Matreiðsla

""Raunar hefur stjórn og framkvæmdastjórn Birtíngs lýst því yfir við mig að ég njóti fulls trausts til áframhaldandi starfa sem ritstjóri DV,“ segir Reynir í yfirlýsingunni í gær."

Er það nema furða að hann njóti trausts eigendanna þegar hann virðist svíkja vinnufélaga sína, blaðamannastéttina og almenning til þess að þóknast eigendum blaðsins? Efast um að nokkur eigi svona tryggan hund hér á skerinu.

Hann reyndi að ljúga sig út úr þessu, en skaut sig í fótinn. Það virðist greinilegt að fréttir séu matreiddar ofan í okkur af ritstjórum sem eru annaðhvort taka skipanir frá eigendum fjölmiðlanna eða reyna óbeðnir að hagræða fréttum í hag þeirra. Hvort heldur sem er þá eru menn að bregðast hlutverki sínu og svíkja okkur. Fréttafölsun eða hagræðing er að mínu viti grafalvarlegt mál, því fréttir móta skoðanir okkar á mönnum og málefnum.

Hér:

http://visir.is/article/20081217/FRETTIR01/477107565

segir fyrrum blaðamaður að hann hafi verið ritskoðaður á DV og það þegar Mikael Torfa og Jónas Kristjáns voru í brúnni. Sá síðarnefndi var í eina tíð formaður Blaðamannafélags Íslands og Íslandsnefndar International Press Institute. Krefst þetta ekki athugunar?

Nú sem aldrei fyrr ríður á að við höfum blaðamenn sem segja satt, rétt og hlutlaust frá. Ef við getum ekki treyst fréttaflutningi af bönkunum getum við heldur ekki treyst fréttum af ríkisstjórninni, ESB, Davíð Oddssyni, efnahagsmálunum né neinu öðru.

Hugsum bara aðeins um hvernig fréttir hafa mótað álit okkar á til dæmis því sem ég nefni hér á undan og/eða öðrum mikilvægum málum eða persónum. Voru það líka niðurklipptar fréttir, skornar og matreiddar til að þóknast eigendum fjölmiðlanna? Sem dæmi má alveg spyrja sig hvort fréttamenn Baugsmiðlanna hafi vísvitandi gert á hlut Davíðs til að þóknast eigendum sínum - hvort sem það var með vitund eða að óskum eigendanna eður ei. Svo má spyrja sig hvort fréttir af vinum þeirra, t.d. forsetanum - en ekki aðeins eru Baugsmenn persónulegir vinir hans, heldur líka (allavega í eina tíð) vinnuveitendur dóttur hans.

Enginn fréttamaður svo mikið sem velti fyrir sér hvort forsetinn hafi verið óhæfur til að afgreiða fjölmiðlalögin á sínum tíma vegna þessara tengsla - lög sem mér sýnist æ augljósara að voru bráðnauðsynleg. En kannski hugsuðum við ekki út í það þá, enda sáu fjölmiðlarnir um að hjálpa okkur að mynda okkur skoðun á fjölmiðlafrumvarpinu. Sumir hverjir með daglegum forsíðurfréttum af málinu, auðvitað alveg hlutlaust fram settum...


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hefur þú séð DV í dag?

Áskriftar sími blaðsins er 512 7080

Kjartan Pálmarsson, 18.12.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ, þetta er nú meira moðið hjá þér Ingvar minn og smekklaust að hluta,leitt því fyrirsögnin lofaði svo góðu, hélt þú ætlaðir að spjalla um jólamatinn!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst einu gilda hver á fjölmiðlana. Það var ekki mikið hlutleysi í því þegar DO fékk heilan 45 mínútna Kastljósþátt fyrir einræðuáróðurinn sinn.  Sumir voru svo hrifnir að því loknu að það lá við að þeir hópuðust út á götu til að fá kallinn aftur í pólitíkina.

Ég tel í alvöru að með því að innbtyrða góðan skammt af fjölmiðlunum og bloggi í bland fái maður næga inngjörf af upplýsingum til að mynda sér skoðun. Við erum líka þannig gerð að vera með mjög sterkana hluta af okkur fyrirfram mótaðan að það er sama hvað okkur er sýnt með óyggjandi hætti að við hreinlega afneitum því sem borið er fyrir okkur. A.m.k. ætla ég að játa það á mig á meðan ég var trúr íhaldinu á sínum tíma. Það tók heilan fullafplánaðan Árna Johnsen til að ég fékk aðra sjón en íhaldsblinduna.

Síðan á ég bara heima í flokki með öðrum... það eru bara allir eitthvað vondir, spilltir og með vitlausar skoðanir... snökt... 

Haukur Nikulásson, 19.12.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

...ekki heima í flokki með öðrum... (á að vera í síðustu málsgrein). Fyrirgefðu stafsetningarvillur, það er ekkert gott að vélrita með bómullarhönskum.

Haukur Nikulásson, 19.12.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það hafa nú einhverjir fleiri en DO fengið heilu og hálfu Kastljós (og svoleiðis) þættina undir sig og sitt. Andstæðingar hans þurfa heldur ekki að kvarta yfir plássleysi í fréttum upp á síðkastið.

En fæstir innbyrða fréttatíma allra stöðva, blogg og umræður á öllum vígstöðvum. Ætli flestir lesi ekki bara Fréttablaðið og horfi á fréttir klukkan sjö í imbanum og láti það duga. En huglægar fréttir og undirlægjuháttur fréttamanna og ritstjóra gagnvart eigendum fjölmiðla er svívirða. Agnes Braga sagði t.d. að Reynir ætti ekki bara að segja af sér, það ætti að reka hann úr blaðamannafélaginu.

Magnús - já, ég veit að þér finnst algerlega smekklaust að segja eitthvað neikvætt um forsetann, jafnvel þó það sé satt...

Ingvar Valgeirsson, 20.12.2008 kl. 18:00

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei Ingvar minn glaði og gítarsnjalli, það er hins vegar smekkleysi og óvildarskapur að verstu sort, sem sannar bara að um rökþrot er að ræða, þegar menn í hita leiksins taka að draga börn eða skyldmenni náin inn í umræðuna, í tilraunum til að koma höggi á andstæðinga sína!

Hvar ætlar þú að enda Ingvar minn ef þetta ætti að teljast sanngjörn og eðlileg röksendarfærsla í skoðanaskiptum og pólitískum eða ekki ágreiningsmálum?

Að draga dóttur forsetans inn í umræðuna með þessum hætti sem DO gerði og þú ert að endurtaka hérna, fellur undir svona fáranleika og flokkast með því sem ég hef einu sinni áður rifjað upp við þig, þegar spekingurinn sem þú lest allavega stundum, HHG ætlaði einu sinni sem oftar í sama tilgangi að vera sniðugur og snjall, nota fv. bæjarstýruna í Garðabæ fyrir D, Ásdísi Höllu Bragadóttur, í að reifa hin "augljósu hagsmunatengsl og hneykslanlegu" sem Ingibjörg Solrún ætti við Jón Ólafsson þáverandi eiganda Stöðvar 2 að þeirri ástæðu að eiginmaður hennar gegndi starfi þýðanda hjá fyrirtækinu!

En henni ofbauð, því þrátt fyrir að um pólitískan andstæðing væri að ræða, gerði hún sér grein fyrir að þarna var gengið of langt og hún tæki ekki þátt í slíku!

Leitt ef þú áttar þig ekki á því hvað þetta er röklaust og það sem enn verra er, langt fyrir utan velsæmismörk í málefnalegri umræðu!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnús, forsetinn er ekki andstæðingur minn. Bara gott að hafa það alveg á hreinu. Hann hefur gert margt ákaflega gott, þó svo ég sé ósáttur við sumt annað.

Hinsvegar skiptir það auðvitað máli þegar hann neitar að skrifa undir þessi lög að dóttir hans vinni hjá þeim, sem mestra hagsmuna eigi að gæta. Auðvitað. Alls ekkert fáránlegt við það. Auðvitað geta fjölskyldutengsl haft áhrif á ákvarðanir ráðamanna í erfiðum málum.

Mundu líka að orðið "rökþrot" er verulega ofnotað. Það ætti kannski við ef tengsl dótturinnar við Baug væri það eina sem hægt væri að benda á. Sem er ekki.

Ingvar Valgeirsson, 22.12.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband