Jóla hvað?

Byrja á að óska lesanda mínum, ef hann er enn lífs, gleðilegra jóla. Sé stuð?

Ég og mín familía erum í jólastuði. Ég er búinn að raða í mig fullmiklu af gæs, laufabrauði og maltogappelsíni. Sem er gott.

Ég fékk fullt af fallegu dóti í jólagjöf, þó að í seinni tíð hafi ég meira gaman af því að sjá Sveppina taka utan af sínum pökkum en að taka upp mína eigin. Eina gjöf fékk ég sem veitir mér mikla gleði á tímum sem þessum, en það er hin stórkostlega bók "Þeirra eigin orð".

Sú bók er fyndnari en allt Mad frá upphafi. Alveg kostulegt að lesa um hvaða skoðun t.d. Jóhanna Sigurðardóttir hafði á ESB fyrir nokkrum árum eða hvaða skoðun Ólafur Ragnar hafði á lögum um eignarhaldi á fjölmiðlum áður en hann varð forseti og nauðsyn varð á að setja lög um eignarhald á honum sjálfum. Alger skyldulesning og alveg tilvalið að rúlla í næstu bókabúð og fjárfesta í eintaki ef þú fékkst ekki eitt í jólagjöf. 

Jólaplötuna með Þremur röddum og Beati ( er ég að fallbeygja þetta rétt) gaf ég svo mörgum. Sú plata er kristaltær unaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðileg jól litli sveppaframleiðandi, ég allavega ekki alveg dauður. En meðal annara orða um "eigin orð" voru orð HHG ekki þarna, t.d. er hann lofaði sjálfan guð fyrir tilvist RÚV?!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gleðileg jól, Magnús minn!

Ekki man ég til þess að Hannes hafi lofað Skaparann fyrir Rúv, en það var vitnað í hann í bókinni. Endilega lestu bókina, hún er alger snilld. Ég er samt ekki viss um að hún fáist í Bónus.

Ingvar Valgeirsson, 28.12.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband