Allt uppi á borðum?

Fyrir kosningar birtust daglega heildsíðuauglýsingar í blöðum hvar kostir aðildarumsóknar til ESB voru dásamaðir. Menn voru hvattir til að skrá sig á sammala.is og hljóta menn að sjá að þessar auglýsingar, sem birtast dagana fyrir kosningar, eru ætlaðar til þess að fá fólk til að kjósa þann flokk sem hæst talar um kosti ESB.

Hver borgaði fyrir þessar auglýsingar og verður sá kostnaður, þó ekki væri nema að hluta til,  talinn til styrkja til Samfylkingarinnar þegar þar að kemur - og er þessi kostnaður ekki langt yfir leyfilegu hámarki? 


mbl.is Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fannst þér Benedikt Jóhannesson, einn helsti forvígismanna átaksins Við erum sammála, vera að hvetja fólk til að kjósa Samfylkinguna?

Þetta var og er þverpólitískt átak eins og sést best á því að bæði stjórn og stjórnarandstaða eru með ályktanir um aðildarviðræður við ESB fyrir Alþingi í dag. Munu væntanlega renna saman í eina sem breið samstaða næst um.

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:30

2 identicon

  Takið eftir atburðarrásarhönnun Samfylkingarinnar sem laumar niðurstöðunum út á kveldi föstudags á næstmestu ferðahelgi sumarsins, þar sem mánudagur er frídagur og fyrstu blöð koma um miðja næstu viku, tæpri viku eftir að fréttin er sjósett.  Þessi helgi er af fréttafólki talin vera sú allra slakasta af öllum sem eru á árinu, hvort sem ljósvaka eða prentmiðlum áhrærir enda sjaldan færri að störfum.  Samfylkingin er í sérflokki í að hanna atburðarrás, sem sést best á að flókið bókhaldið þurfti einn og hálfan mánuð til að ráða fram úr og svo heppilega gekk upp akkúrat núna.  Ekki ósennilegt að óvenjulega hæfileikarík górilla sem hefur fengið verkefnið og staðið sig vel.

 Hvað mútuupphæðir áhrærir þá verjast spunakjánar flokksins fimlega með hinu fornkveðan " Svo skal böl bæta og benda annað " og benda á "enn meiri" sekt Sjálfstæðisflokksins.  Gott og vel, enda er hún viðurkennd omvent við harðsvíraða forsvars og brotamenn Samfylkingar. 

Eitt langar mig að benda á, að markaðsverð mútuþega fer eftir áhrifum og völdum viðkomandi.  Til að mynda vildi Baugsglæpagengið vildi fjárfesta 300 miljónum í Davíð.  Markaðsverð smáflokks eins og Samfylkingarinnar á þessum tíma var að amk. tvöfallt lægra en Sjálfstæðisflokksins hvað varðar verð á haus hvers kjósanda.  Við það er óhætt að margfalda upphæð mútu Samfylkingarinnar með 2.  Stjórnarandstæðuflokkur sem ekki var á leið í stjórn hlýtur að vera ódýrari en stjórnarflokkur, og sennilega er óhætt að bæta sömu upphæð við.  Niðurstaðan er að með þessu er óhætt að margfald töluna með 3 miðað við mútugreiðslur útrásarglæpagengisins til Sjálfstæðisflokksins, sem gerir 201 miljónir króna.

 Ætli 1 krónu verði skilað?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, Guðmundur, það mun enginn fréttamaður ætlast til þess né krefjast að krónu verði skilað. Og góður punktur með tímasetninguna, það er jú snilld að henda þessu fram rétt fyrir Hvítasunnu.

Ingvar Valgeirsson, 30.5.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband