Leikaragetraun

Já, eftir allnokkra bið skal skotið fram leikaragetraun.

Spurt er um leikara - döh!

Sá, sem spurt er um, er kominn yfir miðjan aldur. Virðist samt hress.

Hann hefur leikið á sviði, í bíó og í sjónvarpsþáttum.

Hann hefur leikið leigumorðingja, galdrakall, fíkniefnamógúl og margt fleira, en mér finnst eitt flottasta hlutverk hans alltaf vera þegar hann lék bílstjóra hljómsveitarrútu.

Eitt af hans fyrstu bíóhlutverkum var í þekktu verki sem hefur verið sett upp á sviði hérlendis. Sama hlutverk endaði síðast hérlendis í höndum landsþekkts skemmtikrafts sem nú er kominn í pólítík.

Honum var eitt sinn boðin söngvarastaða í hljómsveit, en hafnaði því ágæta boði. Hljómsveitin hefur nú selt hátt í hundrað milljón plötur - án hans.

Hann var staddur á spítala í Dallas í Nóvember 1963 og varð vitni að því þegar JFK var fluttur þangað inn í hasti. Áttaði sig á hvað var að gerast þegar hann sá Jackie koma ásamt fylgdarliði.

Hver er maðurinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hemmi Gunn??

Venni (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 10:11

2 identicon

John Voight.

Einar holdljós (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Onei, hvorugur.

Ingvar Valgeirsson, 9.8.2010 kl. 10:30

4 identicon

Meatloaf

Petur (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 10:34

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

O, nú verð ég að sparka í þig, Pétur.

Meat Loaf er það.

Ingvar Valgeirsson, 9.8.2010 kl. 10:52

6 identicon

Jæja, Bill Paxton þá.

Einar holdljós (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 10:53

7 identicon

DOH, sá ekki svarið þitt Ingvar. :)

Einar holdljós (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 10:54

8 identicon

Eggert Þorleifsson

Stefán Örn (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 12:24

9 identicon

Mér finnst þetta vel af sér vikið fyrir mann sem ekki hefur komið í bíó síðan fyrsta Hringadróttins var sýnd!

Petur (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 12:39

10 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

gary oldman

Diljá Sævarsdóttir, 9.8.2010 kl. 13:15

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta er jú Meat Loaf. Hann lék leigumorðingja í Squeeze, fíkniefnamógúl í 51st State, hann lék galdrakall í Monk á Stöð 2 í gærkvöldi og hann lék Eddie í Rocky Horror - en Matti Matt, söngvari Papanna og nýkjörinn bæjarfulltrúi á Dalvík, fer brátt með það hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar. Takk fyrir það.

Honum var á sínum tíma boðið að verða söngvari í hljómsveitinni Foreigner. Hann tók því ekki og ákvað að verða bara sóló. Síðan þá hafa þeir selt rúmlega sjötíu milljón plötur - og hann örugglega nálægt því.

Ingvar Valgeirsson, 9.8.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband