50 millur

Stundum er leiðinlegt að hafa rétt fyrir sér. Í niðurlagi þessarar færslu ritaði ég:

"Gott gengi íþróttamanna erlendis er nebblega ávísun á enn frekari fjárstuðning hins opinbera (okkar) við áhugamál annara. Skítt með launakröfur kennara, lögregluþjóna, hjúkrunarfólks - þar er aldrei til peningur. En fyrir íþróttafólk er vasinn alltaf djúpur og nóg í honum."

Þá sjaldan maður hefur rétt fyrir sér þarf það endilega að vera eitthvað svona. Mér dettur æði margt í hug sem hægt væri að gera við féð áður en það fer í að styrkja boltaleiki. Er ekki verið að henda fjölskylduhjálpinni á dyr vegna ógreiddrar leigu?

 


mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er nú gott mál.

En við hefðum átt að sleppa Öryggisráðinu, getum sparað í Utanríkisráðuneytinu...og víðar.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 12:32

2 identicon

Ekki má gleyma 300 millunum sem B.N.A fékk til að drepa fólk í Írak, fyrir þann aur má reka sambýli í nokkur ár. Svona sem dæmi.

Fatlaðir Íslendingar hafa náttúrulega unnið nokkur gull á ólympíuleikum, hefur grísinn nælt skrauti í þá íþróttamenn? Hefur einhverjum dottið í hug að rúlla þeim upp hverfisgötuna?  

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:03

3 identicon

ææ mér finnst þetta svolítið sérstakt. Ríkisstjórnin borgaði líka 2 ferðir fyrir menntamálaráðherra og eiginmann hennar fram og til baka til að vera viðstödd í Peking.

Ég á að vera að fara að eiga barn núna fljótlega og ég hef nú meiri áhyggjur af því að ljósmæður fari í verkfall heldur en hvort handknattleikssambandið eigi nóg af peningum.... Finnst nær að setja einhvern pening í það heldur en hitt, og eins og fram hefur komið er verið að fjölskylduhjálpina á gaddinn, eitthvað er tvísýnt með meðferðarheimilin og það starf og svo mætti lengi telja..

Er ekki nóg að þeir unnu silfrið og fái Fálkaorðuna? Svo var símastyrkurinn sem eflaust margir hafa hringt í og gefið 1000kr. til að styrkja ferðina þeirra út.

Sandra (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef það gengur svona vel - á þá ekki að vera hægur leikur að safna styrktaraðilum? Er ekki leikur einn að fá styrki frá einkafyrirtækjum? Maður hefði haldið að VISA, Kaupþing, Bónus og Holtakjúklingur sæju hag sinn í að fá að nota liðið til að auglýsa.

Ingvar Valgeirsson, 26.8.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, Sandra - takk. Ef þið hin viljið styrkja liðið, styrkið það þá sjálf með því að hringja í söfnunarsímann. Ekki brúka skattfé í þessa vitleysu, allavega ekki meðan starfsmenn í heilbrigðis- mennta og löggæslugeiranum eru að segja upp vegna lágra launa.

Ingvar Valgeirsson, 26.8.2008 kl. 13:09

6 identicon

Niðurgangur:

Undan hvaða steini skreiðst þú??? Held að þú ættir bara að skríða þangað aftur.

Sambandi við færsluna, að ENGIN þjóð í heiminum með population undir milljón hefur unnið til verðlauna í liðaíþrótt á stórmóti. Þetta er ótrúlegur árangur og svona fýlupúkar eins og þið ættuð bara að sleppa svona öfund og leiðindum.

Palli (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:44

7 identicon

Alltaf gaman þegar ég fæ fólk til að ávarpa niðurgang. Eins og það sé persóna.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:49

8 identicon

Palli: Hvað er að þér? Niðurgangur kemur úr rössum en ekki skríðandi undan steinum. Lærðir þú aldrei líffræði? Eða er prikið svona langt uppí rassinum þínum að þú hefur aldrei fengið niðurgang?

Elvar (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:55

9 identicon

Það er peningum vel varið sem settir eru i íþróttir sem er mesta og besta forvarnarstarf sem til er.  Á því leikur enginn vafi.  50 milljónir er ágæt fjárhæð en í annað eins eyðum við, t.d í listir og menningu.  Stákarnir eiga þetta skilið en þá eiga hin samböndin skilið annað eins enda lepja þau dauðan úr skel sinni þessa dagana.  Vil sjá alla fá það sama

Hallur (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:57

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Aðeins íþróttamoron myndi detta í hug að kalla það öfund þegar einhver vill ekki setja milljónatugi í hobbíið þeirra.

Hallur, ég er sammála þér með eitt, ég vil sjá þá alla fá það sama - ekkert. Fólk á að borga hobbíið sitt sjálft. Það er ekkert sjálfsagt við að það fé, sem er rifið af okkur í skatt um hver mánaðarmót, sé notað til að niðurgreiða tómstundagaman annarra. Það að íþróttasamband fái tugi milljóna núna kemur líklega svolítið eins og blaut tuska í smettið á ljósmæðrum, sem er alltaf sagt að enginn peningur sé til handa þeim.

Ingvar Valgeirsson, 26.8.2008 kl. 16:40

11 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Grundvallaratriðið ætti auðvitað að vera að hver borgi sitt tómstundagaman úr eigin vasa. Fólk almennt þarf að átta sig á þessu. Peningarnir sem renna til handboltaliðsins eru flestir úr vasa þeirra sem engan áhuga hafa á handbolta og myndu nota féð í eitthvað þarfara fengi það einhverju ráðið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.8.2008 kl. 17:26

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jamm, það er oft eins og fólk fatti ekki að peningarnir komi einhversstaðar frá - viðkvæðið er "þetta er allt í lagi, ríkið á nógan pening".

Ingvar Valgeirsson, 26.8.2008 kl. 18:00

13 identicon

Ingvar, þetta er ansi góð færsla. Þú hlýtur að vera vinstrisinnaðasti maður sem nokkurn tíma hefur kosið íhaldið...

Annars eru spurningar í þessu. Til dæmis er þessi árangur landsliðsins á Ólympíuleikunum svakaleg landkynning. Kæmi mér ekki á óvart þótt þessar fimmtíu milljónir skiluðu sér aftur inn í hagkerfið á næsta ári með auknum ferðamannastraumi. Ég tek reyndar fram að ég er sjálfur alveg sammála þér að fólk eigi að standa straum af sínum hobbíum sjálft. En ég er samt hræsnari í því, því ég myndi með glöðu geði þiggja styrk frá utanríkisráðuneytinu ef ég væri á leið til útlanda til að stunda listir. Og þess vegna get ég eiginlega ekki með hreinni samvisku fordæmt útlát ríkisins í íþróttir. Allavega ekki að fullu.

Hins vegar tek ég heilshugar undir að þetta er fáránleg tímasetning til að ausa aukapeningum í handboltann. Þessar fimmtíu milljónir hefðu eflaust verið vel þegnar á horuðum heilbrigðisstofnunum landsins. Svo er líka spurning hvort handboltahreyfingin þarf á aukapening að halda. Eins og bent hefur verið á væri eflaust auðvelt að sækja fjármagn í einkageirann, söfnunin hefur tvímælalaust skilað miklu í kassann og svo er eitt sem ekki má horfa framhjá. Þessi árangur hefur vakið Íslendinga til meiri vitundar um handbolta en verið hefur um árabil. Er ekki viðbúið að nú flykkist krakkar í handbolta? Ég vænti þess að foreldrar þurfi að borga einhver félagsgjöld fyrir krakkana sína... Fitna þá félögin ekki á því?

Æ ég veit það ekki... Svínarí og skítur.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:26

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar er að mínu viti íhald í skápnum. Hann er a.m.k. alltaf tiltölulega snöggur að verja þá þegar ég hrauna yfir þá ólundinni minni

Við erum þó yfirleitt sammála um það að ríkið eigi ekki að fjármagna áhugamál og dellur fólks, bara helstu samfélagslegu nauðsynjar.

Haukur Nikulásson, 26.8.2008 kl. 22:22

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hallur, það er stórkostlegur misskilningur að íþróttir séu mesta og besta forvarnarstarf sem völ er á.  Tja, lygi reyndar, frekar en misskilningur, þessi mantra hefur bara gengið svo lengi að fólk er farið að trúa henni.

Sannleikurinn er sá að krökkum sem hafa áhugamál og stunda þau utan skólatíma er síður hætt við að lenda í rugli en öðrum.  Skiptir litlu máli hvort þau eru í handbolta, badminton, skák, kór, læra á klarinett eða hvað sem er annað.  Í þessu samhengi koma reyndar hópíþróttir verst út - enda eru sukkpartí eftir leiki vel þekkt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:32

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hef einmitt margoft heyrt að íþróttir séu voða góð forvörn, en aldrei heyrt hvaðan menn hafa þann heilaga sannleik. Mestu sukkboltar sem ég kynntist í æsku voru einmitt fótboltastrákar. Enda engin furða - fullt herbergi af pungsveittum strákum eftir leik, það veit á óreglu.

Eyvindur, það er rétt að þetta getur verið landkynning. En það getur tónistin þín (eða einhvers annars) verið líka og það alveg án þess að menn séu á spenanum. Það er eflaust fullt af kompaníum sem eru til í að splæsa einhverjum millum fyrir að láta fyrirtækisnafnið tengjast handboltaliðinu núna, svo það ætti ekki að vera þörf á þessum ríkisstyrk - sem bæ ðö vei er greinilega afgreiddur í gríðarlegri fljótfærni og ekki hugsað til enda. Strákarnir voru varla komnir úr sturtu þegar málið var afgreitt.

En ég vil taka fram að ég er ekkert á móti handbolta sem slíkum, tel hann einna skemmtilegustu hópíþrótt heims. En ég tel bara ekki að hann eigi að vera ríkisrekinn.

Ingvar Valgeirsson, 27.8.2008 kl. 11:21

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hvað um 5 eða 6 millurnar, á ekkert að nöldra út af þeim líka, Ingvar minn!?

En hvernig svo skoðanabróðir þinn hann SOS. ætlar að fara að því að standa við þessa skemmtilegu fullyrðingu hér að ofan um að þeir peningar sem fari nákvæmlega í handboltan séu frá þeim sem vilji það ekki, það þætti mér gaman að vita.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.8.2008 kl. 20:43

18 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnús - hvaða 5 eða 6 milljónir?

Jú, það er þannig að þegar skattfé er notað í annarra manna hobbí, þá kemur það oftast úr vasa þeirra sem hafa ekkert gaman af téðu hobbíi. Hvernig hefði verið að láta bauk ganga á Arnarhóli í dag, þá hefðu örugglega safnast allnokkrar millur - frá fólki sem vildi styrkja íþróttina, ekki frá þeim sem engan áhuga hafa á henni.

Bottom læn, einu sinni enn - ekki nota skattfé í að styrkja áhugamál. Það er litlu skárra en þjófnaður.

Ingvar Valgeirsson, 27.8.2008 kl. 20:57

19 identicon

Mér finnst hugmyndin með baukinn á Arnarhóli ansi fín en koma heldur seint.

Ég stend með ljósmæðrum, kennurum, leikskólakennurum, lögregluþjónum og hjúkkum.........en ég er kanski svona mikil lumma af þeim sökum að ég er móðir tveggja barna sem mér er mjög umhugað um......en ég mun koma til með að greiða þeirra tómstundir úr eigin vasa en þætti fínt að fá aðra og þarfari þjónustu niðurgreidda.

Af handboltapiltunum að segja þá eru þeir algjörar núðlur!

Brynhildur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:13

20 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hvernig dæmið þið áhugamál frá .. já því sem er það ekki??

Guðríður Pétursdóttir, 27.8.2008 kl. 23:31

21 identicon

Heilbrigðisþjónusta og leikskólar eru til dæmis ekki áhugamál, þótt yfirvöld virðist stundum halda að starfsfólkið sé þar af einskærum áhuga og þurfi þess vegna ekki laun.

Ég er alveg sammála þér því, Ingvar, að tónlist geti verið jafn góð eða betri landkynning og Ólympíusilfur - en hjá öðrum markhópi kannski. Og svo það sé á hreinu er ég alveg sammála þér að þetta er kjánaskapur. Bara kjánaskapur með margar hliðar.

Eyvindur (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:25

22 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég dæmi ekki um hvað er áhugamál - það má fletta þessu upp í orðabók, þar er væntanlega skilgreining á orðinu. Eins og Eyvi bendir á þá eru nauðsynlegir hlutir í mannlegu samfélagi ekki áhugamál. Íþróttir eru hobbí, sjúkrahús eru það ekki.

Ingvar Valgeirsson, 28.8.2008 kl. 16:40

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

5 til 6 millur = Þorgerður K.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 23:21

24 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Rétt er það... en af vherju minnist enginn á kostnaðinn við forsetann?

Ingvar Valgeirsson, 29.8.2008 kl. 10:50

25 identicon

Ja, hann fór þó allavega ekki nema einu sinni. Kaþólikkinn fór tvær ferðir. Kannski alveg réttlætanlegt að forsetinn og ráðherra íþróttamála fari á þennan viðburð, en ekki tvisvar.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband