"Vonast til þess að borgaryfirvöld reisi minnisvarða"...

Lögregla, sjúkrahús, skólar og aðrar álíka nauðsynlegar stofnanir eru undirmannaðar og í fjársvelti - en við skulum endilega reisa styttu af kallinum. Já, endilega. Á kostnað borgaryfirvalda.

Eða ekki.

 


mbl.is Vilja minnast Helga Hóseassonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst persónulega óþarfi að gleyma öllu sem tengist menningu og sögu vegna slæms efnahagsástands. Auðvitað hefur ríkið og borgin þurft að skera niður en ég er samt á því að við eigum að varðveita það sem hefur sett svip sinn á menningu okkar, og Helgi Hóseasson er svo sannarlega hluti af því. Aftur á móti eru margir sem hafa gengið til liðs við hópinn sem vilja frekar halda söfnun heldur en að láta yfirvöld borga, þar sem Helgi var enginn sérstakur vinur þeirra, og er ég mjög opinn fyrir þeirri hugmynd.

Alexander Freyr Einarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Kári Harðarson

Á facebook síðunni er ekki sagt að borgaryfirvöld eigi að kosta minnisvarðann - en þau þurfa að leyfa staðsetninguna...

Kári Harðarson, 7.9.2009 kl. 16:17

3 identicon

Hversu þröngsýnn geturðu verið, Ingvar. Ég sé það strax að þú ert ekki lærður í neinu öðru en að blogga. Ef þú hefðir, í jafnvel aðeins einn dag, setið tíma í hagfræði myndirðu vita það að opinberar framkvæmdir eru NÁKVÆMLEGA það sem þjóðin þarf til að koma efnahagslífinu í gang aftur. Þú heldur örugglega að skerðing lögreglunnar og allt þvíumlíkt sé bara vandamál sem skapast út af kreppunni og ríkið getur ekkert gert í því, en sannleikurinn er sá að ríkisstjórnin er samansett af hálfvitum, ef þú myndir aðeins kynna þér afstöðu okkar og kannski lesa grein um Keynes myndirðu strax sjá að ALLIR íslendingar myndu hagnast á því að ríkissjóður yrði rekinn með halla næstu 5-10 árin. Þetta eru gígantískar tölur sem við erum að tala um en þetta borgar sig, og hefur gert það í fortíðinni. Tökum bara heimstyrjaldirnar sem dæmi, seinni heimstyrjöldin var ekkert smá kostnaðarsöm, en hvað gerðist við kreppuna? Hún hvarf!

Hættu að blogga ef þú veist ekki um hvað þú bloggar og farðu aftur í skóla.
 

Þröstur Thorarensen (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Ég skal játa það að mér þætti við hæfi að fá smá minnisvarða um karlinn, þarf ekki að vera stór eða mikill. Ekkert verið að tala um einhverja Lenín-íska styttu hérna. Bara smá platta t.d. með ígrafinni útlínumynd af Helga.

Maðurinn var náttúrulega órjúfanlegur partur svæðisins, auk þess sem hann var þjóðþekktur. Ég spjallaði stundum við hann og þótt hann væri stundum svolítið far-out þá voru grunnhugmyndir hans ekki alslæmar. Auk þess er hann tákngerfingur þess að þora að standa upp fyrir skoðanir sínar, sem er eitthvað sem Íslendingum veitir ekki af í dag. 

Ari Kolbeinsson, 7.9.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Að halda söfnun með frjálsum framlögum er æði langan veg frá því að láta borgaryfirvöld borga brúsann, eins og fréttin heldur fram. Það er eitt að borga eitthvað sjálfur og allt annað að fara fram á að aðrir borgi það fyrir mann.

En, jú, menning og saga mega ekki gleymast þó illa ári - en ég er nokkuð viss um að margt annað gangi fyrir minnisvörðum um þennan annars eflaust ágæta mann. Til dæmis held ég að þeir sem eru á biðlista eftir aðgerðum á spítala yrðu ekkert svakalega kátir ef skattfé þeirra yrði notað til að smíða bautasteina meðan það er verið að segja upp hjúkrunarfólki. Forgangsröðun, sko...

Ingvar Valgeirsson, 7.9.2009 kl. 18:03

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Vá, hvað bættist við meðan ég var að skrifa athugasemd við fyrsta kommenti.

Þröstur - ég held að ummæli þín og orðalag dæmi sig alveg sjálf. En þetta með að opinberar framkvæmdir bjargi fjárhag, þá er það ákaflega vafasöm staðhæfing. Opinberar framkvæmdir eru kostaðar af skattfé, og ef skattar yrðu lækkaðir í stað þess að nota skattféð í opinberar framkvæmdir, hefði hinn almenni skattborgari meira milli handanna til að eyða. Sú eyðsla myndi líka skapa atvinnu, alls ekkert síður en opinberar framkvæmdir. Ekki satt? Einkaframtak, ekki síður en opinberar framkvæmdir, skapa atvinnu og tekjur.

Annars er það rétt hjá þér, ég er ekki lærður í hagfræði. Ekki frekar en þú í mannasiðum.

Aðrir - það er ekki styttan eða hugmyndir um hana sem pirra mig, síður en svo. Það er þessi eina setning í fréttinni, að borgaryfirvöld eigi að reisa hana.

Ingvar Valgeirsson, 7.9.2009 kl. 18:15

7 identicon

Þröstur ætti greinilega að skipta yfir í koffínlaust.

Opinberar framkvæmdir til að koma efnahagslífinu í lag aftur, já. Ef það væri rétt ættu Siglufjarðargöngin og tónlistarhúsið að duga. Myndi ekki afturköllun á þeim niðurskurði sem búið er að boða í löggæslu, heilbrigðisgeiranum og menntakerfinu laga eitthvað líka? Ætli það sé ekki mikilvægara en að hið opinbera byggi minnismerki um fólk, hversu merkilegt eða skrýtið sem það kann að hafa verið?

Svo virðist fréttin nokkuð skrýtin, þar er sagt að þessi ágæti maður sem vitnað er í hafi viljað að yfirvöld reistu minnisvarða, en smettisskruddusíðan talar um samskot. Fór moginn rangt með og ef svo er, skuldar hann manninum þá ekki leiðréttingu og afsökunarbeiðni?

Svo langar mig að vita hvort blogg er langt nám, svona fyrst Þrösturinn heldur því fram að Ingó sé ekki lærður í neinu öðru. Ég er samt viss um að hann veit meira um mannkynssögu en Þrösturinn, sem heldur því fram að kreppan hafi lagast við stríðið. Sem er kannski rétt ef menn tala bara um Ameríku. Ég er ekki viss um að íbúar Þýskalands séu sammála en þeir (meðal annars) sáu einmitt um að borga niður stórann part af stríðskuldabréfunum sem eyddu kreppunni í Ameríku.

Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:23

8 identicon

Ég var nú aldrei búinn að ákveða það að mér þætti að borgaryfirvöld ættu að greiða fyrir minnisvarðann, en ég myndi heldur ekki vilja útiloka þann möguleika ennþá. Söfnun ætti þó að vera betri kostur, líkast til. En borgaryfirvöld þurfa auðvitað að samþykkja það að minnisvarðinn verði reistur.

Alexander Freyr Einarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:53

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er hægt að reisa minnisvarða fyrir margt en komm on. Á ekki líka að reisa minnisvarða fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson - af því að hann er svo sérstakur? Einhvern veginn rennur manni í grun að Helgi heitinn hefði ekki verið gefinn fyrir þetta brölt.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 20:53

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Alexander - fyrst einhver þúsund manns hafa skráð sig á þessa smettisskruddusíðu er tilvalið að biðja hvern og einn þeirra um, ja... fimmhundruðkall til dæmis. Ef helmingur borgar (sem er reyndar gríðarleg bjartsýni vegna þess að ákaflega margir samþykkja allar beiðnir á síðunni) ætti að vera komið nóg fyrir ágætisplatta. Er það ekki málið?

Guðmundur - jú, það mætti segja mér að kallinn myndi hringsnúast í gröfinni... :)

Ingvar Valgeirsson, 8.9.2009 kl. 09:57

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mér finnst þetta ekki eiga þurfa að vera svona flókið. Búa til steinsteypustyttu af kallinum, standandi með mótmælaskilti. Þarf ekki að koma borginni við, bara að koma henni fyrir án þess að sækja um leyfi frá þeim. Fokk that. Þurfa bara nokkrir að taka sig saman og gera þetta. Þarf hvorki að vera dýrt né erfitt.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.9.2009 kl. 15:15

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvorki dýrt né erfitt - og eflaust mest í anda kallsins.

Ingvar Valgeirsson, 8.9.2009 kl. 18:03

13 identicon

Þröstur, þetta er að vísu ekki alveg rétt hjá þér.

Það er rétt hjá þér að almenn regla sé sú að ríkið auki framkvæmdir á krepputímum en þá er líka gert ráð fyrir því að ríkið dragi úr framkvæmdum á góðæristímum. Hugmyndin er sú að ríkið fari ekki í samkeppni við fyrirtækin á góðæristímum og svo á móti að ríkið haldi uppi atvinnu og markaði þegar einkageirinn ræður ekki við en því miður búum við bara ekki við þau skilyrði að þessi regla eigi við. Í fyrsta lagi fór ríkið í samkeppni við einkageirann á góðæristímunum sem það átti ekki að gera, ríkið fór að haga sér eins og einkafyrirtæki og því er ríkið í ekkert ósvipaðri stöðu og fyrirtækin í landinu. Það er engum til góðs að ríkið fari að taka lán fyrir framkvæmdum á samatíma og ríkissjóður er eins skuldsettur og hann er.

Axel (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 20:54

14 identicon

Já, Þröstur hefði átt að skamma bloggarann aðeins meira fyrir kunnáttuleysi í hagfræði. Hann virðist vera búinn að skíta aðeins upp í hettu. En varðandi minnismerki um Helga Hóseasson þá held ég að engum sé greiði gerður með því að gera einhverkonar hetju úr honum. Ég tel ekki til fyrirmyndar að eyða hálfu lífinu í að vera bitur kall á horni með skilti, kvartandi yfir því hvað allir séu vondir við mann.Óska engum þess að lifa lífinu svona, bitur út í allt og alla. Hann átti bara bágt greyið kallinn. Alla tíð staðráðinn í að vera fórnarlamb.

Yngvi Þ. (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 21:46

15 identicon

Yngvi, það má samt gera styttu af manninum. Það leyndist engum að manninum leið illa, en hann setti mark sitt á samfélagið og hafði áhrif.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:38

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Óskar Bergsson, sá annars umdeildi borgarfulltrúi, átti gáfulegasta innlegg í umræðuna að mínu viti - fyrst það eru svona margir sem vilja minnisvarða er það lítið mál að hver og einn greiði smáupphæð og þá er þettas komið. Eins og talað úr mínu hjarta.

http://visir.is/article/20090910/FRETTIR01/306418176

Ingvar Valgeirsson, 10.9.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband