Hvorn kýstu?

Í Ameríkunni, nánar tiltekið Bandaríkjum Norður-Ameríku, er búið að kjósa nýjan forseta. Hann er reyndar ekki bara forseti, heldur forsætisráðherra líka. Gaman að því.

 Í fjölmiðlum er aðeins talað um tvo frambjóðendur, þá sem koma fram fyrir hönd Demókrata og Repúblíkana. Margir aðrir eru í framboði, en það er alltaf látið eins og þeir séu ekki til. Fjölmiðlar, allir sem einn, tala bara um þessa tvo. Enginn man eftir Ralph Nader, þó svo að ég sé þess fullviss að æði margir hefðu frekar viljað hafa hann en þann sem nú er á leiðinni úr Hvíta húsinu (sem brátt heitir náttúrulega Svarta húsið).

Annars er ég ennþá hundfúll að framboð Christopher Walken var bara grín - hefði gjarnan vilja sjá hann sem forseta. Ef hann hefði boðið sig fram hefðu hinir örugglega verið látnir hverfa, verið hent út úr loftskipi eða verið skotnir inni í símaklefa.

Svo er það skuldaniðurfellingarmálið... hvar er rakarastofa Sweeney Todd þegar maður þarf á henni að halda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þeir eru núna að taka "Whites only!" spjaldið af dyrum Hvíta hússins.

Til hamingju með nýju myndina Ingvar, ég var orðinn svolítið þreyttur á ginnesnum. 

Haukur Nikulásson, 5.11.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Maður verður aldrei þreyttur á Guinness.

En jú, þeir eru búnir að taka "Whites only" skiltið af dyrunum - en "Men only"-skiltið hangir enn á varaforsetaskrifstofunni.

Ingvar Valgeirsson, 5.11.2008 kl. 13:20

3 identicon

Það er nú ekkert........þú,  þú ert fínn gítarleikari!

En fyrir þá sem ekki hafa heyrt það geta séð það á myndinni af þér hér fyrir ofan.

Brynhildur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svo má minna á tittinn og Texasolíufurstan Ross Perot,, sem var "þriðja hjólið undir vagni" fyrir ekki svo löngu í einhverjum forsetakosningunum. En auðvitað ekki minnst á aðra því þeir eiga fyrrfram engan möguleika. En neytendafrömuðurinn komst bara í fréttirnar því atkvæði greitt honum voru nógu mörg til að spilla fyirr Al Gore minnir mig.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eggert - við eigum til voðalega svipuð hljóðfæri, svo til alveg eins, á eldgömlu gengi - keypt inn þegar dollarinn var ca. 60-kall. Þessi á myndinni er ´57 reissue, sem var upphaflega bleikur en var sprautaður í einhverjum Mitsubishi-lit sökum slæmrar meðferðar af minni hálfu. Hann skartar EMG vintage-pikköppum, sem ekki eru framleidd lengur. Við eigum sko Eric Johnson strat í svipuðum lit og svartan ´57 hot rod í búðinni - kíktu bara, sökum gengisins er það svolítið hrökkva eða stökkva-dæmi.

Magnús - Ross Perot var æði. Svo finnst mér asnalegt að segja að framboð einhvers skemmi fyrir öðrum, líkt og gert sagt var um Íslandshreyfinguna í síðustu kosningum. Ómar var sakaður um að hafa valdið því að sitjandi stjórn hélt velli (sem reyndar sat samt ekki), en auðvitað var hann í fullum rétti til að bjóða fram. Nader fékk líklega fylgi sitt að miklum hluta frá fólki sem hefði annaðhvort kosið allt annað en þessa tvo stóru eða ekki kosið neitt ef hann hefði ekki verið í framboði. Hann er líka miklu meira en neytendafrömuður, hann er líka lögfræðingur og rithöfundur auk þess að tala reiprennandi arabísku.

Hinsvegar man ég þegar Bush og Gore voru á fullu í kosningabaráttunni fyrir átta árum - þá hugsaði ég með mér hversu sorglegt það væri að í tæplega þrjúhundruðmilljón manna landi væru þessir tveir líklegustu kostirnir. Hvorugur skárri kostur en Ástþór hér heima.

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, kostirnir ekki alltaf góðir sem bjóðast á endanum og það þótt þeir væru e.t.v. milljon betri að velja úr í upphafi. Get alveg verið sammmála þér um að þetta er umdeilanlegt orðalag, en svona var það bara sett fram vegna þess að kjósendur sem kusu Nader hefðu samkvæmt könnunum ella gefið Gore kallinum atkvæðið. Hjá mér fólst hins vegar ekki nein meining í þá átt að framboð hans væri á neinn hátt óeðlilegt, menn deila nú almennt held ég ekki um þann lýðræðislega rétt, miklu frekar um hvernig og þá hversu ströng skilyrðin eiga að vera til að mega og geta boðið sig fram. (Ástþór garmurinn einmitt stór hluti af slíkri umræðu eins og þú veist.)

En að lokum varðandi Obama, þá er hann þrátt fyrir ótvíræðan dökkan hörundslitin, ekkert meir "Svört sál" en "hvít"! Margbúið að árétta, að hans líf hefur meira og minna hræst í menningu hinna hvítu (þó auðvitað hafi verið slegið á það með ákveðnum hætti hjá hans spunameisturum bæði í forvalsbaráttunni og nú í kosningunum) hann uppalin í þeirra menningu og framhjá því verður ekki litið og að hann er kynblendingur, bæði svartur og hvítur!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband