Enn ein saga af Sveppi

Miðju-Sveppur á það til, eins og dyggir lesendur vita kannski, að koma með punkta. 

Nú um daginn sá hann medic alert-armband mömmu sinnar. Horfði á það smástund og minntist svo á það hvað honum þætti Whitesnake-armbandið hennar flott.

Ég sé voðalega lítið eftir að hafa eignast hann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha ha

Gargandi snilld. Gott að sjá að uppeldið er í rétta átt tónlistarlega séð. More gain less pain

Gainus Maximus (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Whitesnake og Iron Maiden eru í uppáhaldi, sem og Bítlarnir og tónlistin úr Latabæjarþáttunum... póboddís nörfikkt.

Ingvar Valgeirsson, 4.5.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er hrikalega mikið á réttri leið. man þegar mínir vildu 50 cent og annað ógeð og fannst plöturnar mínar veðbjóður.

Nú er þetta allt komið í ipoddana þeirra og eminem og 50 aurinn gjörsamlega steingleymdir.

en ef þú hættir að horfa á latabæ þá kannski gleymir hann lögunum...

arnar valgeirsson, 4.5.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það verður erfitt, en ég skal prófa. Mikið er á sig leggjandi til að fá barnið ti að hætta að hlusta á íþróttahvetjandi nasistatekknó.

Ingvar Valgeirsson, 4.5.2009 kl. 17:23

5 identicon

Æi kútsibambi!

Brynhildur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:54

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item263709/

Sá þetta rétt áðan og fannst þetta nógu sniðugt til að slengja þessu hingað.

En hvað sérfræðingnum finnst, það er nú það!?

En SVeppakúturinn er greinilega kímin vel sem karl faðir hans og uppeldið já í góðum farveg músíklega.

Til hamingju með það!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 17:14

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Símatjúnerinn er eflaust gott stöff, allavega frábær hugmynd.

Sjálfur nota ég Korg, enda á ég lítið merkilegan farsíma.

Ingvar Valgeirsson, 5.5.2009 kl. 19:31

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

DAtt í hug að setja þetta hjá þér, þú ferð kannski að selja þetta fyrr eða síðar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband