Alveg nógu fyndið

Ég spyr bara eins og fávís kona - af hverju er þetta ekki til á myndbandi?
mbl.is Davíð boðaði Sigurð Kára á leynifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski þetta hafi verið neyðarlegt þegar upp kom að Sigurður Kári hefur bara eitt stefnumál, að koma áfengi í matvörubúðir.

....maðurinn sem látið hefur nappa sig akandi undir áhrifum.

Magnað stöff, en djókurinn góður og Davíð alltaf með húmor.

Hólmur Hannsteins (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fávís kona, hvað segir mamma þín við þessu?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.7.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: arnar valgeirsson

sigurður kári væri einmitt maðurinn til að leiða nýjan flokk - right.

en til hamingju með fallega frammistöðu á rásdvö. við biðum og biðum og atli ætlaði að herja á þig með óskalög en þurftum að fara að kaupa skó. fyrir grænland sko. gátum ekki hringt.

i was made for loving you beibí. neyðist til þess enda ertu systir mín. en þú klikkaðir. líka á dion. bömmer

arnar valgeirsson, 26.7.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rás tvö?

Nú hef ég greinilega misst af einhverju,hverju?

En Ingvar minn, Sigurður Kári er.. æ, sleppum því!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú annars, Sigurður Kári er víst eitthvað tengdur Snorra frænda ykkar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

znilld

Hólmdís Hjartardóttir, 27.7.2008 kl. 03:34

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ingibjörg, ertu að segja að ekki séu til fávísar konur?

Magnús, gott þú stoppaðir og slepptir fullyrðingu. Þeir sem mest tjá sig um menn eins og Sigurð virðast æði oft vera þeir sem helst ættu að sleppa því.

Hann er mágur Snorra. Gaman að þú skildir minnast á það, því hér má sjá svolítið sem hún skrifaði um menn sem tjá sig um bróður hennar.

http://habbakriss.eyjan.is/2008/01/21/oheppnasti-maður-dagsins/

Arnljótur, þú hefðir mátt hringja inn með óskalög sem ég kann - konan hans Maggatrommara hringdi inn og bað um Celine Dion og Heart. Skellihló svo á eftir.

Ingvar Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 15:41

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Með "hún" hér að fan meinti ég konan hans Snorra, sem er einmitt systir Sigurðar Kára. Gleymdi að taka það fram.

Ingvar Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 19:51

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ingvar,  Svo sannarlega eru til fávísar konur, en mér þykir það hæpið þegar karlmenni eins og þú getir ekki kannast við eigin heimsku, heldur þarftu að líkja þér við fávísa konu.   Veit vel að þetta er orðatiltæki, en alveg örugglega búið til af karlmanni.

Ég er ekki femínisti, en vil samt gæta jafnræðis.

Takk fyrir heimsóknina á mína síðu og tillöguna sem er í anda karlmennis eins og þér.

Á ég kannski að gefa henni mánaðar áskrift af Sýn eða sportrásinni? ha? 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.7.2008 kl. 20:31

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Væri ekki réttara að segja "karlmennis eins og þín"?

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort þú ert að grínast eða hvort þú ert svona viðkvæm.

Ingvar Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 21:17

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég sá, Ingibjörg, af viðbrögðum þínum við kommentinu mínu á síðunni þinni að þú ert greinilega ekki að grínast. Þú ert í fúlustu alvöru svona mikil væluskjóða.

"Karlmenni eins og þú" og "í anda karlmennis eins og þér" (vitlaust fall) - þessar tilraunir til kaldhæðni sýna mun meira um þig en mig. Varðandi þetta með Sýn eða Sportrásina þá sýnist mér á síðunni þinni að þú hafir meiri áhuga á keppnisíþróttum en ég. Þú hinsvegar virðist telja mig sjálfhverft karlrembusvín og því hljóti ég að vera íþróttaáhugamaður. Getur verið að þú viljir setja fólk svolítið í dilka?

Svo segir þú "en mér þykir það hæpið þegar karlmenni eins og þú getir ekki kannast við eigin heimsku, heldur þarftu að líkja þér við fávísa konu" - þar áttu líklega við það sem ég segi í færslunni hér að ofan. "Ég spyr bara eins og fávís kona - af hverju er þetta ekki til á myndbandi?" Ég myndi halda að það þyrfti óheyrilegt magn af fúllyndi, minnimáttarkennd eða öðrum neikvæðum elementum til þess að fara í fýlu út af þessu.

Ef setningin ætti að vera raunverulega móðgandi myndi hún líklega vera "ég spyr bra eins og kona". Með því að hafa orðið "fávís" inni í setningunni er sýnt að til séu aðrar konur en fávísar.

Venjulega hefði ég ekki nennt að skrifa svona mikið, en það er ekkert í sjónvarpinu, börnin sofnuð og ég er í stuði.

Ingvar Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 23:26

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, voða læti eru þetta seint á sunnudagskveldi Ingvar!? ERt nú aðeins of harður við konuna, en látum það nú vera.

En elsku karlinn minn, Sigurður Kári Kristjánsson, HÁTTVIRTUR þingmaður, er líkt og annar vinur okkar hann HHG, því marki brenndur, að sjást ekki fyrir í kapphlaupi sínu að sýna eigið ágæti og sanna!

Ef ég myndi nenna, þá gæti ég setið hér fram á morgun að telja upp "afrek" Sigga litla á hans þó ekki lengri ferli en raun ber vitni.Læt bara nægja, að minna þig á hans snilldarhugmynd (sem hann var auðvitað mjög ánægður með til að byrja með að hafa komið með) að mæla með Birni Bjarnasyni nokkrum sem nýjum oddvita D listans í borgarstjórnarkosningunum 2002! Þarf líklega ekki að rifja það upp fyrir þér hversu góð uppástunga það reyndist svo vera!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2008 kl. 01:06

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, í ljósi þess að reykvískur almenningur kaus R-listann með Ingibjörgu Sólrúnu sem oddvita átta árum fyrr hefur það kannski ekki þótt svo vitlaust...

Ingvar Valgeirsson, 28.7.2008 kl. 09:07

14 identicon

Hvaða bull er í þessum Magnúsi? Sjálfstæðisflokkurinn var einum manni frá því að fá hreinan meirihluta 2002, var það ekki? Er það hræðilegur árangur?

Álit mitt á BB er ekki neitt svakalegt en hann er ekki versti oddviti síðustu ára hvort sem litið er til hægri eða vinstri.

Skúli (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:10

15 identicon

hihihihi það er greinilegt að Ingibjörg þekkir þig ekki mikið!

Brynhildur (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:00

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það aftrar henni þó ekki í að gera mér upp skoðanir. Greyið...

Skúli - ég er eiginlega sammála, Bjössi Bjarna er síst verri en sumir þeirra sem vermt hafa borgarstjórastólinn síðustu árin. Hann á það allavega sameiginlegt með Sigurði Kára að maður veit hvar hann stendur, ólíkt sumum sem haga sér eftir vindátt hverju sinni.

Ingvar Valgeirsson, 28.7.2008 kl. 13:23

17 identicon

En var ekki frasinn "eins og fávís kona úr sveit"?

Haukurinn (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:43

18 identicon

Ég veit það ekki en ég er úr sveit og er ekki fávís .........en þetta gæti verið eins og með orðið heimskur sem var áður heima skur....eða sá sem ekkert vissi því hann aldrei fór af bæ og kynntist engu nýju.

Brynhildur (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband