18.12.2009 | 22:02
Saga úr Borders í Lundúnakjördæmi
Nú er Borders-bókaverslanakeðjan að fara á hausinn. Það er leiðinlegt, eins og oftast þegar fyrirtæki fara á hausinn.
Eníhjú, ég fór eitt sinn í Borders-verslun í London. Keypti mér James Bond-dagatal og fleira góðgæti, sá bækur eftir Arnald og varð kátur. Kíkti á teiknimyndasögur og sá Tinnabækur á ensku. Þar vantaði samt Tinni í Kongó, en stúlkan í búðinni sagði mér að sú bók hefði verið tekin úr hillum bókaverslana þar á bæ vegna kynþáttafordóma.
Á leiðinni úr úr búðinni sá ég samt Mein Kampf eftir Foringjann uppi í hillu. Mér fannst alveg nógu fyndið að Tinni væri tekinn úr hillunum vegna rasisma, en Adolf fengi að vera áfram. Rangstaða.
Borders í Bretlandi gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Túsjei kammerat Ingvar.
Þetta hljómar samt miklu meira ammerískt en breskt. Samt mjög fyndið að flokka Tinna svona. En Bretar sögðu Teletubbies líka vera Gay og vildu banna þá .....
Hilmar Kári Hallbjörnsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:17
það var bara þessi fjólublái sem átti að vera gay, hann er með þríhyrning á hausnum líka.
Ég leitaði lengi að Tinna í Kongó og hef bara lesið hana einusinni. Það var allt safnið, fyrir utan Tinna í Kongó og Tinna í Ameríku, til hjá Afa og ömmu uppí sveit. Tinni í Ameríku var til hjá Tannlækninum en Tinna í Kongó fann ég svo í fermingarveislu einusinni og var mjög glaður :)
Gauti, 19.12.2009 kl. 09:36
Það er nú ekkert - ég á "Tinni í Sovétríkjunum". Ég vann.
Ingvar Valgeirsson, 19.12.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.