9.11.2008 | 19:19
Æsseiv, KK, Yoko, stuð og fjör
Sá eitthvað viðtal við Sigurð Einarsson, sem var þar til fyrir skemmstu stjórnarformaður Kaupþings. Þar var hann spurður hvort það væri rétt að Davíð Oddsson hafi haft í hótunum við hann þegar þeir voru staddir í Washington fyrir nokkru síðan. Hann hugsaði sig um drykklanga stund og sagði svo eitthvað eins og "ja, fyrst þú spyrð" og játaði því svo að Seðlabankastjóri hafi haft í frammi "óþægileg" orð og verið með almenn leiðindi og hótanir.
Sigurður fær ekki nein verðlaun fyrir þessa leikframmistöðu. Ekki það að Davíð er víst skapstór og allt það, en ég gat ekki annað en spurt mig hvernig á því hafi staðið að spyrjandinn hafi frétt af þessu. Voru vitni að þessu? Varla hefur Davíð farið að hóta manni frammi fyrir fjölda fólks. Ef engin voru vitnin má telja nokkuð morgunljóst hver það var sem lak þessu í fréttamanninn, hvort sem það var beint eða óbeint.
Auk þess var ekki annað að sjá en að Sigurður teldi neinn hjá bönkunum bera neina ábyrgð á neinu. Allt einhverjum öðrum að kenna. Ríkisstjórn eða Seðlabanka, bara ekki honum og hans fólki. Fyrst óhóflegar lántökur voru ekki bannaðar með lögum var sjálfsagt að framkvæma þær. Ekki spurt um afleiðingarnar, þetta var ekki bannað. Eins og allt sem ekki er bannað sé gáfulegt.
Annars nenni ég ekki að skrifa meira um svona í bili, nóg af misgáfulegum skrifum um þessi mál frá misgáfuðu (eða í sumum tilfellum bara hreint alls ekki neitt gáfuðu) fólki hér á blogginu.
Eníhjú, var að spila í brúðkaupi í gær og launa þar með brúðgumanum marga stórgreiða síðan í gamla daga. Skaust frá milli atriða og sá KK leika á Rósenberg. Með honum voru Steini Hjálmur á gítar, Jón "góði" Ólafs á Hammond (með þennan fína Hammond sem Einar hestur tjáði mér að héti A-100), Þorleifur í Egó á bassa og fyrrum vinnufélagi minn, Ásgeir Óskarsson, lamdi húðir. Allt saman ákaflega smekklegt og laust við hávaða og leiðindi. Meira að segja Vegbúinn, sem mér hefur alltaf fundist alveg Nóbelsverðlaunalag í leiðindum, varð bara fellega flott og skemmtilegt. Vona að þetta band starfi eitthvað áfram, væri gaman að sjá þá aftur og þá helst lengur en ég gerði í gær.
Staðurinn er líka alveg feykifínn og smekklegur og góður andi þar inni. Þar er líka betri kranabjór en víðast annarsstaðar. Svo sá ég þarna konu sem lítur út eins og Danny Pollock. Hefði tekið myndir en hafði engan kubb.
Svo sagði ágætur leigubílstjóri mér svolítið fyndið í gær varðandi Batmanljósið í Viðey. Yoko kom í fyrra og kveikti á því. Þá kom upp REI-málið. Svo kom hún núna og þá kom kreppa. Því er tilvalið að banna henni að koma aftur, þó ekki væri nema bara fyrir það að hún er ljót og leiðinleg belja. Mig langar að segja eitthvað eins og "mér er alveg sama þó hún sé frá Japan, hún er samt Taílensk mella", en ég geri það að sjálfsögðu ekki.
Athugasemdir
He he he, þú ert fyndinn. En ég held að þú verðir að gefa Sigðurði kredit, þessi saga er búin að ganga um lengi, það eina sem hann þurfti að gera var að staðfesta að hún væri sönn. Tælensk mella láttu ekki svona. Batman ljós, láttu ekki svona. Ég segi: Give war a chance. Er ekki búið að gefa þessum helv. frið nógu mikinn séns og sjáðu hvert það hefur leitt okkur!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.11.2008 kl. 22:46
yoko er frábær söngkona og listamaður. sé batman ljósið á hverju kvöldi út um eldhúsgluggan og finnst það flott. bíð bara eftir að batman komi og reddi málunum og lemji nokkra í leiðinni.
sigurður sagði þetta fyrir nokkrum dögum og nú keppast semsagt allir við að komast til botns í þessu. sem er væntanlega ekki hægt.
hann ber svo sannarlega sína ábyrgð, þó hann vilji það ekki. davíð líka. en þessir dúdar gömbluðu bara bigtæm og nú er fullt af fólki að missa íbúðirnar sínar. er furða þó fólk sé farið að herma eftir helga hós? kominn tími til maður.
arnar valgeirsson, 9.11.2008 kl. 22:50
Sigurgeir - þó sagan hafi gengið lengi er ekki þar með sagt að hún komi ekki frá Sigurði upphaflega. Mér fannst hann bara alls ekki sannfærandi. Han fær seint djobb sem leikari í það minnsta.
Give war a chance - góð hugmynd. Enda hefur gott og hressilegt stríð aldrei drepið neinn.
En það sama á við um Yoko og Sigurð, ég er ekki alveg að kaupa þetta. Fæ allavega á tilfinninuna að friður sé ekki endilega helsta mál á dagskrá hjá Yoko. Athyglissýki eða gróði, veit ekki hvort. Virkar alltaf á mig sem ljónheppinn tækifærissinni sem sló innanhússmet í að detta í lukkupottinn.
Þess má geta að Hannes Bufftrymbill átti feykiflottan bol hér í eina tíð. Flennistór áletrun prýddi hann, "Still pissed at Yoko".
Arnar - ertu ekki hress?
Ingvar Valgeirsson, 9.11.2008 kl. 23:59
make glove not war:)
ingom (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.