Sanngjarnt?

Það tekur ekki langan tíma að sjá út hvað sanngjarnir eignaskattar eiga að vera háir. Það er akkúrat ekkert sanngjarnt við það að eignir fólks séu skattlagðar á einn eða neinn hátt.

Þessi skattur kemur til með að bitna mest á eldra fólki, sem hætt er að vinna og á skuldlaust eigið húsnæði. Eykur þess utan líkurnar á að fólkið missi húsnæði sitt á uppboð, því ekki er hlaupið að því að selja í dag.

Hvernig væri að hugsa um að minnka útgjöld í stað þess að einblína á að "stækka tekjustofn ríkissjóðs", sem þýðir á mannamáli að "skattpína almenning meira".

Vinstri grænir eru álíka grænir og vatnsmelóna. Grænt að utan - rautt að innan.


mbl.is Vinstri græn vilja eignaskatta á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingvar,

ég mæli með því að þú skoðir www.xo.is

kv

Magnús (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nú erum við sammála frændi...það' er sami rassinn undir öllu flokkakerfinu...ef fólk sér það ekki nú..þá veit ég ekki hvenær það á að gerast...næst þegar flokkakerfið er orðið svo svart að það sést ekki úr augum?

Haraldur Davíðsson, 27.3.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: Gauti

mikið innilega er ég ofboðslega sammála þér núna Ingvar ! . . það mætti allavega gera klausu í þessu sem undanskilur íbúðarhúsnæði . . ef þú ert búinn að eyða æfinni í að koma þér upp skikkanlegu heimili ertu BÚINN að borga fyrir það . . það ættu allir að geta átt allavega eitt hús tax-free !

Gauti, 27.3.2009 kl. 17:34

4 identicon

Heyr heyr!!!

Inga Þyri (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: arnar valgeirsson

það er verið að tala um hátekjufólk og eignamikið. venjulegt fólk sem á sitt húsnæði er ekki þar á meðal.

sjallarnir afnámu þetta á einu bretti, og kemur ekki á óvart, enda er gott að vera í sjálfstæðisflokknum ef maður á pening og eignir. en slæmt ef maður á lítið og er blankur.

en þú ert svo ungur, en þó aðallega vitlaus, að þú fattar það ekki.

það vill svo til að það er allt á hausnum væni, fyrirtæki í lamaslysi og atvinnuleysi + að landið skuldar grilljónir og silljónir. og það er vegna þess að gildismat sjallanna var að einkavæða og nokkrir gátu grætt, en öðrum blætt.

en geir baðst afsökunar á því að hugsanlega og kannski hefði mátt standa betur að einkavæðingu bankanna. en engu öðru.

þú getur líkt vg við það sem þú vilt en þar er staðið fyrir jöfnuði þannig að allir eigi séns á að lifa af eftir að þið hafið skandalíserað bigtæm.

gúddívning.

arnar valgeirsson, 27.3.2009 kl. 19:46

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Arnljótur, ég er kannski vitlaus (sem við bræðurnir eigum sameiginlegt), en ég er löngu hættur að vera ungur. Er samt ekki elliær eins og þú.

Jú, hugsanlega hefði mátt standa betur að einkavæðingunni - bæði þínir menn og þeir sem þú kallar mína vildu öðruvísi eignarhald, en eins og allir vita sem vilja vita komu fjölþjóðlegir samningar í veg fyrir það.

En almenningur kemst í gegnum þetta (svo lengi sem þeir hafa ekki beinar eða óbeinar tekjur af strippi) - til dæmis þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki borga langtum lægri skatta en hér áður fyrr. Svo lengi sem það endist.

En við komumst gegnum þetta. Ójá. Held samt að besta leiðin í gegn væri ef þínir menn og Sjallar gætu unnið saman og haldið landinu utan ESB. Það er grundvallar.

Ingvar Valgeirsson, 27.3.2009 kl. 21:15

7 identicon

Þá er ég og ljóta frænka mín Ingvör loksins sammála. Eignaskattar eru að mínu mati ógurlega ósanngjarnir. Hinns vegar er ég á því að hátekjuskattur eigi rétt á sér.

Haukurinn (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þó svo eignaskattar leggist bara á fyrirtæki þá skilar það sér út í varðlag og endar á því að vera greiddur af einstaklingum og familíum úti í bæ.

Hátekjuskattur... veit ekki með hann. Það eru jú rök fyrir því að þeir sem meira bera úr bítum eigi að greiða meira til samfélagsins, en er það ekki þannig nú þegar? Ekki bara í krónum talið, heldu prósentum líka. Sá sem hefur 200,000-kall í laun á mánuði borgar 45,000 í skatt. Sá sem hefur tvær millur á mánuði borgar vel rúmlega sjö komma þrjár millur í skatt.

Semsagt, miklu hærra prósentuhlutfall, og það sem skiptir meira máli þegar allt kemur til alls,miklu fleiri krónur. Útgjöld ríkis og sveitarfélaga verða sko ekki greidd með prósentum, heldur krónum.

Eníhjú, en það er rétt hjá Arnljóti kommasvíni bróður mínum að það er morgunljóst að það hefði mátt standa talsvert betur að einkavæðingu bankanna tveggja. Flokksformaðurinn hans talaði líka gegn einkavæðingu bankanna á sínum tíma - rétt eins og hann talaði gegn afnámi ríkiseinkaréttar af ljósvakafjölmiðlun, talaði gegn því að landsmenn mættu löglega drekka bjór í góðra vina hópi, mælti gegn Hvalfjarðargöngunum og einkarekstri í símageiranum. Ætli atvinnustarfsemi hérlendis væri ekki ívið fátæklegri ef alltaf hefði verið hlustað á hann?

Ingvar Valgeirsson, 28.3.2009 kl. 13:19

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Varðlag... meinti sko verðlag... innsláttarfítus Sveins. Arg.

Ingvar Valgeirsson, 28.3.2009 kl. 13:20

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Og meinti náttla líka að sá sem hefur tuttugu millur á mán. borgi sjö komma þrjár í skatt... ekki sá sem hefur tvær. Það væri taprekstur Sveins. Innsláttarflokkurinn í yfirvinnu.

Ingvar Valgeirsson, 31.3.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband