Sturlun

Sturla er í sjónvarpinu að tala um mótmælin sem fóru úr böndunum í dag. Efast um að greindarvísitala hans nái tveggja stafa tölu.

Að hans sögn áttu ekki að verða svona mikil læti, þetta bara æxlaðist svona. Þeir greinilega ganga alltaf með nokkur hundruð egg á sér, blessaðir.

Reyndar er myndskeiðið þegar steininum er hent í höfuð lögregluþjónsins með þvi svakalegra sem ég hef séð í innlendum fréttum. Þessi svakahnulli hefði hæglega getið steindrepið mann. Vona og bið að hann nái sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ingveldur mín, nú talar þú eins og fávís lögga í barsmíð...

...ungmennin sem komu síðar til þess að sýna stuðning við bílstjóranna komu með eggin eftir að benzínstöðin hætti að selja egg... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.4.2008 kl. 20:59

2 identicon

Sammála þér Ingvar.

Framkoma vörubílstjórana hefur verið óþolandi og kominn tími á að lögreglan tæki á þeim sama hversu mikið Hrafnkell Daníelsson reynir að verja þá með sínum frábærum rökum: "þeir byrjuðu". Hef ekki séð slíka röksemdarfærslu síðan í 7 ára bekk. 

Þetta eru glæpamenn sem á að læsa inni.

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: arnar valgeirsson

loxins loxins.

þýðir ekki að trilla oní bæ alltaf með mótmælapjöld og syngja óð, með lögguna vaktandi liðið.

gera eins og frakkarnir.

djöfull er bjössi ánægður með að löggan fái eitthvað að gera. en hann og þessi lummuríkisstjórn þurfa líka að taka sig á. heldur betur.

nú, eða bara segja af sér sko. bestast.

arnar valgeirsson, 23.4.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fasista, já - Keli minn, mér finnst þú fara fullfrjálslega með það hugtak. Lestu hvað þú sjálfur skrifaðir á síðuna þína, 12 atriði sem skilgreina fasisma og sjáðu að það hefur aldrei átt verr við hérlendis en nú. Svo heitir það "hentugleikastefna" en ekki "hentileikastefna" og greinilegt að þú þarft að fletta orðinu upp, þú ert að misskilja meininguna.

En ég fyrirgef þér þessa sneið, vegna þess að eftir gífuryrðasúpu þína síðustu vikur sjá allir að það er ekkert að marka þig.

Það var kominn tími á að löggan sýndi þeim - eftir allnokkrar aðvaranir - að það er ekki liðið að menn loki fyrir umferð hvar og hvenær sem þeim sýnist. Svona athæfi, sem er fullorðnu fólki til skammar, er hættulegt, stofnar fólki í hættu og veldur saklausu fólki verulegum óþægindum. Það eru miklu merkilegri baráttumál í gangi með minna veseni.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 21:28

5 identicon

Það er ekki nóg með að þú sért SÓLAGEISLI í annars ömurlegum heimi sem bloggið er (óþrifið almenningsklósett) heldur ertu SÓLARGEISLI sem vermir hjörtu annars glataðra sálna sem minnar minn kæri

En ég segi GO LÖGGAN GO LÖGGAN GO LÖÖÖÖGGAN.  Ánægður með að yfirvaldið sé loksins að sýna að þeim er alvara og megi tukta aðeins lýðinn til.  Vona að alvöru glæpamenn fái að kenna betur á því líka bara...

Og Sturla, leggðu trukknum þínum heima hjá Birni Bjarnasyni eða einhverjum sem getur breytt þessari verðlagningu á fjúeli.  Hættu að trufla mig á götum úti.  (Hér væri við hæfi að segja ANNARS...) en sem allt elskandi friðarsinni sleppi ég því. 

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: arnar valgeirsson

ingveldur er eins og sólargeisli í óþrifnu almenningsklósetti. lýsir upp skítinn.

arnar valgeirsson, 23.4.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Gulli litli

Af hverju hækka ekki bara vörubílstjórar verdid á thjónustinni eins og tarf til ad mæta auknum kostnadi^???????? Er ég svona hrikalega vitlaus???? 

Gulli litli, 23.4.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gulli litli, það ert ekki þú sem ert vitlaus. Það eru einhverjir aðrir. Ein af ástæðum þess að þeir eru spinnegal er sú að þeir eru búnir að undirbjóða hver annan þvers og kruss og hafa þessvegna ekki mikinn tolerans fyrir auknum kostnaðarauka. Svo eru jú menn eins og Sturla, sem aka um á bílum sem eyða 80 lítrum á hundraðið...

Þú ert jú samt pínu vitlaus, en í jákvæðustu merkingu þess orðs. Gaman að segja frá því að ég var lpksins núna að láta framkalla einnota myndavélarnar sem ég notaði á þorrablótinu þar sem við spiluðum. Mér sýnist að við höfum skemmt okkur ágætlega.

Sýsli - Björn getur ekki lækkað heimsmarkaðsverð á olíu. Þakka samt hlýleg orð í minn garð (thank you for those warm words in my garden). Ég man þá tíð er þú varst ekki svona jákvæður í garð laganna varða... híhíhíhíhí.

Annars held ég að það sé varla hægt að ásaka lögregluna um að vera leiðinlegir við bílstjóra að ástæðulausu, allavega ekki aftie atburði gærdagsins. Þá brunaði strolla af trukkum upp að Bessastöðum, hvar forsetinn sat á fundi með Abbas frá Palestínu. Það eina sem lögreglan gerði þá var að taka myndir, þrátt fyrir að þeir hefðu skýlausar heimildir til að ganga mun lengra en það. Mér finnst það sýna svolítið að bílstjórarnir hafa svolítið verið að vonast eftir ólátum.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Gulli litli

thad væri gaman að sjá hversu vel við skemmtum okkur.....

Gulli litli, 23.4.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér sýndist þó valdi sekemmta sér best. Hann er með Jókerbros á öllum myndunum hvar hann sést.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 23:15

11 identicon

Ég segi nú bara - til hvers að hafa lögreglu ef hún má ekki berja aðeins á lýðnum.

Ríkið búið að fjárfesta heilmikið í lögreglunni - menntun, útbúnaður, bílar, táragas etc - það er ekki góð fjárfesting ef þetta safnar síðan bara ryki! Ætli táragas hafi ekki líka "best fyrir" - má ekki þá nota það, á bara henda því á haugana?

Hans (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:21

12 Smámynd: arnar valgeirsson

var ekki búinn að fatta þetta hansi, en auðvitað var þetta dót að renna út enda engan veginn nóg notað. ef einhverjir vitleysingar standa á vegi sem löggan vill að færi sig á gangstéttina þá er best að meisa liðið.

svo hafa ekki verið neinar svona óopinberar, tala nú ekki um opinberar, aftökur lengi og spurning hvort það ætti ekki að nota allt þetta nýútskrifaða lið í smá hreinsun bara. ég meina, skotfærin duga fjandakornið ekki endalaust heldur.

hreint land, fagurt land.

arnar valgeirsson, 24.4.2008 kl. 12:22

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Held reyndar að skammbyssu og riffilskot renni ekki út svo glatt. Ég gæti mögulega, ef það væri ekki ólöglegt, haft eilitla reynslu af því að skjóta af riffli, höðnum skotum síðan á fyrri parti síðustu aldar. Hefði þá, ef ég hefði tekið þátt í þessu ólöglega athæfi, mögulega hitt beint í mark. Markið hefði þá verið gamall ísskápur á ruslahaug. Engan hefði mögulega sakað.

Ingvar Valgeirsson, 24.4.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband