BJARNI VANN!

Nú, Bjarni vann bíógetraunina. Það held ég nú. Spurt var um Carl Anderson, sem flestir þekkja betur sem Júdas í Jesus Christ Superstar-myndinni. Hann festist allnokkuð í því hlutverki og lék Júdas á sviði mestalla tíð frá því myndin var gerð og þar til hann datt um koll og dó. Þá tók einmitt söngvari Living Colour við hlutverkinu.

Hann sló jú í gegn sem Júdas, var tilnefndur til Golden Globe fyrir vikið og það ekki bara í einum flokki heldur tveimur. Vann samt ekki. Söng inn á bæði eigin plötur og annara, gaf út nokkrar sólóplötur og söng inn á skífu eða skífur með Stevie Wonder og fleirum góðum. Lék í sjónvarpsþáttum og Spielberg-myndinni Colour Purple. Lést svo áður en hann náði sextugu, þá enn að leika Júdas. Ted Neely, sem lék Jesú í myndinni, er enn að leika Jesú á sviði, búinn að ná helmingi hærri aldri en Kristur sjálfur, en Anderson hefur ekkert komið fram síðan hann dó.

Það held ég nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

you dont know that for sure

Guðríður Pétursdóttir, 19.4.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit samt fyrir víst að það á að vera úrfellingarmerki í orðinu "don´t", auk þess sem greinarmerki (í þessu tilfelli punkt) vantar. Svo á að vera stór stafur í byrjun setningar.

Svo á að vera ull-kall í lok svona skota eins og ég kem með.

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband