24.11.2008 | 19:27
Bráðskemmtilegt sjónvarpsefni
Búinn að fylgjast með í dag, fyrst hlusta í útvarpinu og svo horfa í sjónvarpinu mínu. Hef haft gaman af. Þar sem ég þóttist viss um hvernig málið færi var ég mest að dást að, nú eða hrista hausinn yfir, ræðumennsku þingmanna og ráðherra.
Fyrstan heyrði ég Steingrím Joð. Hann er þrusuræðumaður, því verður ekki neitað. Ég er reyndar oftast hróplega ósammála honum, en ég hef gaman af að hlusta á hann samt. Landsliðsræðukappi þrátt fyrir að vera með vonlaust efni í höndunum. Einkunn 9,0, sem er undir meðallagi hjá þessum stórgóða mótorkjafti.
Svo kom Geir Haarde. Kom mér á óvart, þar sem ég hef aldrei haft eitt sérstakt álit á honum sem ræðumanni. Hann var þrumufínn, sérstaklega þegar hann talaði um að það væri erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina - en æði margir væri voða flinkir þessa dagana að spá í fortíðina og létu sem þeir hefðu séð allt fyrir. Hann er samt ekki jafngóður ræðumaður og Steingrímur Joð, held ég gefi honum sirka átta af tíu.
Svo steig í pontu Valgerður Sverrisdóttir. Því hefði hún betur sleppt. Hún á ekkert með að keppa við atvinnumenn í þessu fagi. Ég reyndar missti af megninu af ræðunni því ég var upptekinn við að keyra ekki á ljósastaur þegar ég sprakk úr hlátri. Það var þegar þessi fyrrum bankamálaráðherra (sem setti mikið út á sjálfa sig án þess að átta sig á því) sagði að illa væri farið fyrir Ríkisstjórninni, sem hefði ýtt úr vör með stuðningi "tveggja af hverjum þriggja" kjósenda. Er hún ekki kennaramenntuð?
Svo eru sumir sem koma illa út, þrátt fyrir að vera með skothelt efni í höndunum. Samgönguráðherra er t.d. einn af þeim. Hefði getað verið með pottþéttan hittara, en klúðraði því einhvernvegin niður fyrir meðallag.En hvað um það, best að skella inn lagi:
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
á allt tal um kreppumál og ástand hef ég eitt svar . . "no comment".
En þetta lag hinsvegar . . þetta er alveg innilega vont lag! . . ég er sökker fyrir einmit svona tónlist frá þessum tíma . . en þetta er bara vont ! . . vona að þetta hafi verið grín hjá þér bara.
Gauti, 25.11.2008 kl. 12:54
Vilt'ekki bara giftast Steingrími fyrst hann er svona æðislegur? Kommasleikja!
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:12
Günter - þetta er alveg bara minningapakki með lagið. Fyndið að söngvarinn í vídeóinu söng lagið alls ekki, heldur Graham Bonnet, sem var rekinn úr bandinu fyrir að lemja blaðamann í klessu skömmu áður en vídeóið var gert.
Elf-ar - jú, ég sé það núna. En varðandi kommasleikjuháttinn, þá var ljómandi grein eftir Brynju Halldórs, formann UVG í Rvk, í Mogganum. Kannski er ég að breytast í Georg Bjarnfreðarson...
Ingvar Valgeirsson, 25.11.2008 kl. 14:45
Ænei, ekki breytast í hann eða vin hans JG, yrðir miklu leiðinlegri svoleiðis.
En, þetta er ekki vont lag, bull,auk þess sem þú hefðir nú mátt eyða nokkrum orðum í hvurslags snilldargítarleikur er á ferðinni!Bonnettinn ekki allra nei, ansi sérstakur nagli, vildi til dæmis aldrei safna hári til að fylla út í sanna ímynd rokksöngvarans að þeirra tíma mati.Man að því var líka haldið fram einmitt er hann var rekin úr MSG. En sérstakur og góður rokksöngvari, held mjög upp á tvær plötur til dæmis þar sem hann er á fullu, Assault Attcak með MSG og svo seinni af tveimur plötunum sem ég á með Alcatrazz, Disturbing the Peace!
Og auðvitað eru góðir sprettir hjá honum með Rainbow á Down To Earth, en það finnst mér nú í minningunni hafa verið misjöfn plata. (All Night Long og Since you Been Gone þó fín lög m.a. hið síðarnefnda eftir Russ Ballard minnir mkmig, frekar en öfugt)
Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 14:54
Disturbing the Peace er snilldarlata. Reyndar er ég ekki viss um að mér þætti mikið til hennar koma ef eg væri að heyra hana í fyrsta skipti í dag, því ins og oft spila minningarnar inn í.
Ingvar Valgeirsson, 26.11.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.