Ammæli

Bjórinn á afmæli í dag - 19 ár síðan bjórinn var leyfður, þökk sé Sjálfstæðismönnum. Gaman að rifja upp ummæli þingmanna sem voru á móti bjórnum...

Margrét Frímannsdóttir sagði nei, sagði það vera vegna þess að hún ætti tvo unglinga. Gaman að sjá hvernig kjörnir fulltrúar kjósa um lög eftir því hvað hentar best þeim sjálfum, en ekki fólkinu sem kaus þá.

Steingrímur Joð fór mikinn í andstöðu sinni og notaði stór orð - þarf svo sem ekki að koma á óvart að hann hafi verið á móti einhverju.

Undanfarnar línur voru skrifaðar bara fyrir Arnljót bróðurómynd.

Svona má reyndar lengi telja, en bjórinn var leyfður og á sumsé ammæli. 19 ára. Má drekka sig sjálfur eftir eitt ár. Kannski ég fagni afmælinu meðan ég leik á Dubliner í kvöld og fái mér, ja, eitt hvítvínsglas.

Jú, Swiss á efri hæð Dubliner í kvöld og við verðum eflaust hressir ef ég get sofið í dag. Gleymdi nefnilega að gera það í nótt, var að spila til kl. 5 og vaknaði snemma til vinnu. Nú, og ef ég sofna ekki fæ ég mér bara kaffistólpípu fyrir spilerí. Ætli það virki - hefur einhver prófað? Kommenta, gott fólk...

Ingvar svefngengill.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

var í svíþjóð og hlustaði á beina útsendingu frá gauknum í ríkisútvarpinu sænska. var bara fyndið.

bjórlíkið virkaði fínt. algjör óþarfi að leyfa þetta helvíti. ekkert rokk í því að fá sér venjulegan bjór lengur.

maður drykki kannski meira af almennilegum vodka í kók ef þetta væri ekki útum allt.

arnar valgeirsson, 1.3.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

bjór er næstum alltaf og mestmegnis oftast bestur eða bestastur...

hann má sko alveg eiga það... ég er að gefa honum það... í afmælisgjöf

Guðríður Pétursdóttir, 1.3.2008 kl. 20:40

3 identicon

spurðu Jónínu Ben hún getur sett pípuna í endaþ....á þér, það er nýja vinnan hennar.

hilsen gamli

rabbabararúna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband