17.4.2009 | 18:07
BJARNI VANN!
Nú, Bjarni vann bíógetraunina. Það held ég nú. Spurt var um Carl Anderson, sem flestir þekkja betur sem Júdas í Jesus Christ Superstar-myndinni. Hann festist allnokkuð í því hlutverki og lék Júdas á sviði mestalla tíð frá því myndin var gerð og þar til hann datt um koll og dó. Þá tók einmitt söngvari Living Colour við hlutverkinu.
Hann sló jú í gegn sem Júdas, var tilnefndur til Golden Globe fyrir vikið og það ekki bara í einum flokki heldur tveimur. Vann samt ekki. Söng inn á bæði eigin plötur og annara, gaf út nokkrar sólóplötur og söng inn á skífu eða skífur með Stevie Wonder og fleirum góðum. Lék í sjónvarpsþáttum og Spielberg-myndinni Colour Purple. Lést svo áður en hann náði sextugu, þá enn að leika Júdas. Ted Neely, sem lék Jesú í myndinni, er enn að leika Jesú á sviði, búinn að ná helmingi hærri aldri en Kristur sjálfur, en Anderson hefur ekkert komið fram síðan hann dó.
Það held ég nú.
Athugasemdir
you dont know that for sure
Guðríður Pétursdóttir, 19.4.2009 kl. 13:59
Ég veit samt fyrir víst að það á að vera úrfellingarmerki í orðinu "don´t", auk þess sem greinarmerki (í þessu tilfelli punkt) vantar. Svo á að vera stór stafur í byrjun setningar.
Svo á að vera ull-kall í lok svona skota eins og ég kem með.
Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.