Ædolheilkennið

Nokkrum dögum fyrir kosningar var ég að spjalla við kunningja minn á Dubliner. Hann var kominn með nýja kærustu upp á arminn og hún tók þátt í spjallinu. Hann var svolítið óákveðinn, vissi ekkert hvað hann ætti að kjósa og svoleiðis.

Nýja kærastan sagðist ekki hafa hundsvit á pólítík. Til að sanna það spurði hún, og það alveg í grautfúlustu alvöru: "Hérna... hvað má kjósa oft?"

Bara varð að deila þessu með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Og hvað var svarið?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:02

2 identicon

Ekki verið að kljúfa atóm á hverjum degi á hennar heimili...

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 04:48

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hahahaha

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hún er líklega ekki í uppfinningum eins og maðurinn sagði.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hún ætti bara að vera fegin að vera laus við áhyggjur.. nóg af fólki er með áhyggjur og veltir sér upp úr þessu allan daginn alla daga..

ef ég ætti að velja þá mundi ég frekar vilja vera hún heldur en einhver sem er með niðurgang á hverjum degi út af stressi og pælingum í pólitík

Guðríður Pétursdóttir, 4.5.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Samt er það nú svo, eins sorglegt og það er, að þeim mun verri sem fréttirnar eru dagsdaglega, þeim mun mikilvægara er að fylgjast með þeim...

Ingvar Valgeirsson, 4.5.2009 kl. 16:05

7 identicon

iss piss maður kemst alveg af án nokkurra fréttatíma.

En hvað segirðu erum við að tala um að stúlkan hafi haft aldur til að kjósa? Er hún nýlega komin með aldur? Er þessi vinur þinn jafn gamall þér og mikið fyrir stúlkubörn? Eða ertu bara að umgangast smábörn þegar þú bregður þér á púbb? Og svaraðu mér!!! NEI EÐA JÁ?

Brynhildur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband