Meira bíó

Sá á vísipunkturis að hin stórgóða bíómynd Mýrin hafði hafnað á topp tíu-lista Times Online yfir bestu glæpamyndir í gervallri veröldinni. Hún á það eflaust og umdeilanlega skilið svosem, örugglega langbesta íslenska bíómynd sem gerð hefur verið. Á reyndar eftir að sjá Blossa...

Eníhjú, myndavalið var samt skrýtið...

1. Silence of the Lambs. Auðvitað er hún stórgóð. Hver sem heldur öðru fram hlýtur að vera plebbi.

2. Darkness in Tallinn. Hef ekki séð hana, en hyrt góða hluti. Spurning um að panta kvikindið.

3. Transporter. Ja, ef á að dæma bara eftir skemmtanagildinu má allt eins setja Debbie does Dallas á listann. Skemmtileg, já... en góð, neeeeeei.

4. Usual Suspects. Sjá númer 1.

5. Freebie and the Bean. Ekki séð hana.

6. Once upon a Time in America. Ljómandi fín ræma, en ekki á topp tíu að mínum dómi. Ekki einu sinni á topp tuttugu. Topp fimmtíu lítur ekkert sérstaklega vel út heldur. Spurning um hvort hún flokkast sem glæpamynd.

7. Fargo. Sjá númer 4.

8. Reservoir Dogs.  Hún á að vera á topp fimm. Hún á eiginlega að vera á listanum, nokk sama hvað hann er stuttur. 

9. Jar City. Það er greinilega útlenska og þýðir Mýrin.

10. The last of Sheila. Hún er nú ekki betri en svo að ég sofnaði yfir henni fyrir tuttugu árum síðan. Spurning um hvort það er kominn tími á annan séns. 

Ég ætlaði að skrifa topp tíu-listann minn, en hann breyttist sirka fleirihundruðogfimmtíu sinnum meðan ég var að hugsa hann upp. Reservoir Dogs, Manhunter, Silence of the Lambs, Heat, The Killing eftir Kubrick, Usual Suspects... skelli Mýrinni með, bæði af því hún er frábær og jú líka vegna þjóðarrembings. Það er jú móðins að vera stoltur af því að vera Íslendingur í dag.

Mér sýnist reyndar sumir þeir stoltustu vera fólk sem hefur lítið annað afrekað en að hafa fæðst á Íslandi, en tala um hversu vel "við" höfum staðið okkur.

Eníhjú, hér er listinn; 

http://entertainment.timesonline.co.uk/tol/arts_and_entertainment/film/article4614905.ece

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, þetta er álíka einfalt og að þú reyndir að setja saman topp tíu yfir bestu gítarleikarana, sólóin, plöturnar eða hvað, vonlaust dæmi sem myndi breytast frá degi til dags í það minnsta.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hmm skrýtinn listi. Vantar kannski Pulp Fiction og örugglega einhverjar fleiri. Ég náði Last of Sheila í þrem atrennum. Sofnaði tvisvar.

Kristján Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 11:20

3 identicon

Ef maður er ekki sammála svona topp tíu listum kemst maður þá á topp tíu lista yfir smekkleysu?

Heimurinn væri ömó ef allir hebbðu sama smekk.

Ég er viss um að ég kemst á topp tíu lista yfir eitthvað, spurning hins vegar hversu jákvætt er að vera á slíkum lista?

Brynhildur (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 12:47

4 identicon

Blossi var outdated nafn þegar myndin kom út, þetta var lélegur orðaleikur, símanr e-r kindar var 810551 og gæinn las blossi. Þegar myndin kom voru símanr okkar orðin 7 (tölu)stafa og hefði hún því átt að heita sblossi. Sem hefði að sjálfsögðu verið miklu fyndnara.....afsakið

beggimix (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já...

...ég verð að segja 'Dead men don't wear plaid'.

Stórgóð glæpamynd.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.8.2008 kl. 15:06

6 identicon

Gvarri! hvernig var með taking of Pelham 1,2 og svo framvegis?

beggimix (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Pelham 1, 2 og Reykjavík fer frekar í skemmtilegu deildina... hún var samt góð. Reyndar kannski bara verulega góð. Ætli hún sé ekki á topp fimmtíu allavega. Það er gott, miðað við hversu ógeðslega margar myndir ég hef séð gegnum tíðina. Hefði samt átt að sleppa Riddick.

Það held ég nú aldei o.s.frv.

Ingvar Valgeirsson, 29.8.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband