Matur er mannsins megin

Nýverið fór landslið Íslands til útlanda og vann gull. Tvö silfur líka. Voðalega lítið fór fyrir þessu í fjölmiðlum, allavega sá ég óttalega lítið fjallað um málið.

Þetta var kokkalandsliðið, sem kom heim með gull og silfur í farteskinu. Keppti þar við erlenda kokka sem hafa miklum mun betri æfingaaðstöðu og fjármagn og hafði betur en flestir. Engin skrúðganga, enga fimmtíu millur í styrk, engir ráðherrar í móttökunni (held ég örugglega), engin bein útsending í sjónvarpi frá komunni. Engin forsetahjón eða ráðherrar að grúppíast utan í þeim í útlandinu á kostnað hins almenna skattborgara.

Skil þetta ekki. Ekki allir spila handbolta, en allir éta - ekki satt?

Að öðru - kom við á leigunni í morgun eftir að hafa hent Sveppi á leikskólann og fékk mér pylsu. Fór að spá í hversu óheyrilegt magn af lélegum bíómyndum hlýtur að vera til. Á hverju ári koma nokkrar ferlega fínar, slatti af nokkuð góðum og svo eflaust dobía af sorpi. Allt er þetta jú samt smekksatriði, því hvað einum finnst snilld finnst öðrum rusl. Til dæmis eru nokkrar sem mér finnst krapp þó menn hafi almennt vart haldið vatni yfir þeim og gagnrýnendur hlaðið þær lofi. Jafnvel að einhverjir hafi fengið Óskar.

Gladiator er ein af þeim sem mér finnst ofmetnar. Ömurlegt krapp og ætti að berja einhvern duglega fyrir að gefa Russel Crowe Óskarinn fyrir að puðast þarna í herfilega illa skrifuðu hlutverki. En sumum finnst þetta alveg frábært.

Hinsvegar sá ég þarna á leigunni mynd sem ratar á botn tíu-listann enídei. Held að allir sem séð hafa (blessunarlega eru þeir eflaust fáir) geti verið mér sammála um að Timecop 2 eigi að fara í bræðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Ekki allir spila handbolta, en allir éta“

-Var þetta kappát?

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, kappeldun. Einhverskonar.

Annars er alveg spurning um að gera kappát að Ólympíugrein - þekki nokkra sem gætu komið heim með sifur, jafnvel gull.

Ingvar Valgeirsson, 31.10.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Við erum nú greinilega sammála um fleira en skál. Gladiator er alveg herfilega ofmetin ræma, þar gæti ég ekki verið meira sammála þér. Russel greyið Crowe á ekki upp á pallborðið hjá mér síðan hann fékk óskarinn fyrir það moð. Samt var það náttúrlega ekki á nokkurn hátt honum að kenna að hann skyldi fá verðlaun, svona er maður vitlaus .

Heimir Eyvindarson, 31.10.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, er ekki einhver fimmtánhundruð manna akademía sem ákveður hver á að fá styttur? Skrýtið lið.

Ingvar Valgeirsson, 31.10.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband