Bíóklikk

Mér finnst gaman að almennu klikkelsi í bíómyndum. Sérstaklega þykir mér gaman þegar menn eru að nota skotvopn eða faratæki em ekki voru til þegar myndin á að gerast. Til dæmis er allt vaðandi í framtíðarvopnum í Indiana Jones-myndunum, sérstaklega þeirri fyrstu. Hún á að gerast 1936, en Þjóðverjarnir (sem tilheyra þar herdeild sem ekki var til fyrr en fimm árum seinna) nota ´38 og ´40-módel af skotvopnum.

Svo sá ég þessa ljósmynd:

public-enemies-empireFL-01

 Hér má sjá Johnny Depp í hlutverki hins bráðskemmtilega bankaræningja John Dillinger. Hann heldur hér á Thompson-hríðskotabyssu, alveg gullfallegri. Akkúrat það sem ég vil fá í jólagjöf. Nema hvað að Dillinger var drepinn árið 1934 (já, fyrirgefið að ég eyðilegg fyrir ykkur endann). Magasín, eins og er í byssunni, voru ekki framleidd fyrr en seinni heimsstyrjöldin var byrjuð. Þau voru hringlaga þangað til.

Annars er hann flottur þarna með Thompsoninn í hægri hendi... nema hvað að Dillinger var örvhentur.

Ég ætla hinsvegar að sjá myndina, hún er eflaust ágæt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú asskoti sammála..held samt sem áður að þetta sé einstaklega góð ræma:)

ásdís frænka (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Soso Ingvar, menn geta nú haldið á með hægri þótt þeir séu örvhentir!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Sigurjón

Já, takk fyrir að eyðileggja myndina...

Takk frekar að benda á misræmur...

Sigurjón, 8.8.2009 kl. 04:26

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sigurjón, ég skal eyðileggja Titanic fyrir þér líka - skipið sekkur.

Ingvar Valgeirsson, 8.8.2009 kl. 14:08

5 Smámynd: Sigurjón

Hehe, o!  Nú nenni ég ekki að sjá hana heldur...

Sigurjón, 8.8.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband