá sjaldan það er hægt með góðu móti.
Athugasemdir
bíbí og bjarna veigari kristjánssyni, syni bjána stjörnu líka. og bara öllum hinum. og til hamingju með tíu ára afmælið.
ferillinn er ágætur, byrjaði sem trúbadorinn geðþekki en er orðinn hljómsveitarpilturinn geðsvekkti og trekkti. allt betra en að vera geðþekkur sko.
líka allt betra en að vera sjálfstæðismaður, en þú veist ekkert um það.
arnar valgeirsson, 29.2.2008 kl. 18:07
Það er allt of kalt fyrir reykingafólk að fara út að skemmta sér. En þið standið ykkar pligt. Hefur ekki fækkað á Dubliner við reykingabannið???
Hólmdís Hjartardóttir, 29.2.2008 kl. 18:42
Ég óskað þér, Elkó og öðrum sambærilegum afmælisbörnum til hamingju með 10 ára afmælið!
Bjarni (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 23:37
Hólmdís - hefur þér ekki dottið í hug að hætta bara að reykja?
Eitthvað hefur fækkað sl. mánuði, en það er þó margt annað en reykingabannið sem spilar inn í. Annars er ég ekki hress með reykingafólk í dag, þeir sem fóru út að reykja í gær fóru yfirleitt ekkert út, heldur stóðu í gættinni með galopið út, svo gustaði inn og hitastigið á staðnum var farið að nálgast hættustig. En skárra að fá kvef en krabbamein samt.
Ingvar Valgeirsson, 1.3.2008 kl. 11:17
Oft hef ég hætt að reykja síðast í 5 ár. En fíknin er harður húsbóndi. Auðvitað stóð fólk í gættinni enda skítakuldi. Það er komið fram frumvarp á Alþingi þess efnis að leyfa reykkompur. Reykingar er mesti ósómi, ég skal viðurkenna það fúslega. Persónulega vildi ég bara sjá sérstaka staði fyrir reykingafólk, þá erum við ekkert að angra hina.
Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2008 kl. 14:34
Það er bara svo ferlega ógeðslegt að reykja innandyra. En setningin "auðvitað stóð fólk í gættinni enda skítakuldi" gæti lýst mörgum reykingamanninum ágætlega - ef þeir mega ekki vera inni að leggja aðra í hættu með óbeinum reykingum er um að gera að sýna fullkomið tillitsleysi með því að halda útidyrunum, sem og dyrunum að reykingasvölunum opnum allt kvöldið - í húrrandi frosti. Skilaboðin virðast vera "ef ég má ekki drepa þig með því að reykja ofan í þig ætla ég að gera mitt besta til að drepa þig úr lungnabólgu".
En svona er fíknin stundum - fullkomið skeytingarleysi fyrir öðrum, bæði heilsu og tilfinningum, kemur upp um leið og þarf að svala henni.
Ingvar Valgeirsson, 1.3.2008 kl. 16:20
Og þess vegna heldur maður sig bara heima
Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2008 kl. 17:22
ekki skammast svona út í okkur reykingafólk, við erum fólk líka:-)
rabbabararúna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:47
Já, bara ekki jafnlengi og aðrir...
Ingvar Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.