Skjárinn og blaður

Var að pæla - Skjár einn vill a Rúv hætti að auglýsa. Ég sem slíkur og sjálfur er ekkert svo hrifinn af því að Ríkið sé í samkeppni við einkaaðila, en er samt ekki alveg að kaupa þetta.

Rúv selur auglýsingatímann talsvert miklu hærra verði en aðrir. Það er eðlilegt, þar sem fleiri horfa á stöðina en aðrar. Mér er sagt (það var sagt mér það) að innlend framleiðsla, t.d. Idolið,Logi Bergmann, Júróvisjónforkeppnin, Spaugstofan og annað þvílíkt, selji auglýsingar betur en annað efni. Skjárinn býður ekki upp á mikið af því, man bara eftir Singing Bee svona í svipinn, þar sem Landsins snjallasti hvarf af Skjánum einhverra hluta vegna. Sakna samt Teiknileikni.

Menn eru óhressir með að Rúv fái þrjá milljarða í forgjöf af skattfé okkar, en sé samt á auglýsingamarkaði. Hvað ef Rúv mætti ekki auglýsa? Gríðarlegar tekjur kringum íslenska þætti myndu hverfa og hvað kæmi í staðinn? Líklega aukin framlög frá hinu opinbera, skattpeningunum okkar. Dettur reyndar margt í hug sem frekar mætti eyða þeim í, sérstaklega núna - t.d. í skattalækkun.

Mun fólk og fyrirtæki auglýsa meira á Sjá einum ef Rúv dettur af markaðnum, eða munu auglýsingarnar hverfa yfir í aðra miðla, t.d. dagblöð, netsíður eða auglýsingskilti? Mun það sumsé gera eitthvað fyrir Skjáinn ef Rúv, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur, hverfur af auglýsingamarkaði? Eða eru menn kannski ekki að sjá ágæti Skjásins sem auglýsingamiðils? Það hlýtur að virka að auglýsa, sérstaklega hér á suðvesturhorninu, meðan lýðurinn horfir á Dexter búta mann og annan sundur og menn kjósa hvorn annan heim í Survivor. Allavega virkar það á mig - ég hef aldrei étið jafnmikið af KFT (Kenntökkí fræd tjikken) eins og þegar Magni tók þátt í Rokkstar um árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er það eiginlega rangt að RÚV selji auglýsingarnar talsvert dýrara en einkastöðvarnar. Jú, listaverðið er hærra, en RÚV er hins vegar jafnan með alls kyns tilboð í gangi (til dæmis 70% kreppuafslátt nýlega), auk þess sem þau hafa boðið alls kyns fríbirtinga- og vöruskiptasamninga, sem eru í eðli sínu ekkert annað en undirboð.

Svo þarftu að hafa eitt í huga: Um leið og RÚV hverfur af auglýsingamarkaði (sem mun gerast, spurningin er hvort það verður nógu snemma) munu áherslur í dagskrá þar breytast. Þá geta þeir væntanlega ekki lengur yfirboðið hinar stöðvarnar með aðstoða ríkispeninga við kaup á efni, og þar af leiðandi missa þeir út einhverja af söluhæstu liðunum, sem munu þá væntanlega ganga yfir á einkareknu miðlana. Þannig að þetta jafnar sig út. Og nei, eftirspurn eftir sjónvarpsauglýsingum mun ekki minnka þótt RÚV sé ekki á auglýsingamarkaði. Það er alveg ljóst. Ef svo væri myndu samtök auglýsenda ekki lýsa yfir vilja til að losna við RÚV af auglýsingamarkaði.

Þú ert full fljótur að slá því föstu að það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði tákni skattahækkanir. Mun sjálfsagðara væri að það þýddi löngu tímabæran niðurskurð hjá þeirri ágætu stofnun. Launin þar eru í kjánalegri kantinum og dagskráin er í samkeppni við einkareknu miðlana, sem er alls ekki í samhengi við menningarhlutverk það sem Ríkissjónvarpinu er ætlað.

Og þú hefur greinilega lítið horft á SkjáEinn undanfarin ár... Í augnablikinu eru þrír íslenskir þættir í gangi, ef mig misminnir ekki, og ég man ekki betur en að þeir hafi verið fleiri síðasta vetur...

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég reyndar horfi á Skjáinn mest allra stöðva, en ég get ekki með góðri samvisku talið Innlit/útlit með... man alveg þegar þeir voru fleiri. Misgóðir, reyndar, eins og annarsstaðar. Hvað er meira, Singing Bee, Innlitsviðbjóðurinn og...?

Annars er ég ekki með neinar fullyrðingar, bara að velta málinu fyrir mér. Til dæmis hefur þessi 70% kreppuafsláttur (væntanlega til að valda enn meiri kreppu hjá samkeppnisaðilum) ekki verið mikið nefndur í umræðunni, allavega ekki svo ég hafi heyrt. En vöruskiptasamningar gerast víða, en ættu síst af öllu að viðgangast hjá Ríkisbatterýi eins og Rúv. Afslættir, undirboð og fríbirtingar eru vandamálið, að öðru leyti mætti Rúv svo sem alveg auglýsa mín vegna - á fullu verði nóta bene. Held ég.

En ég held að þegar og ef Rúv fer af auglýsingamerkaði munu forsvarsmenn þess byrja að grenja út meiri pjéning á fjárlögum.

Hinsvegar ítreka ég að mér finnst sem Skjárinn hljóti að vera góður auglýsingamiðill. Þarna eru fínir þættir fyrir allskonar fólk, en þó meira fyrir yngra fólk, sem ætti að vera betra skotmark auglýsenda (fólk yfir fimmtugt hlýtur t.d. að vera búið að ákveða hvort það drekkur kók eða pepsí) og allnokkuð um endurtekningar á öllum tímum sólarhrings. Þetta er sú stöð sem ég horfi líklega mest á og hef á stundum gert í að eiga viðskipti við þá sem auglýsa þar - svona af því mér finnst gaman að fá að horfa á Dexter drepa vona kalla án þess að borga krónu fyrir það.

Hér í eina tíð var ég á því að Rúv væri komið á tíma, alveg komið að því að einkavæða draslið, sérstaklega eftir að þeir kúktu í brók á þjóðhátíðardaginn fyrir átta árum. Ekki það að ég hafi endilega skipt um skoðun, ég bara þori ekki að segja "einkavæða" lengur... :)

Ingvar Valgeirsson, 23.11.2008 kl. 00:17

3 identicon

Geim tíví, maður! Rjómi íslenskrar dagskrárgerðar. Nei heyrðu, ég er svo að gleyma Vörutorginu!!!

Annars verð ég að segja að RÚV má alveg auglýsa, eins og þú segir, ef þeir eru ekki í samkeppni við hina miðlana. En mér finnst að það þurfi líka að ganga lengra. Þeir eiga ekki heldur að keppa við hina miðlana við kaup á efni - bara láta einkareknu miðlana bítast og hirða leifarnar - og það á að takmarka auglýsingamínútur á RÚV. Bannað að auglýsa inni í miðjum þáttum og hafa þak á auglýsingatímum á milli þátta. Svo geta þeir bara keypt ódýrara efni og leyft Skjánum og Deathstar að fá rest.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Gulli litli

Fyrirgefðu, en ruv er bara að standa sig....

Gulli litli, 23.11.2008 kl. 09:28

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er bara ekki enn búinn að fyrirgefa Rúv, eftir að þeir sýndu bara fóbbolt meðan suðurland var í sárum eftir jarðskjálftann forðum. Kannski er ég langræknn og leiðinlegur, en, jæja...

Hinsvgar er margt ótrúlega gott í dagskrárgerð Rúv, bæði í sjónvarpi og útvarpi, enda talsverðar skyldur á herðum batterýsins. en varla geta þeir verið að yfirbjóða mikið, þar sem Stöð tvö hefur náð feykivinsælum þáttum frá þeim, dettur í hug bara í svipinn bæði Latibær, sem ætti nú að selja Stöð tvö nokkrar áskriftir, og svo Simpsons.

Skjárinn hefur líka staðið sig vel hvað varðar erlent efni - af hverju buðu hinar stöðvarnar ekki upp á t.d. C.S.I., Survivor og fleiri þætti sem voru jú alveg gratíneraðir til vinsælda?

Ingvar Valgeirsson, 23.11.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Hahahahahahahahahahahhahahahaha.

Róbert Þórhallsson, 23.11.2008 kl. 14:57

7 identicon

RUV fer af auglýsingamarkaði. Stöð 2 draslið og Skjárinn fara samt á hausinn og þá verða engar auglýsingar í sjónvarpinu lengur. Hljómar spennandi.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, þá verða allavega ekki lengur jólaauglýsingar í október, svona til að taka Pollíönnu á þetta...

Ingvar Valgeirsson, 23.11.2008 kl. 22:12

9 Smámynd: Tryggvi Hübner

Þetta var toppleikur og óþarfi að trufla hann útaf einhverri jarðskjálftadruslu.

Ha.

Tryggvi Hübner, 25.11.2008 kl. 03:34

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Leikurinn fór eflaust 0 - 0 og var æsispennandi!

Ingvar Valgeirsson, 25.11.2008 kl. 10:28

11 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Ok, elsku bestu piltar.

Game-TV væri ábyggilega alveg frábær þáttur (amk. er efnistökin næg) ef ekki væri fyrir þessa kjána stjórnendur.  Þeir haga sér eins og 15 ára pjakkar, sem væri kannski allt í lagi ef þeir væru ekki nær okkur í aldri en við viljum af láta.

Vörutorgið er ekki "dagskrárgerð" og alls ekki á vegum skjásins.  Vörutorgið er fyrirtæki tveggja fjárglæframanna, hvar annar þeirra stundar einnig að berja konu sína í gríð og erg.  Á milli þess sem hann selur þér batterísknúna sokka til að halda á þér hita.   Hinn eigandinn vann sér það helst til frægðar að setja tvö líknarfélög næstum á hausinn með "góðmennsku" sinni, þegar hann var að svíkja út peninga í þeirra nafni.

Í guðs bænum ekki rugla saman dagskrárgerð og svona auglýsingaskrumi.  Og ekki versla af Vörutorgi, þeir eru glæpamenn ( og annar þeirra svo góður að hann skrifar glæpasögur í frístundum sínum ).

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 25.11.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband