Mótmælis

Kunningjakona mín reyndi í gær að fá mig til að koma með sér að mótmæla einhverju. Skildist á henni að það ætti að vera í dag, en er þó ekki alveg viss. Hverju átti að mótmæla náði ég ekki alveg, enda var það víst aukaatriði. Aðalatriðið að "vera með og sýna samstöðu, sko". "Sýna mátt fólksins". 

Ég held að hún sé búin að stimpla mig kvistling fyrir að brosa aðeins að henni.

Í framhaldinu fór ég að hugsa... hvar eru Sturla og vörubílstjórarnir eiginlega núna? 

Nú, saga af litlum átta vetra frænda mínum, sem er svolítið klár:

Pabbi hans sagði, vonandi meira í gríni en álveri, að fyrst allt væri að fara til fjandans, eða þegar komið þangað, væri ráð að flytja bara til útlanda. Frúin tók ekki vel í þetta, en litli strákurinn færðist allur í aukana og þótti þetta prýðishugmynd. Honum var bent á að hann þekkti engan í útlöndum og ætti enga vini þar, en honum þótti það ekki mikið mál. "Ég þekkti heldur engan þegar ég fæddist hérna!"

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

hann á afmaul í dag

arnar valgeirsson, 27.10.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: arnar valgeirsson

hún á afmaul hún ingveldur

arnar valgeirsson, 27.10.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: arnar valgeirsson

hún er talsvert eldri en meðalaldur karlmanna víðsvegar um heim

arnar valgeirsson, 27.10.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: arnar valgeirsson

og til hamingju með það. mamma.

arnar valgeirsson, 27.10.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hamingvar með alnæmið.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.10.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Stulli er að stofna stjórnmálaflokk.. guð veit að við höfum þörf á fleirum.. en til hammó með ammó

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 22:19

7 identicon

litli frændi minn á eina allgera snilld. þegar pabbi hans var að skamm´ann og endaði með því að spyrj´ann, "viltu kannski að ég rassskelli þig?" svaraði guttinn um hæl, " ahh pabbi, veistu ég bara nenni því ekki". krakkarnir hafa réttu svörin :)

tjokko (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:48

8 identicon

Já, til hamingju félagi!

Bjarn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einar - takk sömuleiðis síðan í fyrradag.

Svenni - já, það er rétt, það væri gott að fá fleiri valkosti. En það er nóg af hálfvitum á þingi, svo það er ekki pláss fyrir Sturlu.

Arnljótur - þú ert kommi.

Bjarni - takk.

Tjokkó - híhíhí.

Ingvar Valgeirsson, 28.10.2008 kl. 11:33

10 identicon

Hér er sparnaðarráð í kreppunni!!  Keðjureykingar!

Photobucket

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:32

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hálfviti!!!

:)

Ingvar Valgeirsson, 28.10.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband