Nú?

Ég ætlaði að skrifa Bjarna-brandara, en ákvað að sleppa því. Ljótt að skíta svona í buxurnar, gott að vita upp á sig skömmina og segja af sér. Veit um allavega tvo ráðherra sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar.

Segi það eitt um Bjarna að það þarf gott par af kúlum til að koma fram eftir svona og segja af sér. Enn stærra par af kúlum ef hann ætlar sér að horfa á Spaugstofuna á laugardaginn!

 Samt synd og skömm, þar sem mér sýndist hann á stundum vera önnur af litlu ljósglætunum í Framsóknarflokknum. Nú er Höskuldur einn eftir. Viðurkenni reyndar að ég er ekki hlutlaus, þar sem hann er gamall nágranni minn og pabbi hans heitinn, sem var gull af manni, fermdi mig. Reyndar í félagi við annan prest, þurfti tvo til.

Nú, bendi á inntv.is, hvar hægt er að nálgast Vitleysu-þættina. Þeir eru reyndar mistækir, stundum reyndar bara ekkert fyndnir. Ásráður, karakter Þórhalls Laddasonar, klikkar samt alls ekki. Hann hefur ráð undir rifi hverju, reyndar alltaf sama ráðið, en gott ráð.

Í þessum þætti kemur hann fyrst fram, líklega þegar ca. korter er liðið á þáttinn. 

Lag dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjagni Hagðagson aldeilis búinn að dgugla í bgækugnag.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Var honum nokkuð stætt á öðru en að hætta? Einhverjir hefðu jafnvel hlaupið í sjóin vegna svona ótrúlegs klaufaskapar, eða þá að þeir eru bara reknir fyrir megintilgangin sem helgaði meððalið, sem í bjarna tilfelli var að vega svona aumlega og úr launsátri að eigin flokksfélaga! Finnst mér raunar að það eigi að vera mun umhugsunarverðara en að Bjarni hafi sagt af sér og það sjálfviljugur eða ekki!?

En "Lag dagsins" er gott og vel valið, en sá misskilningur hefur stundum heyrst að þetta sé blús, en er nú meira svona Sálarkyns hygg ég að sé betra að segja.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband