Þá hljóta bankar hér heima að íhuga...

...stöðu Jóns Ásgeirs - þrátt fyrir gjaldþrot fyrirtækja hans virðist hann enn ráða þeim. Fyrirtæki, sem hann er búinn að missa til bankanna, auglýsa t.d. enn fyrir milljónir á mánuði í fjölmiðlum hans, en ekki annarsstaðar. Slatti er afskrifaður, en svo á hann eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir á erlendum reikningi - og Stöð 2 og Fréttablaðið segja ekki orð um málið.

Maðurinn, sem sagðist eiga fyrir diet coke, á meiri peninga á erlendum reikningi en flestar fjölskyldur sjá alla sína ævi. Í stað þess að greiða niður viðskiptaskuldir sínar hérlendis með þeim peningum er þeim eytt í að greiða glæsiíbúð á Manhattan.


mbl.is Áttu 1,3 milljarða í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með þér

það hlýtur að vera hægt að hirða þessar íbúðir "þeirra".

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.7.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: ThoR-E

Ótrúlegt. Var ekki verið að frysta eigur hans úti ? slitastjórn glitnis eða hvað sem þetta nú heitir.

Á maðurinn að hafa fullan aðgang að milljörðum til að sýsla með þegar hann er undir rannsókn um alvarleg brot.

Hefði Madoff fengið að sýsla og nota sína bankareikninga, eftir að upp um svindlið hjá honum komst ?

Maður er bara hættur að skilja hvað í ansk#$%"#%"#$% gengur á.....

ThoR-E, 6.7.2010 kl. 11:13

3 identicon

Veð upp á 1,5 milljarða hvíla á 101 Hóteli þeirra hjóna Jóns Á og Ingibjargar,verðmæti  hússins mun lægra. Jón Ásgeir búinn að greiða upp 1.3 miljarða lán firrir lúxus íbúð á Manhattan.Hvers konar mafía er hér að störfum það er greinilegt að setja áttið landið algerlega á haus eins og bankkana sem þessir þjófar stálu innan frá. Og en er verið að arðræna okkur í gegnum afskræmda banka með allt of háum vöxtum á öllum lánum.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:34

4 identicon

Hluthafar, jafnvel illa liðnir stórir hluthafar, eru ekki ábyrgir fyrir skuldum hlutafélaga. Kyrrsetning er til þess að ekki sé hægt að koma verðmætum undan. Að borga af lánum telst ekki vera að koma verðmætum undan eða "sýsla með".

Lúkas (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 12:15

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lúkas, hluthafar eiga heldur ekki að gera sumt af því sem Jón Ásgeir hefur gert - persónulegar eignir hans hafa verið frystar vegna gruns um stórfellt misferli, svo gjörningar sem þessir eru ekki til þess fallnir að sýna fram á sakleysi hans.

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2010 kl. 13:01

6 identicon

Það er ekki enn orðinn glæpur að eiga peninga, eða borga af lánum. Og sannist eitthvað á hann þá er allavega augljóst að þessu var hann ekki að reyna að koma undan eða fela á nokkurn hátt.

Lúkas (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:15

7 identicon

Hvar hefur komið fram að það sé glæpur að eiga peninga ? veit ekki til þess að það sé í lögum.

Vinnubrögð og starfshættir Jóns Ásgeirs í Glitni og öðrum fyrirtækjum sínum. Þúsund milljarða skuld sem lendir að einhverju leyti á íslensku þjóðinni, það hinsvegar er annað mál og miðað við aðgerðir slitastjórnar Glitnis ásamt erlendu rannsóknarfyrirtæki, gegn Jóni Ásgeiri. Og það sem Sérstakur saksóknari er að byggja upp gegn honum og Glitni og öðrum eigendum þess..... að þarna getum við verið að tala um glæpi. Og maðurinn hefur verið dæmdur og má t.d ekki sitja í stjórnum fyrirtækja osfrv. ef ég man rétt.

Ekkert af þessu er vegna þess að hann á peninga. En hvernig hann hefur eignast þessa peninga, það er verið að rannsaka.

Þú hlýtur að sjá muninn á þessu ???!!!!????

Og þú talar um að hann hafi ekki verið að reyna að koma undan eða fela. Er ekki í lagi ? held að þú ættir að kynna þér feril Jóns Ásgeirs undanfarin ár áður en þú tjáir þig Lúkas.

Siggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:47

8 identicon

Blessuð veriði ! Allt það fólks sem á að hafa valdið hruninu sleppur við að sæta ábyrgð. Þeirra lúxuxlíf heldur áfram um ókomin ár án nokkurar skerðingar. Í það minnsta hefur maður það á tilfinningunni að öll mál á hendur þeim er gerðu rangt og brutu af sér muni fjara út án nokkurrar sakfellingar. Almenningur mun þurfa að taka refsinguna á sig með stöðugt verri lísgæðum næstu áratugina í það minnsta. Þeim virðist hingað til vera nákvæmlega sama um þjóðfélagið sem gerði þeim kleyft að verða ríkt sem og landa sína.

sveinn (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:55

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lúkas alveg að gera sig...

Nei, það er rétt að það er ekki glæpur að eiga peninga. Enda hefur því hvergi verið haldið fram hér.

Það er líka rétt að það er ekki glæpur að borga af lánum. Finnst þér þetta, Lúkas, vera það lán sem þau hjónin ættu helst að borga?

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2010 kl. 18:54

10 identicon

Og varla eyddu þau síðustu aurunum okkar í þetta lán sitt. Einhversstaðar fela þau restina af peningunum okkar. Þau eru ekkert annað en ótíndir ÞJÓFAR!!

assa (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband