ÍNN

Var að uppgötva stöð sem heitir ÍNN. Snilld. Sigurður Kári og Sóley Tómatsósa eru þar í spjallþætti. Ég held að m.a.s. gallhörðustu Stalínistar sjái að Sóley er ekki gáfaðri aðilinn í þeim þætti, svona fyrir utan dónaskapinna að grípa fram í fyrir Sigurði æ ofan í æ.

Rétt áðan sagði hún að VG hefðu aldrei staðið fyrir jákvæðri mismunun. Kynjakvótum, já, og fléttulistum - en aldrei jákvæðri mismunun. Ég hló hátt og snjallt, en hætti því þegar ég áttaði mig á því að hún var alls ekki að grínast.

Hún var áðan að tala mikið um launamun kynjanna. Ég bíð enn spenntur eftir að femínistar bendi á þó ekki væri nema eitt fyrirtæki sem er sekt um slíkt.

Eníhjú, bíð spenntur eftir Mannaveiðum. Svarið við spurningunni úr síðasta þætti Mannaveiða er Live and let Die - ef ég væri löggukall í þættinum væri ég búinn að bjarga mannslífi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þú ert ekki löggukall. og ekki í þættinum.

en tókst að selja gítar. bláan. til hamingju með það og hamingjan skín úr ungum gítarhetjuaugum.

arnar valgeirsson, 6.4.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, ég seldi ekki gítarinn, hann seldi sig sjálfur. Ánægjan í augum gítarhetjunnar ungu er einmitt það langbesta við djobbið.

Ingvar Valgeirsson, 6.4.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ingvar, þú ert stundum alfyndnasta fíflið á öllu blogginu!

Fyrir það fyrsta er alveg snilld rétt eins og þú kallar stöðina, að þú hafir ekki uppgötvað hana fyrr, þú sem gefur þig út fyrir að vera Sjalli í húð og hár! Þetta er fyrst og síðast stöðin ykkar, hugarfóstur Ingva Hrafns og sonar. Auðvitað fleir en hann þarna og skoðanir D, en stöðin er samt sérstaklega hönnuð af eigendunum með það fyrir augum að koma hans skoðunum og skoðanabræðrum á framfæri og svosem allt í lagi með það!

Í ljósi þess að hin þokkafulla handboltakempa og systir S.K. K. er að ég hygg tengd honum Snorra frænda þínum, skal sína þér visst umburðarlyndi að nefna yfir höfuð gáfur þegar sá ágæti herramaður á í hlut! En Ingvar, burtséð frá stjórnmálaskoðunum og greind, þér finnst hún Sóley sætari er það ekki?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Í fyrsta lagi, Magnús, þá er ég alls ekki Sjálfstæðismaður. Hef aldrei haldið því fram að ég sé það. Þeir hafa hins vegar oft virkað sem minnst geðveikasti maðurinn á hælinu.

Stöðina hafði ég ekki séð fyrr sökum þess að ég hef dregið úr sjónvarpsglápi og hafði ekki stillt hana inn á afruglarann minn.

Svo finnst mér svolítið verið að kasta handsprengju úr glerhúsi þegar þú setur út á að ég nefni Sigurð Kára og greind í sömu setningunni, en nefnir svo Sóleyju T. og fegurð í sömu setningunni strax á eftir.

Ingvar Valgeirsson, 7.4.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe, ekki stóð á svari, en ég spurði um fegurðina, fullyrti ekkert!

Þú sagðir uppgötva karlinn minn, þú íslenskuspekingurinn hlýtur að vita að sú sögn merkir að öðlast einhverja vitneskju og það í fyrsta skipti, þannig skildi ég þig og varð hissa! Og láttu nú ekki svona,þinn heittelskaði bróðir hefur nú örugglega tengt þig á svipaðan hátt svo ég hafi lesið, ekki vera viðkvæmur, hæfir ekki töffurum!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: arnar valgeirsson

nei, þú ert ekki sjálfstæðismaður. heldur það bara. ert eldrauður kommi inn að hjartarótum og ættir bara að fara að viðurkenna það.

en það er samt skemmtilegra þegar þú heldur að þú sért blámann.

arnar valgeirsson, 7.4.2008 kl. 18:16

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

lödu sport?

Guðríður Pétursdóttir, 9.4.2008 kl. 14:16

8 identicon

Ánægður er ég að þú hafðir gaman af þættinum.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:22

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, sko - jú, ég hef ávallt gaman af þegar Sóley tjáir sig. Þá heyri ég fylgið hrynja af Vinstri-Grænum...

Ingvar Valgeirsson, 14.4.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband