James Bond-getraunin

Best að gera tilraun. Mig langar að koma með bíógetraunir, kannski nokkrar, um leikara (eða kannski leikstjóra, leikkonu, tónlistarmann eða eitthvað) sem tengjast James Bond beint eða óbeint. Þetta geri ég eingöngu vegna þess að ég þarf ekki að fara að sofa og leiðist.

Spurt er um leikara.

Hann spilar á hljóðfæri og stundar íþróttir af miklum móð.

Hann hefur leikið í vampýrumynd.

Hver er?

Líklega er þessi erfið, en maður veit aldrei þegar Jósi er á vappi um netheima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Ingvar - þetta er bara einn maður - og enginn annar en Christopher Lee - og karakterinn úr Bond '74 The Man With The Golden Gun er Francisco Scaramanga. Eitthvað hefur téður leikari duflað við golf og enn meira nuddað sér upp í frægustu vampíru sögunnar eða sjálfan Dracula.

Guðmundur Egill Erlendsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 07:01

2 identicon

Bíddu aðeins - ég á eftir að bæta aðeins í þetta þar sem að CL er búinn að gefa út hljómplötur og spilar þar á vandmeðfarnasta hljóðfærið - raddböndin... hana nú - hrektu þetta....

Gwendr aftur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 07:13

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, alls ekki hann, en ágiskunin er góð. Með "hljóðfæri" var ég ekki að meina rödd. Lee reyndar stundaði íþróttir lengi, t.d. skylmingar, en gerir það ei lengur sökum þess að hann er áttatíuoghellingur ára gamall. Manstu, ég sagði "af miklum móð", svona til þess að tryggja mig.

Eníhjú, góð ágiskun, en ekki rétt. Enginn vindill.

Ingvar Valgeirsson, 24.4.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gerard Butler?

Kristján Kristjánsson, 24.4.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Onei. Ekki hann.

Ingvar Valgeirsson, 24.4.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband