Skyldublogg

Þá er mann kominn heim frá Akureyri. Þar var stuð.

Það helsta:

Fór á konsert með Þursaflokknum. Alveg nógu gaman.

Spilaði með Rúnari Eff og hljómsveit á styrktarkonsert fyrir mótorhjólasafnið á Akureyri. Tókum nokkur lög eftir Rúnar og svo nokkur bækeralög. Rúnar byrjaði eitt lagið hálftón of hátt og heitir eftir það Rúnar Fís (F#).

Lék nokkur lög af annarra manna plötum á hljóðfærasýningunni á Glerártorgi. Fékk lánaðan til þess Taylorgítar í Tónabúðinni og ætla aldrei að skila honum.

Fór á skrall föstudagskvöldið um versló og kíkti á svokallað Dynheimaball á Oddvitanum. Þar voru dídjeiar að spila lög sem settu nostalgíjuna í yfirvinnu. Kíkti líka á Von ásamt Sjonna Brink, helv... gott band. Svo endaði ég á dansleik með Ný danskri, en þeir voru í stuði. Ég reyndar skammaði þá fyrir lúðalegan klæðaburð, en þeir voru eins og nýkomnir af útsölu hjá Dressmann. Daníel Ágúst var reyndar ákaflega smekklega klæddur, en miðað við nýjustu fréttir má teljast gott að hann hafi verið í einhverju almennt. Hjálmar voru að leika á Græna hattinum sama kvöld og komu yfir eftir konsertinn og léku í pásu hjá Nýdönskum. Grúva alveg nógu vel.

Fór í trillutúr með pabba gamla og Miðju-Sveppi. Tókum einn sex vetra frænda memm, auk þess sem við leyfðum kerlingunni að fylgja. Þeim stuttu (börnunum sko, ekki okkur fullorðnu, sem teljumst seint hávaxin) skemmtu sér konunglega. Ég svosem alveg líka.

Sá einhverjar bíómyndir í sjöhundruðtommu sjónvarpi gömlu hjónanna. Defiance - hún er alveg fín. Rock´n´rolla - hún er fín líka. Pink Panther 2 (nýja) - hún er svosem alveg í lagi líka. Sofnaði yfir Eagle Eye, hún virkar á mig eins og pakki af róhippnol. Svo rifjaði ég upp gömlu Pink Panther með Miðju-Sveppi og við skemmtum oss báðir mjög vel.

Svo var ákaflega gaman að vinna með Trausta í Tónabúðinni norðan heiða, því hann er skemmtilegur kall.

Hvað gerði ég meira... jú, borðaði fjörtíu djúpsteiktar pylsur með osti og kryddi, álíka marga hamborgara með frönskum á milli, matreiddi búrrítur fyrir ma og pa og svo var bara almennt gaman. Bauð kerlingunni út að éta á La Belle e´vita, sem er fínn staður. Gott, ekkert of dýrt og ákaflega vel útilátið. Ætlaði að fara í mat á Friðriki fimmta, en það var uppbókað. Fer þangað bara næst, hef fyrir satt að þar sé ljúft að snæða.

Búið í bili - túkall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

John Cleese var það lang besta við pink panther tvö, ég var ekki hoppandi spennt að fara á hana í bíó og fannst hún ekkert snilldarverk en í hverju atriði með John Cleese þá varð mér bara illt í andlitinu af hlátri..mæli með henni bara til að sjá hann

Guðríður Pétursdóttir, 5.8.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skv. þessu hefurðu hagað þér eins og gamalmenni um helgina!

Hefðirðu kannski kíkt við og lúrt neðarlega í Þórunnarstrætinu nokkrum áratugum yngri?

(Mikið er gaman að skyldudylgja á annarra manna síðum!

Haukur Nikulásson, 5.8.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband