Dansi dansi druslan mín

Einu sinni dansaði ég lengi. Lengur en flestir aðrir. Þannig var að í Dynheimum á Akureyri var haldin Maraþondiskódanskeppni. Það er langt síðan, líklega var þetta í apríl ´87. Keppnin byrjaði á laugardagsmorgni, eldsnemma um hádegi. Slatti af ungligum var búinn að skrá sig til keppni og munkur og margmenni kominn á svæðið að góna á. Ég var einn af þeim sem mætti bara til að horfa á, en þar sem vinkona mín, sem þótti á þeim tíma öðrum smekklegri í útliti, var að keppa ákvað ég að skrá mig til keppni. Hafði reyndar aldrei kunnað að dansa og kann ekki enn, enda er ég ekki stelpa. Yfirleitt geri ég bara lúftgítar, þ.e.a.s. ef ég er ekki að spila á alvörugítar.

Eníhjú, keppnin stóð yfir í 28 tíma. Nokkrum árum áður hafði Arnljótur Kommasvín, bróðir minn, dillað sér í 24 og þótti það gott. Reyndar held ég að ég hafi alls ekki haft það afrek hans í huga þegar ég byrjaði að hrista mig í takt við eitísmúsíkina. en þegar vinkonan sæta heltist úr lestinni ákvað ég að halda áfram, minnir að mamma gamla hafi þá minnt mig á afrek eldri bróðurins. Það varð ég að bæta og gangandi á þrjóskunni einni saman (og alls ekki gangandi á fúlle femm) dansaði ég allan tímann. 28 klukkustundir af skaki, hristum, mjaðmakippum og allskonar asnalegum hreyfingum. Var eini strákurinn sem entist allan tímann, enda hefði ég náttúrulega ekki nennt þessa ef þetta hefði verið eitthvað pölsefest.

Þegar öllu þessu er lokið (hellast átta eggjarauður) heimtuðu ma og pa að keyra mig heim. Ég vildi það ekki, þar sem stóribró hafði labbað heim eftir sitt afrek fáum árum áður. Mér var tjáð að ég hefði eiginlega ekkert val, enda hefði ég skoppað lengur en hann og var talsvert yngri en þegar hann sýndi sín tilþrif á gólfinu. Var því hent upp í Malibúinn og haldið heim. Ég kveikti á sjónvarpinu og reyndi að sofna í stofunni, hvar ég svaf reyndar oftast. Þá kom einhver poppþáttur í sjónvarpinu svo ég ýtti á rc á vídeótækinu. Þegar ég sofnaði var þetta lag á skjánum. Varð instant uppáhalds.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er það ekkert val þegar þér stendur til boða að fara heim í einum amerískum! Þú varst þar lánsamur! Og faðir þinn hefur löngum verið smekkmaður!

Bjarni (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: arnar valgeirsson

að sjálfstæðismannasið er hér töluvert um rangfærslur. tímarnir voru tuttuguogfimm, án hlés, nota bene án hlés. júnó hvað ég meina.

ég var fimmtán og sextán sem gerir þig ekki yngri maraþondansara. jafngamlan sko.

labbaði heim já, en sofnaði í baði og var bjargað þar sem ekki hafði verið læst.

en þú stóðst þig vel og hefur löngum verið talinn þrumudansari.

arnar valgeirsson, 24.11.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tuttuguogfimm - leiðréttist hér með.

En þú fékkst víst hlé - ég veitðavel. En dansaðirðu tvisvar svona lengi? Ég var sko fimmtán, man bara að þú varst sextán vetra þegar Mogginn sagði að þú hétir Anna Valgeirsdóttir.

Bjarni - smekkvísi föður míns hefur farið aftur í seinni tíð hvað varðar bifreiðar. fyrir skemmstu ók hann um Hyundai. Átti reyndar líka Benz, svona til vara.

Ingvar Valgeirsson, 25.11.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góður! Á tuttugu og fimm tímum hefðirðu reyndar átt að læra eitthvað í dansi. Ertu eitthvað tregur?

Haukur Nikulásson, 25.11.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tuttuguogátta - það var kommúnistabróðurómyndin sem náði bara tuttuguogfimm. Ég lærði samt ekkert í dansi, en það hefur ekkert með tregðu að gera, bara það að ég er ekki stelpa!

:)

Ingvar Valgeirsson, 25.11.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þætti vinkona þín ekki svo smekkleg nú til dags?

Guðríður Pétursdóttir, 26.11.2008 kl. 00:53

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Veit ekki - hef eiginlega ekki séð hana síðan ég skakaði skönkum ´87. Örugglega ljót, feit, leiðinleg og með ananashúð.

Ingvar Valgeirsson, 26.11.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband