Gone with the Heights?

Í Fréttablaðinu í dag er eilítið aukablað, svona innaní. Þar er fjallað um brúðkaup og því datt einhverjum snillingnum í hug að segja frá eftirminnilegum bónorðum í bíómyndum. Umfjöllunin er á bls. 8 í fyrrnefndu aukablaði.

Sá sem skrifar greinina er ábyrgur fyrir því að ég er hreinlega að drepast úr magakrampa. Ég nefnilega spakk eilítið úr hlátri þegar ég las eftirfarandi línur:

"Kvikmyndin Fýkur yfir hæðir, eða Gone with the Wind eins og titillinn útleggst á frummálinu, er löngu orðin sígild".

Ég vitna bara í ákveðna söngkonu: "Ég hlæ".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"... spakk eilítið úr hlátri ..." Hvað er það?

 Sjálfur sprakk ég hins vegar úr hlátri þegar ég las tilvitnunina!

Bjarni (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Híhí.

Ingvar Valgeirsson, 16.6.2009 kl. 10:31

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var víst ástarsagan ódauðlega um Dathy og Heatcliff eftir Brontesysturina eina sem hlaut nafnið Fýkur yfir hæðir. Las hana fyrir löngu og hef örugglega séð hinar og aðrar ræmur gerðar eftir sögunni.En fróðu drengir að norðan, hví takið þið ekki fram hvað sé svona hlægilegt,þetta sem ég nefni og annað er kannski fæstum lesendum síðunnar ljóst?

Á svo ekki að svara mér lómurinn þinn?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Weathering Heights hét sagan um Cathy og Heatcliff víst á frummálinu. Hin, Á hverfanda hveli, ef ég man rétt.Sú mynd líka gerð eftir bók, en man núna ekki nafnið á höfundinum.

nennti hins vegar aldrei að glápa á "Lang-ræmuna" með Gable og Leigh til enda!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

tíhí :P

Diljá Sævarsdóttir, 17.6.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband